Gríma - 01.09.1938, Side 38

Gríma - 01.09.1938, Side 38
36 REYNISTAÐARBRENNA kjöt og urðu þær eldsins fyrst varar. Þær fundu reykjarsvælu og sviðalykt, en þá stóð smjörskemm- an í björtu báli. Þær hlupu nú til og vöktu menn. Það gekk illa, en tókst þó um síðir. Flestir hlupu út á nærfötunum einum, en þeir, sem kjarkmestir voru, náðu nokkru úr rúmum sínum með sér. Svo fóru allir að sækja vatn í ána, ef takast mætti að slökkva eldinn, en áin var á ís, svo að allt fór í handaskolum. Ekkert var til að brjóta með ísinn, og ekkert vatn náðist, en þá kom fát á alla. — Bærinn var nú orð- inn alelda á skammri stundu, og smjörskemman brunnin til kaldra kola. Hún fuðraði upp á örstuttri stundu með öllu, sem í henni var. Þennan vetur voru á Reynistað m. a. tveir röskir ungir menn; ann- ar var Páll, sonur Halldórs biskups, og hinn Þórður djákni Þóroddsson, heyrara Þórðarsonar á Hólum. Þeir fleygðu öllu, sem þeir áttu, út um glugga og björguðu öllu sínu, og þótti þetta snarræði, en allir aðrir misstu það, sem þeir áttu. — Þegar allir voru komnir út úr eldinum, mundu menn allt í einu eftir því, að barn hafði orðið eftir inni. Það var tökubarn, telpa, er hét Ragnheiður Vig- fúsdóttir, systir síra Sigurðar á Skeggjastöðum, og hafði hún legið í rúmi biskupsfrú Þóru. Henni varð, sem von var, mikið um þetta og hét á menn að ná barninu, ef þess væri nokkur kostur. — Guðrún dóttir Jóns smiðs á Skúfsstöðum var ein þerna bisk- upsfrúar og hljóp hún inn, sveiflaði rúmfötum utan um barnið og bar það suður í kirkjugarð til frú Þóru, sem þangað var komin ásamt fleiru af fólkinu. — Biskupsfrúin hafði tyllt sér á leiði í garðinum. Guð- rún fékk henni strangann og kvaðst ekki vita, hvað i honum væri, en þegar frú Þóra rakti hann í sundur

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.