Gríma - 01.09.1938, Side 30

Gríma - 01.09.1938, Side 30
28 SÝSLUMANNSHJÓNIN Á FELLI Á meðan Eyvindur var í haldinu á Felli, lét Ástríð- ur hann vinna margt fyrir sig, og ekki var þar ófrelsið meira en svo, að sagt var að Eyvindur brygði sér þaðan suður að Melum í Hrútafirði og stæli þar peningum frá Jóni lögréttumanni. — Seinna var Halldór sýslumaður ásakaður fyrir að hafa gætt þessara útileguþjófa svo slælega, sektaður með lög- mannsdómi um 60 lóð silfurs og vikið frá embætti, en hann sigldi svo til Hafnar í málum sínum. Þax vann hann þau og fékk sýsluna aftur. — Margar og kátlegar sögur eru til um sambúð sýslu- mannshjónanna á Felli, sem var afar einkennileg, en þar var mest kennt um, hve þau voru ólík, því að frúin var stirðlynd, skaphörð og sink, en hann var aftur á móti að jafnaði gæflyndur, friðsamur og ör á fé. — Eitt sinn höfðu hjónin orðið missátt og voru þá í einni sæng, en það stríð endaði þannig, að sýslu- maður sagðist skilja við frúna og hljóp upp úr rúm- inu á nærklæðunum. Það var kalt í veðri og frost, svo að honum kólnaði brátt af því að vera að strípl- ast, kom því von bráðar inn aftur og vildi þá skríða undir sængina til frúarinnar í hlýjuna, en hún var óblíð og spurði, hver þar væri kominn. Sýslumaður svaraði: „Andsk.... þinn!“ Þá sagði Ástríður: „Er kaldur, en kemur þó úr eldinum!“ En um leið benti hún honum að koma upp í, og það gjörði hann. — Hinn mikli sýslumaður Dalamanna, Magnús Ket- ilsson, var einu sinni á ferð norður á Ströndum, og bauð Halldór sýslumaður honum heim að Felli, en þá stóð nú ekki sem bezt í bælið hjá frúnni. — Halldór bað konu sína að bera á borð þann mat, er hæfði hinum tigna gesti, en Ástríður kom þá seint

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.