Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Helstu nytjadýr heimsins Hænsni – stærsti fuglastofninn í heimi Áætluð heimsframleiðsla á kjúklingakjöti árið 2015 er rúmlega hundrað milljón tonn og samkvæmt einni áætlun verpa hænur heimsins 1,1 trilljón eggjum á ári. Rómverjar töldu hænsn vera spádómsfugla og fólk klæðir sig upp þegar því er boðið í hanastél. Ómögulegt er að gera sér grein fyrir því hversu mörg hænsni finnast í heiminum. Áætlaður fjöldi þeirra er allt frá því að teljast þrjár hænur á mann eða rúmlega 22 miljarðar, miðað við 7,4 milljarða af fólki, upp í 50 milljarða. Af húsdýrum í heimin- um er fjöldi hænsnfugla langmestur og hænsni eru stærsti fuglastofninn í heimi. Kjötframleiðsla Heimsframleiðsla kjúklingakjöts árið 2015 er áætluð rúm 100 millj- ón tonn. Mest var framleiðsla í Bandaríkjunum, rúm 18,3 milljón tonn og næstmest í Brasilíu, tæp 13,5 milljón tonn. Í Kína, sem er í þriðja sæti yfir stærstu framleiðend- ur kjúklingakjöts í heiminum, nam framleiðslan 13,1 milljón tonna. Sameiginleg framleiðsla í löndum Evrópusambandsins var rúm 10,8 milljón tonn og á Indlandi var hún um 4,2 milljón tonn árið 2015. Lönd í sjötta til tíunda sæti voru Rússland, Mexíkó, Argentína, Tyrkland og Taíland, þar sem framleiðslan var frá rúmlega 3,6 milljón tonn niður í rúmlega 1,6 milljón tonn. Brasilía er stærsti útflytjandi kjúklingakjöts í heiminum og flytur út tæplega 3,9 milljón tonn, Bandaríkin eru í öðru sæti með útflutning upp á rúm 3,2 milljón tonn, samanlagt flytja lönd Evrópusambandsins út rétt tæp 1,2 milljón tonn. Því næst koma Kína og Taíland með 377 og 360 þúsund tonn. Japan er stærsti innflytjandi kjúklingakjöts, um 875 þúsund tonn á ári, Sádi-Arabía er annar stærsti innflytjandinn með 850 þúsund tonn og Mexíkó er þriðji stærsti innflytj- andi kjúklingakjöts í heiminum, 770 þúsund tonn. Því næst koma lönd Evrópusambandsins undir einum hatti með 720 þúsund tonn og Írak sem flytur inn rúm 700 þúsund tonn af kjúklingakjöti á ári. Framleiðsla á kjúklingakjöti á Íslandi árið 2015 var tæp 7, 7 þúsund tonn og sama ár voru flutt til landsins 560 tonn af frystu kjúklingakjöti en í þeirri tölu er ekki talið kjúklingakjöt sem flutt er inn í unninni kjötvöru og tilbúnum réttum. Eggjaframleiðsla Hænur verpa eggjum sem eru gríðar- lega mikilvæg fæða um allan heim. Egg eru gerð úr skurn sem er yst. Undir skurninu er himna sem kallast skjall. Innan við skjallið er hvíta og í henni rauða. Hænur hefja varp fjór- um mánuðum eftir að þær klekjast úr eggi. Áætlaður fjöldi varphæna í heim- inum er tæplega 5 milljarður. Mestur er fjöldi þeirra í Kína, tæplega einn milljarður, næstflestar varphænur finnast í Bandaríkjunum, um 300 milljón, um 290 milljón í löndum Evrópusambandsins, 133 milljón á Indlandi og 115 milljón varppúddur eru sagðar vera í Mexíkó. Framleiðsla á eggjum á Íslandi árið 2014 var 3.617 tonn. Þýskaland flytur inn mest af eggjum en Bandaríkin eru stærsti útflytjandinn. Íbúar í Mexíkó neyta allra þjóða mest af eggjum eða um 321 egg á mann á ári. Næstmest er neyslan í Bandaríkjunum, 255, Frakkar borða tæp 250 egg á mann á ári, Portúgalar 186 og Indverjar 40. Framræktaðar varphænur geta orpið hátt í 300 eggjum á ári. Samkvæmt einni áætlun verpa hænur heimsins 1,1 trilljón eggjum á ári. Trilljón er einn með tólf núllum á eftir. Auk þess sem hænsni gefa af sér kjöt og egg eru fjaðrirnar notaðar í sessur og sængur og þurrkaður hænsnaskítur er góður áburður. Hænsn eru skyld grameðlum Rannsóknir á þróun fugla sýna að þeir eru skyldir forneðlum. Samanburður á erfðaefni sýnir tals- verðan skyldleika hænsna og gram- eðlna, eða Tyrannosaurus Rex, sem dóu út fyrir 68 milljón árum. Tannlausar alætur Hænsni eru hópdýr og teljast vera miðlungs eða stórir fuglar, 1,5 til 2 kíló að þyngd. Vængir þeirra eru litlir miðað við stærð búksins og hænsni eru ófleyg. Fái hænur í hópum að unga út eggjum skiptast þær á að sitja á og ala ungana upp í sameiningu. Útungunartími frjórra hænueggja er 21 dagur. Goggunarröð í hænsnahópum er mikil og dýr ofar í goggunarröðinni hafa forgang að æti. Finni ríkjandi hani fæðu kallar hann oft á hænurn- ar sínar og leyfir þeim að éta fyrst. Hænur sýna sömu hegðun gagnvart ungum. Valdabarátta lausagöngu hæna í eldi þar sem pláss er takmarkað getur leitt til kannibalisma innan hópa. Þegar hanar stíga í vængi við hænur dansa þeir tignarlegan dans hjá eða í kringum hænuna þar sem þeir sýna og lækka vængina frammi fyrir henni. Í náttúrunni róta hænsn eftir fæðu á jörðinni. Þau eru tannlausar alætur sem aðallega lifa á fræjum og smá- dýrum. Hænsn gleypa matinn heilan með goggnum og þaðan fer hann í svonefndan sarp þar sem fæðan mýkist. Melting fæðunnar á sér stað í þremur stigum. Úr sarpinum fer fæðan í kirtilmaga þar sem eiginleg melting hans á sér stað og að lokum er hann mulinn í fóarninu. Karldýr hænsna kallast hanar, kvendýrin hænur og ungarnir Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Í náttúrunni róta hænsn eftir fæðu á jörðinni. Þau eru tannlausar alætur sem aðallega lifa á fræjum og smádýrum. Samanburður á erfðaefni sýnir talsverðan skyldleika hænsna og grameðlna, eða Tyrannosaurus Rex, sem dóu út fyrir 68 milljón árum. Íslenska landnámshænan. Að vera eins og reytt hæna á vel við í þessu tilfelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.