Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 51
Fólkið02/03 Hinn 31. ágúst sl. varði Marianne Elisabeth Klinke doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði. Ritgerðin hefur fengið heitið Gaumstol eftir heilablóðfall í hægra heilahveli: Klínískur gangur og reynsla sjúklinga. Hún byggist á fimm greinum sem hafa verið birtar eða bíða birtingar. gaumstol kEmur fyrir hjá um helmingi sjúklinga eftir heilablóðfall í hægra heilahveli en talsvert sjaldnar eftir heilablóðfall í vinstra heilahveli. Það veldur skertri getu sjúklinga til að átta sig á og bregðast við áreitum frá þeirri hlið líkamans sem er gagnstæð hlið heilaskaðans, í flestum tilvikum vinstri hlið. Andmælendur voru dr. Marit Kirkevold, prófessor við Háskólann í Ósló, og dr. Árni Kristjánsson, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands. Marit Kirkevold byrjaði andmæli sín með að tilkynna að þetta væri glæsilegt og metnaðarfullt doktorsverkefni og þar með var tónninn sleginn. Eftir áhugaverðar umræður um verkið var ritgerðin tekin til greina og Marianne komin í hóp hjúkrunarfræðinga með doktorsgráðu. Leiðbeinendur í verkefninu starfa allir hjá Háskóla Íslands og voru þeir dr. Helga Jónsdóttir, prófessor og deildarforseti hjúkrunarfræði- deildar, dr. Björn Þorsteinsson, lektor við sagnfræði- og heimspeki- deild og dr. Haukur Hjaltason, dósent við læknadeild. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Dan Zahavi, prófessor í heimspeki við Háskólann í Kaupmannahöfn, og dr. Þóra Berglind Hafsteinsdóttir, prófessor hjá Rudolf Magnus Institute við Háskólann í Utrecht í Hollandi. Í grein I eru settar fram aðferðir við að afla rannsóknargagna um reynslu sjúklinga með gaumstol. Hér gerir Marianne athyglisverða tilraun til að móta fyrirbærafræðilega aðferð sem hentar þessum sjúk- lingahópi. Í grein II er lýst reynslu sjúklinga með gaumstol á fyrsta mánuðinum eftir heilablóðfallið. Í grein III eru rannsökuð hefðbundin próf sem notuð hafa verið til þess að meta gaumstol og þau borin saman við athuganir á daglegum athöfnum sjúklinga á eigin heimili eftir útskrift úr endurhæfingu. Í grein IV er (i) metin framvinda miðlungs og alvarlegs gaumstols hjá sjúklingum fram yfir útskrift úr endurhæfingu, (ii) metið næmi klínískra mælitækja á gaumstoli og (iii) mæld samsvörun milli niðurstaðna úr mati rannsakanda og sjúk- linga á gaumstoli á ólíkum tímum. Grein V er kerfisbundin fræðileg samantekt og í henni eru greindar aðferðir til þjálfunar einstaklinga með gaumstol sem innleiða má í daglega umönnun á sjúkradeildum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.