Gríma - 01.09.1938, Page 43

Gríma - 01.09.1938, Page 43
5. Selveiðifarir á Dröngum. [Handrit Oskars Clausens sagnaritara]. Fyrir og um miðja síðastliðna öld bjó Sigurður Alexíusson á Dröngum á Ströndum. Kona hans var Guðrún Ebenesersdóttir og var hún seinni kona hans. Bræður Sigurðar voru tveir; annar var Grímur bóndi á Seljanesi, en hinn hét Alexíus. Það var hald manna, að Sigurður á Dröngum ætti mikla peninga og hefði safnað þeim lengi. Þegar fyrri kona hans dó, var Jón kammerráð á Melum i Hrútafirði sýslumaður í Strandasýslu og skipti hann þá búi hans. Þá afhenti Sigurður honum í skiptalaun svo gamla peninga, að sýslumaður þekkti þá varla, og var hann þó haldinn glöggur á mynt. Sýslumað- ur tók þó við þessum gömlu peningum, en hefur víst ekki viljað bæta þeim í safn sitt eða gengið vel að koma þeim út, því að vorið eftir beiddi hann Sigurð að útvega sér vætt af fiðri norðan frá Horni, og gjörði hann það, en þá greiddi kammerráðið með sömu peningunum. — Sigurði var þá drumbs um að taka við þeim og hafði á orði að senda sýslumanni þá aftur, en ekkert mun hafa orðið af því. — Sigurður var mesta hraustmenni og veiðikló hin mesta, enda mikið um föng þar nyrðra. Einkum er orð gjört af því, hversu hann var slingur við að

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.