Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 12
Fagið04/05 Meiri tími í beina hjúkrun Virginia Mason-sjúkrahúsið í Seattle í Bandaríkjunum er komið hvað lengst í að þróa straumlínustjórnun í heilbrigðisþjónustu. Þar hafa hjúkrunarfræðingar í framlínu tekið aðferðafræði straumlínu- stjórnunar fagnandi. Sem dæmi má nefna að legudeildarþjónusta hefur verið endurskipulögð þannig að nú verja hjúkrunarfræðingar mun meiri tíma í beina hjúkrun, þ.e. þeir eru meira við rúm sjúklings. Tímamælingar, sem framkvæmdar voru á legudeildum skurðlækningasviðs á Landspítala haustið 2013, sýndu að hjúkrunar- fræðingar verja fjórðung af tíma sínum í beina hjúkrun. Annar tími hjúkrunarfræðinga fer í óbeina hjúkrun, lyfjagjafir, lyfjatiltekt, ýmis konar deildarvinnu, skráningu og aðra viðveru. Einnig kom í ljós að hjúkrunarfræðingar ganga umtalsverðar vegalengdir á hverri vakt. Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsókn Helgu Bragadóttur sem framkvæmd var á Landspítalanum vorið 2008 og fjallað var um í grein sem birtist í fyrsta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga árið 2012 (Þættir sem hafa áhrif á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á bráðalegudeildum). En hvað veldur og hvað er til ráða? Skipulag legudeilda hefur áhrif á störf hjúkrunarfræðinga. Gangar eru langir sem veldur því að mikið af tíma hjúkrunar- fræðinga fer í að ganga til og frá stofu sjúklings til að ná í lyf og hjúkrunarvöru. Á Virginia Mason-sjúkrahúsinu var legudeildum breytt þannig að útbúnar voru vinnustöðvar (geographic cells) í nálægð við stofur sjúklinga. Einnig var skoðað hvaða vörur hjúkrunarfræðingar notuðu mest við dagleg störf sín. Þetta reyndust vera sjö vörur og var þeim því komið fyrir inni á öllum stofum. Hjúkrunarfræðingar hafa því allt við hendina og geta með þessum einföldu aðgerðum varið meiri tíma með sjúkling- um sínum. Þá var skýrslugjöf við vaktaskipti (rapporti) hjúkrunarfræðinga breytt. Á Virginia Mason- sjúkrahúsinu fór mikill tími í að fjalla um Hjúkrunarfræðingarnir ákváðu að færa skýrslu- gjöfina að rúmi sjúklings og verja þannig auknum tíma með sjúklingnum og gefa honum færi á að taka virk- an þátt í umönnun sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.