Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 FRÉTTIR Bændasamtök Íslands: Ábendingar um fjallskil Eftir dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Vesturlands þann 4. júlí sl. (mál nr. E-15/2016), er sneri að álagningu fjallskilakostnaðar, hófu Bændasamtök Íslands vinnu að samantekt um framkvæmd og álagningu fjallskila samkvæmt lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986, með síðari breytingum (hér eftir fjallskilalög). Litið var til úrlausna dómstóla og álits umboðsmanns Alþingis í málum þar sem reynt hafði á lögmæti álagningarinnar. Samkvæmt þeim úrlausnum er algengt að menn greini á um hvenær aðili teljist fjallskilaskyldur skv. fyrri málslið 42. gr. laganna en einnig í hvaða tilvikum sé heimilt að leggja á landverð jarða skv. síðari málslið sama ákvæðis. Auk túlkunar á niðurstöðum í þeim málum sem liggja fyrir töldu Bændasamtökin brýnt að horfa til framkvæmdar fjallskila við breytilegar aðstæður í samræmi við ákvæði fjallskilalaga og gildandi fjallskilasamþykkta um land allt sem eru nú 16 að tölu. Eru þau ákvæði að mati samtakanna skýr að flestu leyti. Helstu áhersluatriðin úr samantekt um álagningu framkvæmd fjallskila og álagningu skv. 42. gr. fjallskilalaga verða tilgreind hér í stuttu máli: a. Fjallskilaframkvæmd tekur til smölunar og sundurdráttar alls fénaðar sem gengur á beit í heimalöndum, upprekstrarheimalöndum og afréttum, a.m.k. tvisvar á hverju hausti. Hún tekur einnig til eftirleita eftir því sem þörf krefur og aðstæður leyfa. b. Fjallskilaskyldir aðilar skv. fyrri málslið 42. gr. fjallskilalaga eru umráðamenn alls lands sem fjallskilaframkvæmd tekur til, sbr. a-lið, þ.m.t. eigendur eyðijarða og þeir sem nýta þjóðlendur til beitar. Verði t.d. vart við sauðfé á friðuðum svæðum, svo sem í landgræðslu- og skógræktargirðingum, ber að smala því saman, eigi síðar en á gangnatíma og koma því til skilaréttar eða beint til eigenda, eftir atvikum. Sama á við um girðingar sem utanaðkomandi fénaður hefur komist inn í. c. Fjallskil skulu allir fjallskilaskyldir aðilar inna af hendi. Það skal gert annað hvort með dagsverkum eða peningagreiðslum, í samræmi við álagningu sem viðkomandi sveitarstjórn eða fjallskilastjórn í umboði hennar birtir í fjallskilaseðli eða fjallskilaboði með greinilegum hætti í tæka tíð fyrir göngur og réttir á haustin. Álagningaraðilar skulu taka tillit til þess hvort fjallskilaskyldir aðilar vilja greiða fjallskil með dagsverkum eða peningum, eftir aðstæðum. Aðeins má sveitarstjórn/fjallskilastjórn undanþiggja fjallskilum, að einhverju eða öllu leyti, fénað sem gengur eingöngu í eyjum eða í gripheldum girðingum (löggirðingum) í samræmi við ákvæði girðingalaga, girðingareglugerðar, sbr. 40. gr. fjallskilalaga. d. Fjallskilum á afréttum og upp- rekstrarheimalöndum skal jafnað niður á fjallskilaskylda aðila í hlutfalli við tölu fjallskilaskylds búpenings, skv. meginreglu í fyrri málslið 42. gr. fjallskilalaga. Ákvæðið felur í sér skyldu til álagningar á fjallskilaskylda aðila. Þó er heimilt að leggja hluta fjallskilakostnaðar á landverð jarða samkvæmt fasteignamati, að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda, enda séu um það ákvæði í fjallskilasamþykkt, sbr. síðari málsliður 42. gr. fjallskilalaga. Venjulega er þetta lægra hlutfall en búpeningshlutinn. Heimilt er að leggja landverðshlutann bæði á jarðir með fjallskilaskyldan fénað og búfjárlausar jarðir, þ.m.t á eyðijarðir. e. Fjallskilasjóður skal standa straum af öllum kostnaði við framkvæmd fjallskila haust hvert, þ.e. við smölun á venjulegum gangnatíma svo og eftirleitir, vörslu safnsins þangað til réttað er og allt réttarhald auk hirðingar og flutnings fénaðar úr útréttum. Óljóst er um kostnað við vörslu og flutning ómerkinga og óskilafjár í sláturhús að kröfu