Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 56
FÉlagið04/06 hlutfall og samsetning fagfólks skuli vera. Gera á þá kröfu að æðstu stjórnendur hafi fagþekkingu, kunnáttu og reynslu af málaflokknum. Framlag hjúkrunarfræðinga til eflingar öldrunarhjúkrunar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) ákvað að setja fram stefnu félagsins í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra. Fagsviði félagsins og fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga var falið að vinna verkið í byrjun árs 2014. Fagsvið Fíh og fagdeilda öldrunarhjúkrunarfræðinga unnu úttekt á stöðu öldrunarhjúkrunar hér á landi með það að markmiði að koma með tillögur um hvernig megi efla hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra. Sviðstjóri fagsviðs félagsins og stjórn fagdeildar öldrunar- hjúkrunarfræðinga mynduðu stýrihóp til að halda utan um og vinna verkefnið. Ráðgjafahópur var myndaður sem í sátu hjúkrunar- fræðingar með mikla þekkingu og reynslu af hjúkrun og heilbrigðis- þjónustu aldraðra, auk þess sem fram fór víðtæk upplýsingaöflun og heimildaleit um öldrunarhjúkrun bæði hér á landi og erlendis. Afrakstur þeirrar vinnu var birtur í skýrslunni Hjúkrunarþjónusta eldri borgara. Horft til framtíðar, sem gefin var út í maí 2015. Þar var sett fram stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra til 2020. Hjúkrunarþing félagsins, sem haldið var í október 2014, var helg- að öldrunarhjúkrun. Yfirskrift þingsins var Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér? Efling öldrunarhjúkrunar – þarfir næstu kynslóða. Á þinginu var fjallað um sérhæfða hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða sem búa í heimahúsum, á hjúkrunarheimilum eða liggja á sjúkrahúsum, þróun öldrunarhjúkrunar og mikilvægi sérfræðiþekkingar í öldrunarhjúkrun. Unnið var í hópum þar sem rædd voru menntunarmál öldrunar- hjúkrunarfræðinga, hlutverk og ábyrgð þeirra, tækifæri og nýsköpun innan öldrunarhjúkrunar og gæði þjónustunnar. Niðurstöður þingsins voru síðan notaðar í tillögur stýrihópsins. Helstu niðurstöður hópanna má sjá í fylgiriti A í skýrslunni. Á fundi með Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra, 4. mars 2015, var vinna hópsins kynnt. Heilbrigðisráðherra kallaði eftir tillögum hópsins og voru helstu tillögur hans kynntar í heilbrigðis- ráðuneytinu á fundi með starfsmönnum ráðuneytisins, Heiði Margréti Björnsdóttur, Bryndísi Þorvaldsdóttur og Elísu Hrund Gunnarsdóttur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.