Gríma - 01.09.1938, Page 36

Gríma - 01.09.1938, Page 36
3. Reynistaðarbrenna. [Handrit Oskars Clausens sagnaritara]. Halldór Brynjólfsson var biskup á Hólum 1746— 1752. Kona hans var Þóra dóttir Björns prófasts í Görðum á Álftanesi. Halldór biskup hafði orðið mjög veikur á árinu 1752, fengið meinsemd í munninn og tunguna, sem eflaust hefur verið krabbamein. Hann fór því utan um haustið sér til lækninga, en dó á út- leið á Eyrarsundi. — Hann var jarðaður með mikilli viðhöfn frá Frúarkirkju. — Eftir dauða biskups afhenti frú Þóra Hólastað í hendur eftirmanns hans, Gísla biskups Magnússon- ar, og flutti frá staðnum. Henni var þá veitt umboð Reynistaðarklausturs, og settist hún að á Reynistað. Það þótti nýlunda, að konu skyldi vera veitt svo umfangsmikið ábyrgðarstarf, en biskupsfrú Þóra var skörungur mikill og fórst það vel í hendi. — Hún sat hinn fornfræga stað með miklum höfðingsskap, enda var hún auðug kona. Hjá henni voru 40 manns í heimili, og alltaf hafði hún jafnmargar kýr og heimilismennirnir voru, því að hún vildi að fólki sínu liði vel. — Hjá hefðarfólki á þeim tímum var oft margt frændfólk húsbændanna og aðrir skjól- stæðingar, sem þar voru í guðsþakkarskyni, og þann- ig var það hjá biskupsfrú Þóru. — Þar voru stofu-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.