Matvælastofnunar en hann hefur sums staðar fallið undir fjallskilasjóð. Einnig fellur undir fjallskilasjóð bygging og viðhald rétta þeirra sem tilgreindar eru í fjallskilasamþykktum (lögréttir), hvort sem um aðal- eða aukaréttir er að ræða, sbr. 51. og 42. gr. fjallskilalaga. Þegar um er að ræða meiriháttar framkvæmdir á borð við réttarbyggingu er sveitarstjórn því heimilt að jafna niður á fjallskilskylda aðila sérstöku gjaldi í fjallskilasjóð vegna byggingarinnar. Þess eru dæmi að a.m.k. hluti kostnaðar við réttarbyggingu hafi verið greiddur úr sveitarsjóði. f. Sveitarstjórn er heimilt að ákveða að sérstakir liðir fjallskilakostnaðar greiðist úr sveitarsjóði fremur en fjallskilasjóði, sbr. 46. gr. fjallskilalaga. Slíkt gæti t.d. átt við réttir sbr. e-lið), sbr. 51. gr. fjallskilalaga, en þó öllu frekar nýbyggingu og viðhald afréttargirðinga. Þess eru þó dæmi að slíkur kostnaður hafi verið greiddur úr fjallskilasjóði en um öflun fjár til að standa straum af kostnaði við afréttargirðingar eru ekki til skýr lagaákvæði. g. Ekki er að finna nein lagaákvæði um byggingu og viðhald gangnaskála eða leitarmannakofa sem eru víða nauðsynleg mannvirki og nátengd framkvæmd fjallskila. Eftir því sem best er vitað er algengara að slíkur kostnaður falli á fjallskilasjóð fremur en sveitarsjóð. Sums staðar hagar nú orðið þannig til að mannvirki þessi eru einnig nýtt við ferðaþjónustu og þá má reikna með að kostnaður falli að verulegu eða öllu leyti á sveitarsjóð og/eða ferðaþjónustuaðila. Ólafur Dýrmundsson Guðrún V. Steingrímsdóttir Fjallskilasjóður skal standa straum af öllum kostnaði við framkvæmd fjallskila haust hvert, þ.e. við smölun á venjulegum gangnatíma svo og eftirleitir, vörslu fénaðar úr útréttum. Í undirbúningi eru tvö rann- sóknar verkefni sem Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítala, er þátttakandi í og fjalla um útbreiðslu og ónæmi kólibaktería. Annað snýr að útbreiðslu fjölónæmra stafbaktería í dýrum, mönnum, matvælum og umhverfi á Íslandi, en hitt að útbreiðslu E. coli í dýrum, matvælum og umhverfi og hvernig og í hve miklu mæli bakterían dreifist í menn. Verkefnin eru samstarfsverkefni Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum, Matís og Matvælastofnun. Til þess að verkefnin skili tilætluðum árangri, þá þarf að fjölga sýnatökum í matvælum, dýrum og umhverfi; taka sýni meðal annars úr innfluttu og innlendu grænmeti og ávöxtum. Í dag er einkum fylgst með sýklum í alifuglum, svínum og nautgripum. Hversu mikið smitast í menn? Karl segir að verkefnið sem snýr að útbreiðslu fjölónæmra stafbaktería sé tengt Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) og kemur meðal annars í kjölfar heimsóknar á þeirra vegum þar sem bent var á þennan galla í eftirlitinu. „EFSA mun líklega styrkja verkefnið um helming en svo þarf að sækja um það fjármagn sem upp á vantar til ríkisins, þegar búið er að mynda ríkisstjórn í landinu. Í því verkefni sem snýr að útbreiðslu og dreifingu kólíbakteríunnar (E. coli), þá er ætlunin að skoða hvort og í hve miklum mæli bakterían berst í menn, með því að bera saman kólíbakteríurnar sem finnast í matvælum, dýrum og umhverfi við kólíbakteríurnar sem ræktast úr þvagfærasýkingum hjá mönnum,“ segir Karl. Sýni úr matvælum, umhverfi og dýrum „Til að flýta fyrir hefur verið sett af stað verkefni með meistaranema við Háskóla Íslands, þar sem safnað er sýnum úr grænmeti og ávöxtum í verslunum og hjá dreifingaraðilum, bæði innlendu og erlendu; til að rækta og leita sérstaklega að kólibakteríunni. Það er ætlunin að taka eins mikið af sýnum og við getum úr matvælum, umhverfi og dýrum. Safna svo þeim kólibakteríum sem við ræktum á sama tíma frá fólki með þvagfærasýkingar, en kólíbakterían er langalgengasta orsök þvagfærasýkinga og blóðsýkinga í mönnum. Til þess að