Bændablaðið - 25.02.2016, Side 38

Bændablaðið - 25.02.2016, Side 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Þegar horfið var frá því á sínum tíma að auglýsa sérstaklega komandi útflutning íslenskra kynbótahrossa var stórt skref stigið í átt til nær algers frjáls- ræðis íslenskra hrossaræktenda í sölumálum. Augljós afleiðing þessarar ákvörðunar var að Íslendingar ætluðu óhræddir að keppa á frjálsum samkeppnis- -grundvelli við aðrar þjóðir sem rækta íslenska hestinn; hvað sem liði einstefnuflæði erfðaefnis frá upprunalandinu. Árangur í harðri samkeppni ræðst af því hvort varan/þjónustan er betri, traustari eða ódýrari en það sem samkeppnisaðilar geta falboð- ið. Íslenskir hrossaræktendur geta kannski hvað síst keppt í því að vera ódýrari, enda fellur sami kostnaður á gæðinginn, frístundahestinn og ræktunargripinn þegar kemur að flutningi til annarra landa og álfa. Þó má vera að t.d. kostnaður við uppeldi gripa sé hvað minnstur, eða reiknaður hvað minnstur hérlendis miðað við nágrannalöndin? Hvaða tromp eigum við þá í erminni þegar þessu sleppir og árangur á að nást? Trompin verða að vera betri hross, betur unnin og tamin, meiri gæði – meira traust og trúverðugleiki. Fagmennska og heilindi ofar hverri kröfu. Sérstaða í gæðum, metnaði og þjónustu við kaupendahópinn. Væri snjallt að ...? Einn liður í því að auka á gæðin, auka á öryggi þeirrar vöru sem frá landinu fer, væri að taka DNA- stroksýni úr öllum hrossum á útleið, til staðfestingar á ætterni. Árið 2015 voru útflutt hross alls 1.360 (661 hryssa, 466 geldingar og 233 stóð- hestar). Í þessum 1.360 hrossa hópi voru 430 hross þegar með DNA- arfgerðargreiningu, eða rétt um 32%. Spurningin snýst í grunninn um kostnað; hvers virði er trúverðugleiki og öryggi? Miðað við núverandi kostnað við vinnslu sýna á Íslandi þá væri greiningarkostnaður fyrir öll útflutt hross ársins 2015 rétt um 11,5 milljónir króna, á 1.360 greind sýni. Greining á einu stroksýni kostar nú kr 8.432,- hjá þekkingarfyrirtækinu Matís. Það er strípuð greining og án tillits til kostnaðar við sýnatökuna sjálfa; vinnutíma og komugjalds. Ef sýni er tekið af starfsmanni RML þá má nálgast verðskrá fyr- irtækisins á heimasíðu þess, rml.is: http://www.rml.is/static/files/RML- verdskra/2016/verdskra-2016-net. pdf Ætti eitt yfir öll hross að ganga? Kaupandinn sem leitar að blóð- línu til að byggja undir sína rækt- un vill klárlega vera viss um að fá rétt erfðaefni en ekki eitthvað allt annað. Kaupandanum sem finnur draumahestinn sinn í geldingi er kannski nokk sama hvað stendur á bak við hann og sama má líkast til segja um kaupandann sem vill og finnur litfagurt folald. En þar með er ekki öll sagan sögð. Þegar keppnis- árangur bætist við undirstöður kyn- bótaspárinnar (BLUP) þá verður að líkindum ekki síður mikilsvert að keppandi geldingar séu rétt ættfærðir eins og dæmd kynbótahross. Sérstaða okkar sem seljenda er sem kunnugt er að hér er ekki um nein vöruskil að ræða. Útflutt hross kemur ekki heim. DNA-staðfesting á réttum grip myndi ekki aðeins verja erlendan kaupanda gegn mistökum heldur ræktandann líka. Fátíð en vel þekkt folalda- víxl hjá hryssum er dæmi um mál sem erfitt er að verjast, nema með DNA-greiningu. Hross hafa verið flutt út sem aldrei hefði hvarflað að íslenskum ræktendum að láta frá sér ef sannleikurinn hefði komið í ljós fyrir útflutning. Orsakir sjaldgæfra „útflutningsslysa“ geta verið marg- þættar en pattstaðan sem kemur upp milli kaupanda og seljanda getur verið erfið og ekki eftirsóknarverð fyrir neinn. Tæknin og möguleik- arnir eru fyrir hendi til að losna alveg við þessar uppákomur. Hér vegast á kostnaður og ávinningur, kostnaður sem nemur svo sem einni járningu á lífsleið hvers hests. Spennandi tímar Það styttist óðum í landsmótsvor og eftirvæntingin eftir því að sjá hvað ræktendur koma fram með eykst hröðum skrefum. Farseðill kynbótahrossa á landsmót er bar- átta við einkunnakommur til eða frá, á því verður engin breyting frá því sem áður hefur verið. Nú verð- ur málum hins vegar þannig fyrir komið að sem næst fastur fjöldi hrossa, í hverjum aldursflokki kynbótahrossa, kemur til dóms á Hólum. Nánar um það hér: http:// www.rml.is/is/bufjarraekt/hrossa- raekt/kynbotasyningar/val-kynbota- hrossa . Nú er í burðarliðnum afar jákvætt og metnaðarfullt átak í markaðs- setningu íslenska hestsins, sjá hér: