Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 12
Fagið04/05 Meiri tími í beina hjúkrun Virginia Mason-sjúkrahúsið í Seattle í Bandaríkjunum er komið hvað lengst í að þróa straumlínustjórnun í heilbrigðisþjónustu. Þar hafa hjúkrunarfræðingar í framlínu tekið aðferðafræði straumlínu- stjórnunar fagnandi. Sem dæmi má nefna að legudeildarþjónusta hefur verið endurskipulögð þannig að nú verja hjúkrunarfræðingar mun meiri tíma í beina hjúkrun, þ.e. þeir eru meira við rúm sjúklings. Tímamælingar, sem framkvæmdar voru á legudeildum skurðlækningasviðs á Landspítala haustið 2013, sýndu að hjúkrunar- fræðingar verja fjórðung af tíma sínum í beina hjúkrun. Annar tími hjúkrunarfræðinga fer í óbeina hjúkrun, lyfjagjafir, lyfjatiltekt, ýmis konar deildarvinnu, skráningu og aðra viðveru. Einnig kom í ljós að hjúkrunarfræðingar ganga umtalsverðar vegalengdir á hverri vakt. Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsókn Helgu Bragadóttur sem framkvæmd var á Landspítalanum vorið 2008 og fjallað var um í grein sem birtist í fyrsta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga árið 2012 (Þættir sem hafa áhrif á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á bráðalegudeildum). En hvað veldur og hvað er til ráða? Skipulag legudeilda hefur áhrif á störf hjúkrunarfræðinga. Gangar eru langir sem veldur því að mikið af tíma hjúkrunar- fræðinga fer í að ganga til og frá stofu sjúklings til að ná í lyf og hjúkrunarvöru. Á Virginia Mason-sjúkrahúsinu var legudeildum breytt þannig að útbúnar voru vinnustöðvar (geographic cells) í nálægð við stofur sjúklinga. Einnig var skoðað hvaða vörur hjúkrunarfræðingar notuðu mest við dagleg störf sín. Þetta reyndust vera sjö vörur og var þeim því komið fyrir inni á öllum stofum. Hjúkrunarfræðingar hafa því allt við hendina og geta með þessum einföldu aðgerðum varið meiri tíma með sjúkling- um sínum. Þá var skýrslugjöf við vaktaskipti (rapporti) hjúkrunarfræðinga breytt. Á Virginia Mason- sjúkrahúsinu fór mikill tími í að fjalla um Hjúkrunarfræðingarnir ákváðu að færa skýrslu- gjöfina að rúmi sjúklings og verja þannig auknum tíma með sjúklingnum og gefa honum færi á að taka virk- an þátt í umönnun sinni.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.