skoða hvernig bakteríurnar dreifast, og sýklalyfjaónæmið þar á meðal, – þá skiptir miklu máli að rannsaka mikinn fjölda sýna. Til þess að geta borið saman kólibakteríurnar sem ræktast úr matvælum, dýrum og umhverfi við þær sem ræktast úr mönnum, þarf að gera svokallaða heilgenamengisraðgreiningu. Þá er allt gen bakteríunnar raðgreint. Raðgreina þarf alla stofnana sem ræktast, en þeir geta hlaupið á einhverjum þúsundum. Þannig má sjá hvaða stofnar finnast bæði í mönnum og dýrum – og þá hversu stór hluti. Með þessu móti er hægt að rekja það hvar viðkomandi baktería kom fyrst upp; það er greinist hún fyrst í matvælum eða í mönnum. Þetta eru auðvitað mjög flóknar rannsóknir þannig að við höfum komið á samstarfi um það við vísindamenn í George Washington University í Washingtonborg í Bandaríkjunum. Þeir hafa mikla reynslu á þessu sviði og áhuga á þessu samstarfi. Það eru nefnilega alveg einstakar aðstæður hér á landi til að fylgja þessu eftir, því markaðurinn er tiltölulega lokaður hér og íbúarnir aðeins um 340 þúsund. Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sinnir þvagræktunum á höfuðborgarsvæðinu þar sem um tveir þriðju hlutar íbúanna eru.“ Ekki hægt að undanskilja grænmeti og ávexti Að sögn Karls er ekki hægt að undanskilja í sýnatökum stóran hluta matvæla eins og grænmeti og ávexti, þegar verið sé að skoða hversu mikið af bakteríum berst í fólk. Sérstaklega ekki þar sem þessi matvæli séu gjarnan borðuð hrá. Lögformlega er ekki skylt að vakta reglulega öll fersk matvæli á Íslandi vegna hugsanlegra sjúkdómsvaldandi sýkla sem þar kunna að vera. Ekki er reglulegt eftirlit með lambakjöti, grænmeti og ávöxtum. Í Bændablaðinu 24. ágúst síðastliðinn var fjallað um sýkingarhættuna sem stafar af innfluttu fersku grænmeti. Þar kom fram að árið 2016 hafi rúmlega 13.000 tonn verið flutt til landsins og hættan á að fjölónæmir sýklar bærust til landsins væri til staðar, meðal annars vegna þess að stór hluti grænmetisins kemur frá Spáni þar sem sýklalyfjanotkun í landbúnaði er hvað mest í Evrópu samkvæmt nýlegum upplýsingum frá evrópskum eftirlitsaðilum. Karl segir að sumar af stærstu hópsýkingunum sem hafa komið upp á Íslandi hafi tengst innfluttu grænmeti. Því sé afar mikilvægt að það sé einnig rannsakað í þessu tilliti. „Við þurfum þessar upplýsingar til að geta sagt hvort og þá hversu mikið grænmeti sé mengað af kólíbakteríum, og svo hvort að líklegra sé að sýklalyfjaónæmar kólíbakteríur berist frá löndum þar sem sýklalyfjanotkun í landbúnaði er algeng. Hingað til hafa gögn skort til að hægt sé að segja til um það.“ /smh Sýkla- og veirufræði deildar Land- spítala. Mynd / HKr. Karl G. Kristinsson yfirlæknir undirbýr ný rannsóknarverkefni á útbreiðslu og ónæmi kólibaktería: Stefnt að sýnatökum úr grænmeti og ávöxtum Jólamatarmarkaður Búrsins verður haldinn í Hörpu helgina 25.–26. nóvember 2017. Þá koma bændur, sjómenn og smáframleiðendur matvæla færandi hendi með vörur sínar og sýna það besta sem þeir hafa upp á að bjóða. Jólamatar markaðurinn í Hörpu er haldinn í nafni Búrsins, ljúfmetis- og ostaverslunarinnar á Grandagarðinum í Reykjavík. Fyrsti jólamatarmarkaðurinn haldinn 10. desember 2011 Fyrsti jólamatarmarkaður Búrsins var haldinn 10. desember árið 2011 á bílaplani í Nóatúni, þar sem Búrið var fyrst til húsa. Þann 10. desember ár hvert fagnar Slow Food-hreyfingin Degi móður jarðar (Terra Madre Day). Síðustu ár hefur matarmarkaður á vegum Búrsins verið haldinn bæði í aðdraganda jóla en einnig í mars og þá oft í tengslum við matarhátíð sem hefur verið haldin í Hörpu á sama tíma. Opið verður frá 11.00 til 17.00 bæði laugardaginn 25. nóvember og sunnudaginn 26. nóvember. /smh Jólamatarmark aður Búrsins í Hörpu Frá Jólamatarmarkaðnum árið 2015. Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.