Gríma - 01.09.1938, Page 59

Gríma - 01.09.1938, Page 59
ÓSPEKTIR ENGLENDINGA VIÐ SKJÁLFANDA 57 Síðara hluta dags kom skipherra frá borði til þess að greiða sektina og fá menn sína lausa úr prísund- inni; fylgdi honum mikill hópur skipverja af báðum skipunum. Fóru þeir allir inn til Sveins veitinga- manns, nema skipherrann, sem fór heim til Guðjóhn- sens og fékk þar hinar vinsamlegustu viðtökur. Veitti Guðjóhnsen honum óspart í staupinu og spjölluðu þeir um alla heima og geima í mesta bróðerni, enda var Guðjóhnsen ágætur enskumaður. Allt í einu spurði skipherra, hvort íslendingar séu miklir veiði- menn. Lét Guðjóhnsen lítið yfir því, en innti eftir, af hverju hann drægi það. Benti þá skipherra á þilið og allar byssurnar, sem þar héngu. Lét Guðjóhnsen sér þá verða dálítið kynlega við, þagði drykklanga stund, en þóttist svo segja skipherra í mesta trúnaði, að það stæði öðruvísi á þessum vopnabirgðum. „Hér búum við“, mælti hann, „úti á hala veraldar, og hingað slæðist alltaf öðru hvoru útlendur sjómanna- lýður; er þar misjafn sauður í mörgu fé, eins og gengur og gerist, og þá ber það stundum við, að í illt slæst með þeim og landsmönnum. Við reynum æfin- lega að reka þá af höndum okkar með hnefunum einum, en ef þeir hrökkva ekki til og við sjáum fram á það, að við verðum bornir ofurliði, þá notum við byssurnar og skjótum þá niður hvern einn einasta mann, svo að enginn kunni frá tíðindum að segja, en sökkvum skipunum. Auðvitað telja allir, að skipin hafi farizt norður í höfum með allri áhöfn, þegar ekkert fréttist til þeirra framar. — Þetta eru einu úrræðin okkar, því að hér er engin lögregla, aðeins einn sýslumaður langt úti í sveit og gagnslítið að senda til hans, þegar allt er komið í voða“. Við þessa frásögn Guðjóhnsens varð skipherra sem

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.