Gríma - 01.09.1938, Page 48

Gríma - 01.09.1938, Page 48
46 SELVEIÐIFARIR Á DRÖNGUM engum kom til hugar, að hann þyrfti nokkurn tíma á þeim að halda. — Var nú farið að reita saman föt á karlinn hjá heimilismönnum, og lagði hver maður til flík eða spjör, þangað til karl var orðinn sæmi- lega klæddur. — Þegar Alexíus var kominn á ról, fór hann á flakk og gekk milli bæja. Fyrst flakkaði hann um síns sveit, Árneshreppinn, en svo lengdust ferðir hans og að lokum náðu þær til næstu tveggja hreppa, Nes- hrepps og Staðarsveitar, og fór hann um þessar sveitir mörg sumur. — Það var eitt sinn á síðustu árum Alexíusar, að hann kom að Kaldrananesi. Þai bjó þá Guðbrandur Sturlaugsson, er síðar var í Hvítadal, en í það skipti lét hann afar bjánalega og' masaði mikið. Á bæjarhlaðinu var hrosshaus, og tók Alexíus hann upp á broddstaf sinn, hélt honum fyrir ofan höfuð sér og sagði: „Þessu riðu þeir nú áður“. — Hlógu menn þá að honum og sögðu, að slíkt hefði ekki tíðkazt síðan í heiðni. „Þarna skjátlast ykkur“, sagði karlinn, „þetta kunni hann afi minn“. En afi Alexíusar var talinn göldróttur, eins og margir á Ströndum norður í þann tíma. — Svo gekk Alexíus frá Nesi yfir Bjarnarfjarðarháls að Kleifum til Torfa hreppstjóra Einarssonar og Önnu konu hans og beiddist þar gistingar, sem hon- um var fúslega veitt eins og öllum, er þar bar að garði. — Skömmu eftir það er Alexíus karl var kom- inn að Kleifum, bar þar annan flakkara að garði. Það var Jón, sem kallaður var Gartner, en sumir kölluðu Garðahrauk. Jón þessi, sem var sonur síra Jóns á Auðkúlu, hafði siglt og fengizt eitthvað við garðyrkju, þó að það væri ekki til neinna nytja, en hann gortaði mikið af sjálfum sér og vildi láta hafa

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.