Bændablaðið - 25.02.2016, Page 27

Bændablaðið - 25.02.2016, Page 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 tekið út í vörum sem Kaupfélagið seldi. Sjaldnast sáu bændur aura út úr þeim viðskiptum. Til að komast framhjá þessu valdi Kaupfélagsins, ræktaði pabbi t.d. rófur sem hann seldi sjálfur og fékk peninga í staðinn. Fljótlega fóru foreldrar mínir að sjá að það var markaður til að gera ýmislegt og það umbunaði mönnum þegar vel tókst til. Þau veðjuðu því fljótt á að hella sér út í ferðaþjónustuna og hér hefur ekki verið hefðbundinn búskapur síðan 1986.“ Tók við kyndlinum án þess að kunna að sjóða egg „Fljótlega myndaðist hefð á hvern- ig við ætluðum gera þetta og það fór í þann farveg að við myndum vera svolítið við sjálf í þjónustunni við ferðamenn. Svo tók ég bara við kyndlinum fyrir tíu árum síðan og held áfram með sama þemað.“ − Hefur þú ekki verið að kokka víðar? „Nei, bara hér. Það er algengur misskilningur að fólk haldi að ég sé kokkur. Málið er að ég er bara sveitavargur með meirapróf og vinnuvélaréttindi. Á ákveðnum tímapunkti hætti ég því og fór inn í eldhúsið til að hjálpa mömmu. Þá kunni ég eiginlega ekki að sjóða egg hvað þá meira. Ég fann strax að það átti mjög vel við mig að stússast í matnum. Ég fékk mikinn áhuga á þessu. Það er líka spennandi að vera að vinna í eldhúsi og prófa eitthvað nýtt sem virkar vel á gestina. Þetta er svo einstaklega gefandi starf og í raun mjög spennandi ef maður lætur ekki einhver afturhaldsviðhorf takmarka sig.“ Galdurinn er gott hráefni „Að vera með gott hráefni og leika sér með það er einstakt. Hér um slóð- ir er mjög auðvelt að verða sér úti um gott hráefni. Fiskur er hér allt í kring, enda erum við mest í fiski hér á veitingastaðnum. Það var því ekki hægt annað en að fá áhuga á þessu og gera hlutina eins vel og hægt er. Það kostar alveg jafn mikið að útbúa góðan mat og vondan. Á bak við það er jafn mikil vinna. Ef maður nær hins vegar að gera matinn góðan þannig að allir verði saddir og kátir, þá verður vinnan miklu léttari, í stað þess að þurfa sífellt að vera að afsaka sig eða að taka á móti kvörtunum,“ segir Keli. Matarþekkingin frá mömmu „Áður en ég keypti reksturinn af foreldrum mínum var ég búinn að vera að vinna í þó nokkur ár í eld- húsinu og öðru sem til féll. Ég lærði þar af mömmu, besta kokki í heimi. Þaðan er öll mín matarþekking komin. Þegar maður er svo að reka veitingastað í nútímanum er maður að sjálfsögðu með kokka og annað starfsfólk. Það er þó ekki hægt að gera þetta nema að vera með dálitla dellu fyrir þessu sjálfur. Maður er fyrirfram ekki mjög mótaður af skoðunum um hvað sé fínt eða gott, háklassi eða lágklassi. Maður er ekki rammaður inn í fyrir- fram mótaðan kassa. Kannski er það vegna þess að maður er ekki með neina skólamenntun í þessu fagi. Ef maturinn virkar vel þá er hann góður. Í skólum er aftur á móti alltaf til- hneiging til að leggja áherslu á eitt- hvað sem þykir eða þótti fínt. Ég hef aldrei verið mjög upptekinn af slíku og hvað þykir fínt eða ekki fínt. Það á við allt sem ég geri. Arfleifðin frá frumkvöðlunum sem ég byggi á er voðalega mikið sú að þegar fólk var að byrja í þessari ferðaþjónustu á Íslandi, þá vissi enginn neitt hvernig átti í raun að gera þetta eða hvert þetta ætti að þróast. Fólk þurfti því svolítið að finna út úr því sjálft. Reynslan hefur síðan kennt okkur að átta okkur á hvað útlendingar sem hingað eru að koma vilja sjá og upp- lifa. Að mínu viti virkar þar best það sem stendur okkar hjarta næst. Fólk er forvitið um okkur og þá skiptir máli að vera bara við sjálf. Maður þarf svo sem að vita eitt og annað. Þekkja í sundur léttvíns- þrúgurnar og því um líkt. Það er samt engin ástæða til að þykjast vera eitt- hvað sem maður er ekki eða sé með þetta eins og á fínum stað í Ölpunum, Bandaríkjunum, Japan eða Kína. Við tökum bara íslenska snúninginn á þetta. Útlendingar eru ekki að koma til Íslands til að sjá hvernig menn hafa það í Ölpunum. Verum óhrædd við að vera við sjálf „Mér finnst að menn séu oft of hræddir við að vera þeir sjálfir í þessum bransa. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir það sem við erum. Við hér í Langaholti vinnum nokkurn veginn eftir einni megin- reglu; ef manni sjálfum finnst hlutirnir góðir, þá virka þeir. Þegar nýir kokkar koma og spyrja mann Að mati Kela þarf að leggja sálina í matargerðina til að vel takist til. Það kosti nefnilega alveg jafn mikið að útbúa góðan mat og vondan. Á bak við það sé líka jafn mikil vinna. „Það er algengur misskilningur að fólk haldi að ég sé kokkur. Málið er að ég er bara sveitavargur með meirapróf og vinnuvélaréttindi. Á ákveðnum tíma- punkti hætti ég því og fór inn í eldhúsið til að hjálpa mömmu. Þá kunni ég eiginlega ekki að sjóða egg hvað þá meira.“

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.