Gríma - 01.09.1938, Side 20

Gríma - 01.09.1938, Side 20
18 ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM ið 1750 Ólaf nokkurn Þorláksson í 6 ára þrælkunar- vinnu í Kaupmannahöfn fyrir lausamennsku, en ár- ið eftir reið Bjarni með Ólaf til alþingis til þess að dómurinn yrði staðfestur. Þar vildu menn ekki taka eins hart á afbroti hans og linuðu refsinguna, svo að hann var látinn sleppa með tveggja ára þrælkun í tukthúsinu í Höfn. Ekkert hafði nú þessi maður annað til unnið en það, að hann hafði ekki verið vistráðið hjú í 2 ár, en það nægði til þess að verða tukthúslimur í þá daga. — Þegar Bjarni var orðinn sjötugur, var hann orðinn svo þungfær og stirður, að hann hætti að klæðast og lagðist í kör. Var hann þá elztur allra sýslumanna hér á landi og talinn mikilhæfastur þeirra. Hann gat ekki hagrætt sér eða snúið í rúminu á nóttunni vegna fitu. Þess vegna hafði hann litla bjöllu með streng í yfir rúmi sínu og hringdi óspart, ef hann vildi fá þjónustu sína til að hagræða sér; var þá betra að vera fljótur til að gegna, því að annars voru ónot og jafnvel hirting vís. — Bjarni var í embættum samfleytt hálfa öld, og er það langur embættistími, 5 ár skólameistari í Skál- holti og 45 ár sýslumaður Húnvetninga, en hann var líka hraustur maður með afbrigðum. Alla sýslu- mannstíð sína átti hann í deilum og erjum, og er það allslítandi. Þó var talsvert eftir af Bjarna, þegar hann var lagztur í kör, því að þá hélt hann áfram að stjórna búi sínu og sagði fyrir um allt á heimilinu. — Það var rétt fyrir jólin 1772, að Bjarni varð veik- ur; annars var honum ekki kvillasamt um dagana. Einn dag var ráðskona hans að hagræða honum í sænginni og sagði þá eitthvað á þá leið, að nú héldi hún að guð mundi bráðum fara að taka sýslumann-

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.