Bændablaðið - 25.02.2016, Side 21

Bændablaðið - 25.02.2016, Side 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Þjóðernissinnum vex ásmegin Uppgangur þjóðernissinnahreyf- inga til hægri og vinstri í Evrópu er angi af sömu óánægjubylgju almennings gagnvart fjármála- kerfinu og ríkjandi stjórnvöldum. Þetta má sjá í miklu fylgi hins rót- tæka vinstriflokks Podemos („við getum“) í kosningum á Spáni. Hann varð næststærsti flokkurinn á þinginu í kosningum í desember síðastliðnum með 20% atkvæða. Vandræðin við stjórnarmyndun var hins vegar mörgum áhan- gendum flokksins áhyggjuefni. Í Grikklandi náði vinstriþjóðernis- sinnaflokkurinn Syriza völdum eftir mikinn kosningasigur í byrjun árs 2015. Ástæðan var fyrst og fremst óánægja almennings í kjölfar hrika- legs efnahagshruns. Árangur Syriza hefur þó ekki verið eins og margir vonuðust eftir. Í Frakklandi hefur Þjóðarfylking Marine Le Pen, Front National, náð mikilli hylli. Í Þýskalandi hefur uppgang- ur þjóðernissinnaðra afla líka verið mikill sem og í Austurríki, og Belgíu þar sem höfuðstöðvar Evrópusambandsins eru staðsettar. Í Póllandi náði hægrisinnaður flokkur völdum á síðasta ári sem er mjög andsnúinn ESB. Mikill uppgangur öfgasinnaðra þjóðernissinna í Úkraínu varð til þess að löglega kjörnum forseta var steypt þar af stóli með stuðningi ESB og Bandaríkjanna. Nokkuð sem íslensk stjórnvöld hafa síðan stutt, m.a. með þátttöku í viðskipta- banni þessara þjóða gegn Rússum. Ungliðahreyfingar þjóðern- issinna hafa líka verið að sækja í sig veðrið víða í Evrópulöndum á liðnum misserum, m.a. í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Noregi. Allt þetta á sér skýringar í vantrú almennings á fjármálakerfið og þá sem hafa stýrt því á liðnum áratug- um og misskiptingu auðs sem af þessu leiðir. Flótamannavandinn er svo eins og olía á þennan eld. Tími til kominn að vakna Í ljósi pólitísks óróleika í Evrópu og víðar hlýtur að vera fyrir löngu tímabært að íslenskir stjórnmála- menn vakni af dvalanum og fari að hlusta á vilja almennings, m.a. um afnám verðtryggingar. Þar hafa Píratar nánast verið einir um að svara ákalli almennings um úrbæt- ur. Þeir hafa ekki einu sinni þurft að hafa fyrir því að útskýra hvernig þeir hyggist fara að því að umbylta kerfinu til hagsbóta fyrir almenning. Það kveikti því vissulega vonar- neista þegar þingmennirnir 11 úr ólíkum flokkum komu loks fram með sína tillögu á dögunum um skipun þingmannanefndar til að skoða málið. Spurningin er bara hvort það skilar einhverju sem getur vakið tiltrú fólks á að Alþingi sé ekki algjörlega máttvana í þessum efnum. Hvort þingmenn hafi þor og getu til að stöðva botnlausa fram- leiðslu innistæðulausra platpeninga í bankakerfinu. Þar sem bankastjór- ar úti í bæ fá að framleiða upplogna mynt út á væntingar um innkomu við framtíðargreiðslu lána. Þetta er fyllilega sambærilegur gerningur og útgáfa á innistæðulausum ávísunum hér áður fyrr. Sú útgáfa var samt ekkert nærri því eins stórtæk og stór- framleiðsla bankanna á verðlausum ímyndarkrónum. Það sem meira er, rafrænu peningar bankanna eru ekki einu sinni úr áþreifanlegu efni. Það voru þó gúmítékkarnir góðu. Vatnagörðum 24 - 26 • Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is Snjómokstur er erfitt og tímafrekt verk. Það er þess vegna sem Honda hefur eytt yfir 30 árum í að hanna og þróa hágæða snjó- blásara sem standast mikið álag. Með afkastagetu allt frá 29 - 140 tonnum af snjó á klukkustund, þá finnur þú hágæða Honda snjóblásara sem hæfir þinu verki. Í fjölbreyttri vörulínu Honda er að finna margar nýjar og framúrskarandi eiginleika auk einkaleyfisbundna tækni, sem gerir þér kleyft að hreinsa snjó á eins einfaldan, hagkvæman og skilvirkan máta og mögulegt er. Rétt eins og allar vörur frá Honda eru snjóblásararnir hannaðir á mjög umhverfisvænan máta og þar af leyðandi eru þeir eyðslu- grannir, lág útblástursgildi og hljóðlátir. Honda snjóblásrara eru gerðir til að hreinsa mikið magn af snjó á sem léttastan máta. Fánasmiðjan ehf. Ísafirði óskar eftir að ráða starfsmann til framleiðslu á fánum, límmiðum og fleiri skyldum vörum. Um er að ræða fjölbreytt starf og nauðsynlegt að umsækjandi sé metnaðarfullur og geti unnið sjálfstætt. Skilyrði er að umsækjandi hafi sæmilega tölvukunnáttu og góða þjónustulund. Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu í silkiprentun, aðeins áhuga á að læra og þor til að prófa sig áfram. STARFSKRAFTUR ÓSKAST Aðrar hæfniskröfur : Metnaður - Frumkvæði - Stundvísi - Geta til að vinna sjálfstætt Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Fánasmiðjunnar í síma: 577 2020 fyrir 1.mars Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 10. mars RAUNVERULEGUR SPARNAÐUR VARMADÆLUR ALLT ÁRIÐ YFIR 10 ÁRA REYNSLA VIÐ ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR OG HUNDRUÐ ÁNÆGÐRA NOTE SEGIR ALLT SEM SEGJA ÞARF. FJÖLBREYTTIR HITUNARMÖGULEIKAR: Loft í loft Loft í v atn Vatn í vatn NDA FUJITSU LTCN LOFT Í LOFT VARMADÆLAN: Best í prófun hjá SP í Svíþjóð WWW.GASTEC . IS – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 760 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 Bordýpt 15 sm HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.