Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 57
FÉlagið05/06 26. mars 2015. Lokaskýrsla var kynnt á fundi félagsins 12. maí, á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga, þar sem stýrihópurinn skilaði form- lega af sér verkefninu. Í skýrslunni er fjallað um hjúkrun og þjónustu við aldraða. Kynnt eru helstu áhersluatriði Fíh og fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga og settar fram ábendingar um hvað þurfi að gera til að bæta þjónustu við aldraða á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Hjúkrunarfræðingar stýri og beri faglega ábyrgð á hjúkrun Hjúkrun er og verður lykilþáttur öldrunarþjónustu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga leggja áherslu á að hjúkrunarfræðingar séu í forsvari og fararbroddi þegar kemur að öldrunarhjúkrun. Fíh telur það vera grunnforsenda fyrir eflingu hjúkrunarþjónustu við aldraða að hjúkrunarfræðingar stýri hjúkrunarþjónustunni og beri faglega ábyrgð á henni. Þeim ber að tryggja að aldraðir og aðstandendur þeirra fái þá hjúkrun sem þeir þarfnast, hvort heldur er í heilsugæslu, heimahjúkrun, á hjúkrunarheimilum eða sjúkrahúsum. Hjúkrunarfræðingar meta HELStU ÁHErSLUAtriði FÉLAGS ÍSLENSkrA HjÚkrUNAr- FræðiNGA oG FAGdEiLdAr ÖLdrUNArHjÚkrUNArFræðiNGA n Þjónusta við aldraða verði sniðin að þörfum hins aldraða og fjölskyldu hans. n Fjölga þarf hjúkrunarfræðingum í heilbrigðisþjón- ustu aldraðra. n Hjúkrunarfræðingum með sérþekkingu í öldr- unarhjúkrun verði fjölgað og þeir hafi yfirumsjón með og stýri hjúkrunarþjónustu aldraðra, allt frá mótun þjónustunnar til daglegs rekstrar. n Fjölga þarf sérfræðingum í öldrunarhjúkrun. Þeir eru klínískir leiðtogar á sínu sviði, veita sérhæfða ráðgjöf og hjúkrunarmeðferð ásamt því að vinna að rannsóknum og innleiðingu gagnreyndrar þekkingar í öldrunarhjúkrun. n Auknu fjármagni verði veitt til framhalds- og viðbótarnáms í öldrunarhjúkrun. n Samræmi sé í þjónustu stofnana og eftirlit haft með því að þær veiti þá grunnþjónustu sem þeim ber að veita samkvæmt lögum, reglugerðum og þjónustusamningum. n Forgangsröðun fyrir þjónustu byggist á faglegum forsendum og að stöðugt endurmat á þjónustu- þörf fari fram. n Stofnanir, sem veita öldruðum þjónustu, hafi með sér skipulagða samvinnu til að auka skilvirkni, bæta nýtingu úrræða og stytta biðlista til að ná hámarkshagræðingu. n Fjölgað verði dagdvalarrýmum, heimahjúkrun aukin, bætt við hvíldar- og hjúkrunarrýmum á hjúkrunarheimilum og skilvirkari hjúkrun aldraðra á bráðasjúkrahúsum skipulögð. n Samþættuð verði enn frekar rafræn skráning milli ólíkra þjónustuaðila. n Aukið verði samstarf stjórnsýslu og fagaðila í öldrunarmálum. n Sett verði fram heildræn stefnumótun fyrir öldrunarmál innan fimm ára í samvinnu við sérfræðinga í málaflokknum. Mikilvægt er að kostnaðargreining fari fram og viðeigandi fjármagn fylgi framkvæmdum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.