Gríma - 01.09.1938, Síða 30

Gríma - 01.09.1938, Síða 30
28 SÝSLUMANNSHJÓNIN Á FELLI Á meðan Eyvindur var í haldinu á Felli, lét Ástríð- ur hann vinna margt fyrir sig, og ekki var þar ófrelsið meira en svo, að sagt var að Eyvindur brygði sér þaðan suður að Melum í Hrútafirði og stæli þar peningum frá Jóni lögréttumanni. — Seinna var Halldór sýslumaður ásakaður fyrir að hafa gætt þessara útileguþjófa svo slælega, sektaður með lög- mannsdómi um 60 lóð silfurs og vikið frá embætti, en hann sigldi svo til Hafnar í málum sínum. Þax vann hann þau og fékk sýsluna aftur. — Margar og kátlegar sögur eru til um sambúð sýslu- mannshjónanna á Felli, sem var afar einkennileg, en þar var mest kennt um, hve þau voru ólík, því að frúin var stirðlynd, skaphörð og sink, en hann var aftur á móti að jafnaði gæflyndur, friðsamur og ör á fé. — Eitt sinn höfðu hjónin orðið missátt og voru þá í einni sæng, en það stríð endaði þannig, að sýslu- maður sagðist skilja við frúna og hljóp upp úr rúm- inu á nærklæðunum. Það var kalt í veðri og frost, svo að honum kólnaði brátt af því að vera að strípl- ast, kom því von bráðar inn aftur og vildi þá skríða undir sængina til frúarinnar í hlýjuna, en hún var óblíð og spurði, hver þar væri kominn. Sýslumaður svaraði: „Andsk.... þinn!“ Þá sagði Ástríður: „Er kaldur, en kemur þó úr eldinum!“ En um leið benti hún honum að koma upp í, og það gjörði hann. — Hinn mikli sýslumaður Dalamanna, Magnús Ket- ilsson, var einu sinni á ferð norður á Ströndum, og bauð Halldór sýslumaður honum heim að Felli, en þá stóð nú ekki sem bezt í bælið hjá frúnni. — Halldór bað konu sína að bera á borð þann mat, er hæfði hinum tigna gesti, en Ástríður kom þá seint
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.