Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 56
FÉlagið04/06 hlutfall og samsetning fagfólks skuli vera. Gera á þá kröfu að æðstu stjórnendur hafi fagþekkingu, kunnáttu og reynslu af málaflokknum. Framlag hjúkrunarfræðinga til eflingar öldrunarhjúkrunar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) ákvað að setja fram stefnu félagsins í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra. Fagsviði félagsins og fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga var falið að vinna verkið í byrjun árs 2014. Fagsvið Fíh og fagdeilda öldrunarhjúkrunarfræðinga unnu úttekt á stöðu öldrunarhjúkrunar hér á landi með það að markmiði að koma með tillögur um hvernig megi efla hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra. Sviðstjóri fagsviðs félagsins og stjórn fagdeildar öldrunar- hjúkrunarfræðinga mynduðu stýrihóp til að halda utan um og vinna verkefnið. Ráðgjafahópur var myndaður sem í sátu hjúkrunar- fræðingar með mikla þekkingu og reynslu af hjúkrun og heilbrigðis- þjónustu aldraðra, auk þess sem fram fór víðtæk upplýsingaöflun og heimildaleit um öldrunarhjúkrun bæði hér á landi og erlendis. Afrakstur þeirrar vinnu var birtur í skýrslunni Hjúkrunarþjónusta eldri borgara. Horft til framtíðar, sem gefin var út í maí 2015. Þar var sett fram stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra til 2020. Hjúkrunarþing félagsins, sem haldið var í október 2014, var helg- að öldrunarhjúkrun. Yfirskrift þingsins var Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér? Efling öldrunarhjúkrunar – þarfir næstu kynslóða. Á þinginu var fjallað um sérhæfða hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða sem búa í heimahúsum, á hjúkrunarheimilum eða liggja á sjúkrahúsum, þróun öldrunarhjúkrunar og mikilvægi sérfræðiþekkingar í öldrunarhjúkrun. Unnið var í hópum þar sem rædd voru menntunarmál öldrunar- hjúkrunarfræðinga, hlutverk og ábyrgð þeirra, tækifæri og nýsköpun innan öldrunarhjúkrunar og gæði þjónustunnar. Niðurstöður þingsins voru síðan notaðar í tillögur stýrihópsins. Helstu niðurstöður hópanna má sjá í fylgiriti A í skýrslunni. Á fundi með Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra, 4. mars 2015, var vinna hópsins kynnt. Heilbrigðisráðherra kallaði eftir tillögum hópsins og voru helstu tillögur hans kynntar í heilbrigðis- ráðuneytinu á fundi með starfsmönnum ráðuneytisins, Heiði Margréti Björnsdóttur, Bryndísi Þorvaldsdóttur og Elísu Hrund Gunnarsdóttur,

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.