Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 72

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 72
FÉlagið04/06 Nokkrar dagsetningar og staðreyndir um sögu styrktar- sjóðs og breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins 12. maí 2009 Aðalfundur Fíh samþykkir úrsögn úr BHM. Áramót 2009/2010 Fíh gengur úr BHM. Settur er á stofn sérstakur sjúkra- og styrktarsjóður innan Fíh sem bráðabirgðaúrræði til að tryggja hjúkrunarfræðingum sambærilega styrki og þá sem stjórn Fíh taldi hjúkrunarfræðinga eiga rétt á úr sjóðum BHM. Sjóðurinn var fjármagnaður með lánsfé frá vinnudeilusjóði og félagssjóði Fíh. 2010 – 2013 Málaferli voru við BHM. Ekkert fjármagn fékkst frá BHM. 1. júlí 2012 Slæm fjárhagsstaða sjúkra- og styrktarsjóðs vegna: a) mikillar aukningar í greiðslu styrkja og sjúkradagpeninga (122% aukning 2010-2012). b) vaxandi skulda við vinnudeilusjóð og félagssjóð Fíh. Því voru skornir niður kostnaðarsömustu styrkirnir sem voru vegna tannlækninga, glasafrjóvgunar og laseraðgerða í styrktar- sjóði og tannlækninga í sjúkrasjóði. 1. febrúar 2013 Síðustu breytingar skiluðu ekki tilætluðum árangri og heildarskuldir sjóðanna við vinnudeilusjóð og félagssjóð Fíh orðnar um 89 milljónir króna. Því voru hertar úthlutunarreglur sjóðanna. Hætt var að veita aðra styrki en fæðingarstyrk og sjúkradagpeninga. Tilgangur: Rétta af fjárhagsstöðu sjóðanna og greiða niður skuldir við vinnudeilusjóð og félagssjóð Fíh. Markmið: Viðhalda styrkjum vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu og fæðingarstyrk. 31. maí 2013 (áður styrktar- og sjúkrasjóður Fíh), með nýjum starfs- og úthlutunarreglum. 1. september 2014 Tilgangi og markmiði var náð með skerðingu á úthlutun styrkja skv. breyttum reglum 1. febrúar 2013. Búið er að greiða upp 89 milljóna króna skuld við vinnudeilusjóð og félags- sjóð Fíh. Endurgreiðsla skulda tók því um tvö ár. 1. nóvember 2014 Búið er að safna í nauðsynlegan höfuðstól styrktar- sjóðs til að geta brugðist við sveiflum á úthlutunum úr sjóðnum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.