Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 30
Fagið03/09 legutími vegna seinkunar á réttri meðferð, notkun á sýklalyfjum sem hafa verri aukaverkanir en hefðbundin sýklalyf, hærri dánartíðni, aukinn kostnaður o.fl. Sá möguleiki er raunverulega fyrir hendi að upp komi sýking sem engin sýklalyf virka á (WHO, 2014). Alls staðar í heiminum er tíðni ónæmra örvera að aukast en engin ný sýklalyf eru fyrirsjáanleg næstu árin. Tíðnin er mishá milli landa, lág á Norðurlöndunum og í Hollandi en há í löndum Suður-Evrópu. Áætlað er að ónæmar bakteríur valdi árlega 400.000 sýkingum og 25.000 dauðsföllum í Evrópu (ECDC, 2015). Vancomycin ónæmir Enterococci (VÓE), methicillin ónæmir Staphylococci aureus Staphylokokkar aureus (MÓSA) og breiðvirkir betalaktamasar (ESBL, AmpC ) hafa herjað á Landspítala síðastliðið ár af miklum þunga með lokunum deilda og miklu álagi á sjúklinga og starfsfólk. Karbapenemasa-myndandi baktería greindist í fyrsta sinn á Íslandi á þessu ári hjá sjúklingi sem kom beint af sjúkrahúsi erlendis. Miðað við þróun erlendis má búast við að fleiri bætist í þann hóp fljótlega. MÓSA, VÓE og BBL Staphylococcus aureus er baktería sem finnst á húð, í nefi eða hálsi um 30-40% einstaklinga og er bakterían hluti af líkamsflóru þeirra. Kallast það að vera sýklaður af bakteríunni. Þegar bakterían er ónæm fyrir sýklalyfjum sem hún er að öllu jafna næm fyrir kallast hún MÓSA. Þessi baktería getur valdið ýmis konar sýkingum, oftast vægum sýkingum í húð, t.d. í sárum og bólum, en einnig alvarleg- um húðsýkingum, skurðsárasýkingum, sýkingum í blóði, lungum, þvagfærum o.fl (Landspítali, 2013). MÓSA er flestum heilbrigðis- starfsmönnum kunn. Um árabil hefur verið skimað fyrir MÓSA á Landspítala og sjúklingur einangraður ef grunur er um eða staðfest að hann sé með MÓSA. Á mynd 1 má sjá fjölda þeirra sem hafa greinst með MÓSA á Íslandi frá árinu 1990. Enterococci eru bakteríur sem allir eru með í görninni. Vancomycin er eitt þeirra lyfja sem notað er til að meðhöndla Alls staðar í heiminum er tíðni ónæmra örvera að aukast en engin ný sýklalyf eru fyrirsjáanleg næstu árin.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.