Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 59

Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 59
ÓSPEKTIR ENGLENDINGA VIÐ SKJÁLFANDA 57 Síðara hluta dags kom skipherra frá borði til þess að greiða sektina og fá menn sína lausa úr prísund- inni; fylgdi honum mikill hópur skipverja af báðum skipunum. Fóru þeir allir inn til Sveins veitinga- manns, nema skipherrann, sem fór heim til Guðjóhn- sens og fékk þar hinar vinsamlegustu viðtökur. Veitti Guðjóhnsen honum óspart í staupinu og spjölluðu þeir um alla heima og geima í mesta bróðerni, enda var Guðjóhnsen ágætur enskumaður. Allt í einu spurði skipherra, hvort íslendingar séu miklir veiði- menn. Lét Guðjóhnsen lítið yfir því, en innti eftir, af hverju hann drægi það. Benti þá skipherra á þilið og allar byssurnar, sem þar héngu. Lét Guðjóhnsen sér þá verða dálítið kynlega við, þagði drykklanga stund, en þóttist svo segja skipherra í mesta trúnaði, að það stæði öðruvísi á þessum vopnabirgðum. „Hér búum við“, mælti hann, „úti á hala veraldar, og hingað slæðist alltaf öðru hvoru útlendur sjómanna- lýður; er þar misjafn sauður í mörgu fé, eins og gengur og gerist, og þá ber það stundum við, að í illt slæst með þeim og landsmönnum. Við reynum æfin- lega að reka þá af höndum okkar með hnefunum einum, en ef þeir hrökkva ekki til og við sjáum fram á það, að við verðum bornir ofurliði, þá notum við byssurnar og skjótum þá niður hvern einn einasta mann, svo að enginn kunni frá tíðindum að segja, en sökkvum skipunum. Auðvitað telja allir, að skipin hafi farizt norður í höfum með allri áhöfn, þegar ekkert fréttist til þeirra framar. — Þetta eru einu úrræðin okkar, því að hér er engin lögregla, aðeins einn sýslumaður langt úti í sveit og gagnslítið að senda til hans, þegar allt er komið í voða“. Við þessa frásögn Guðjóhnsens varð skipherra sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.