http://www.islandsstofa.is/frettir/ markadsverkefni-um-islenska-hest- inn-til-naestu-fjogurra-ara/662/ . Á komandi landsmóti á Hólum vilj- um við helst af öllu geta sagt kinn- roðalaust, kannski með agnarögn af sárasaklausum þjóðrembingi og stolti upprunalandsins, að hér séu bestu hrossin og gullæð erfða-efn- isins. Hér séu góðir og sanngjarnir reiðmenn, hestamenn sem kunna að sækja og höndla afköst og vinnu- gleði – en þó þannig að aldrei sé krafið umfram getu, þjálfun eða þroska hrossa; aldrei til skaða. Stóraukin tíðni endursýninga sömu gripa hefur jafnan fylgt kyn- bótasýningum á landsmótsvorum. Engin ástæða er til annars en ætla að svipað verði upp á teningnum nú. Íþróttaiðkendur hjá Knattspyrnu- félaginu Val, að Hlíðarenda í Reykjavík, hafa einkunnarorð stofnanda félagsins, Friðriks Friðrikssonar, í heiðri: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði“. Þessi hugsun mætti gjarna einkenna allt sýningahald ársins 2016 og um alla framtíð. Hvað gætum við gert næst? Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Pétur Halldórsson Ráðunautur hjá RML petur@bondi.is Villa á ungnautaspjaldi 14074-14088 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Guðmundur Jóhannsson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt mundi@rml.is Á ungnautaspjaldi fyrir naut nr. 14074-14088 slæddust því miður inn meinlegar villur. Fyrir það fyrsta birtist röng mynd við Grunda 14088 sem er ekki af honum heldur Trompási 14070. Rétt mynd af Grunda fylgir hér með. Þá er kynbótamat móður Grunda, Sif 1497, ekki rétt á spjaldinu og fylgir hér hið rétta mat. Beðist er velvirðingar á þess- um villum. Á nautaskra.net er að finna pdf-skjal með þessu sama spjaldi og þar eru þessar upplýs- ingar réttar. Grundi. Hinn kunni sjónvarpskokkur Rick Stein var á Íslandi: Heimsótti Bjarteyjarsand og smakkaði þorramat Rick Stein, einn kunnasti sjón- varpskokkur Breta, var hér á landi í byrjun mánaðar- ins og heimsótti áhugaverða veitingastaði í Reykjavík; meðal annars Gló, Mat og drykk og Dill – auk þess að heilsa upp á bændurna á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd. Stein var hér við upptökur fyrir nýja sjónvarps- þáttaröð, en einn liður í henni er einmitt íslensk matarmenning. Arnheiður Hjörleifsdóttir, ferða- þjónustu- og sauðfjárbóndi með meiru, á Bjarteyjarsandi, segir að BBC hafi fyrst haft samband við þau í kringum mánaðamótin október - nóvember. „Við höfum áður tekið þátt í svipuðum verkefnum og það hefur yfirleitt bara verið mjög skemmtilegt – svo við slógum til,“ segir Arnheiður. Í framhaldinu og til að undirbúa tökur og fleira, komu hingað tvær konur frá BBC í lok árs og áttu fund með okkur. Þá voru línurnar lagðar og svo vorum við í nánum tölvupóstsamskiptum þar til að tökudegi kom núna í febrúar.“ Hafði áhuga á að heimsækja íslenskt sauðfjárbú „Rick Stein hafði mikinn áhuga á því að heimsækja íslenskt sauðfjárbú og kynna sér starfsemina en einnig að fá að upplifa tvennt í tengslum við matreiðslu og íslenskar matarhefðir hér hjá okkur. Annars vegar vildu þau að við myndum hægelda fyrir þau íslenskt lambalæri sem hafði legið í okkar frægu bláberjamarineringu í nokkra daga fyrir eldun. Hins vegar lang- aði hann að taka þátt í fjölskyldu- þorrablóti. Þetta var því dagskráin þegar hann heimsótti okkur á Bjarteyjarsandi, hann fór líka í fjárhúsin, reykkofann og í fjöruna.“ Að sögn Arnheiðar gengu tökurnar vel og var þetta ánægju- legur dagur. Það eina sem setti strik í reikninginn var veðrið sem ekki var upp á sitt besta. Stein, sem einnig er vinsæll og afkastamikill höfundur matreiðslu- bóka, hefur staðið að sjónvarpsþátta- gerð allt frá 1985 og fylla sjónvarps- þáttaraðirnar hans rúmlega þrjá tugi. Áætlað er að BBC Two taki þátta- röðina með Íslandsheimsókninni til sýningar í vor – Arnheiður telur lík- legt að það verði í apríl-maí. /smh Vel fór á með þeim Rick Stein og Arnheiði Hjörleifsdóttur þegar sjónvarps- kokkurinn kunni heimsótti Bjarteyjarsand. Myndir / úr einkasafni Það er að ýmsu að hyggja þegar tekinn er upp sjónvarpsþáttur. Þórdís Þórisdóttir, sem er búsett á Bjarteyjarsandi ásamt manni sín- um, Guðjóni Jónassyni og börnum, hugar að sviðahausunum fyrir þorra- veisluna. Sigríður Inga Björnsdóttir, móðir Arn- heiðar, þykir sjálf meistarakokkur, auk þess að vera ullarvinnslukona.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.