Gríma - 01.09.1938, Qupperneq 20

Gríma - 01.09.1938, Qupperneq 20
18 ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM ið 1750 Ólaf nokkurn Þorláksson í 6 ára þrælkunar- vinnu í Kaupmannahöfn fyrir lausamennsku, en ár- ið eftir reið Bjarni með Ólaf til alþingis til þess að dómurinn yrði staðfestur. Þar vildu menn ekki taka eins hart á afbroti hans og linuðu refsinguna, svo að hann var látinn sleppa með tveggja ára þrælkun í tukthúsinu í Höfn. Ekkert hafði nú þessi maður annað til unnið en það, að hann hafði ekki verið vistráðið hjú í 2 ár, en það nægði til þess að verða tukthúslimur í þá daga. — Þegar Bjarni var orðinn sjötugur, var hann orðinn svo þungfær og stirður, að hann hætti að klæðast og lagðist í kör. Var hann þá elztur allra sýslumanna hér á landi og talinn mikilhæfastur þeirra. Hann gat ekki hagrætt sér eða snúið í rúminu á nóttunni vegna fitu. Þess vegna hafði hann litla bjöllu með streng í yfir rúmi sínu og hringdi óspart, ef hann vildi fá þjónustu sína til að hagræða sér; var þá betra að vera fljótur til að gegna, því að annars voru ónot og jafnvel hirting vís. — Bjarni var í embættum samfleytt hálfa öld, og er það langur embættistími, 5 ár skólameistari í Skál- holti og 45 ár sýslumaður Húnvetninga, en hann var líka hraustur maður með afbrigðum. Alla sýslu- mannstíð sína átti hann í deilum og erjum, og er það allslítandi. Þó var talsvert eftir af Bjarna, þegar hann var lagztur í kör, því að þá hélt hann áfram að stjórna búi sínu og sagði fyrir um allt á heimilinu. — Það var rétt fyrir jólin 1772, að Bjarni varð veik- ur; annars var honum ekki kvillasamt um dagana. Einn dag var ráðskona hans að hagræða honum í sænginni og sagði þá eitthvað á þá leið, að nú héldi hún að guð mundi bráðum fara að taka sýslumann-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Gríma

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.