Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Við erum með margvísleg tæki. Hér er t.d. ofn sem bæði er hægt að kaldreykja og heitreykja í ásamt því að þurrka, sjóða og steikja. Þá er hér líka minni ofn sem hugsaður er fyrir þróunarvinnu og framleiðslu á prufum sem henta ekki í stóran ofn. Svo er hér farsvél, hakkavél, kjötmixer, pylsusprauta, vacum-vél og kjötsög. Svo kemur fólk með sína eigin vacum-poka og umbúðir sem það hefur gert fyrir sínar eigin framleiðsluvörur. Það þarf því ekki annað en að mæta hér með allt hráefni, umbúðir og annað sem til þarf og taka það svo til baka, pakkað og tilbúið eftir vinnslu. Líka hægt að koma með eigin tæki „Ef fólk er að vinna mjög sértæk verkefni, sem krefjast sértæks búnaðar, þá getur það komið með sín eigin tæki til að vinna slíkt. Þá er bara farið eftir vinnureglum hér á staðnum varðandi þrif og sótthreinsun á búnaði sem kemur hér inn. Þórhildur segir að í Vörusmiðjunni sé bæði frystir og kælir. Hins vegar er ekki lageraðstaða og því verður fólk að finna aðrar lausnir til að geyma vöru sem þarna er framleidd og fryst. Þórhildur segir að nýtingin hafi verið góð það sem af er. Viðskiptavinirnir hafi svo sem ekki verið margir, en sumir mjög dyggir og að vinna að fjölbreyttum verkefnum. Gefur kost á að auka virðisauka framleiðslunnar „Hér hefur t.d. verið ein sem var áður að selja beint frá býli en aðeins með því að pakka vörunni í neytendaumbúðir. Nú hafi opnast dyr til að vinna vöruna meira, þróa fleiri vöruflokka og ná meiri virðisauka út úr hráefninu. Ég tel líka mjög mikilvægt að hingað getur fólk komið og þróað og prufað hvort markaður sé fyrir þeirra framleiðsluvörur án þess að þurfa að steypa sér út í miklar fjárfestingar. Það getur þreifað á markaðnum og prófað sig áfram í húsnæðinu til að meta hversu mikið pláss þurfi undir framleiðsluna. Síðan getur viðkomandi metið hvort hann vill láta þessa aðstöðu nægja eða stíga frekari skref á eigin vegum. Við leigjum smiðjuna fyrir alla matvælaframleiðslu af hvaða toga sem er, undir kjöt, fisk, sultugerð, grænmetisvinnslu, eða hvað sem er. Þá er líka hægt að leigja aðstöðuna til að halda námskeið í matvælaframleiðslu. Félagasamtök geta líka leigt Vörusmiðjuna til að baka fyrir fjáraflanir. Þá er rýmið það vel tækjum búið að hér er hægt að undirbúa veislur. Ef fólk vill síðan framleiða sápur eða snyrtivörur úr því hráefni sem hér er að finna, þá er líka hægt að gera það. Þótt Vörusmiðjan sé staðsett hér á Norðurlandi vestra, þá getur fólk nýtt sér hana hvar sem það er statt á landinu. Hún er opin fyrir alla. Maður lætur ekki smá vegalengd stoppa sig ef maður ætlar í alvöru að gera eitthvað. Ef menn setja slíkt fyrir sig þá vil ég nú meina að mönnum sé ekki mikil alvara með það sem þeir segjast vilja gera,“ segir Þórhildur María Jónsdóttir. /HKr. Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson í Sölvanesi að pakka kjöti í eigin pakkningar. Merete Rabølle, Hrauni, að úrbeina lambakjöt. STYRKUR - ENDING - GÆÐI ELDHÚSINNRÉTTINGAR HÁGÆÐA DANSKAR OPIÐ: ÚRVAL INNRÉTTINGAVIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM VÖNDUÐ GÆÐAVARAGOTT SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.