Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Dráttarvélaframleið- andinn Steyr rekur uppruna sinn til rifflaframleiðslu og þar til fyrir skömmu líktist lógó fyrirtækisins skotskífu. Talsvert hefur verið flutt inn af Steyr dráttarvélum til Ísland. Uppruna dráttarvéla- fram leið andans Steyr má rekja til rifflafram- leiðandans Josef und Franz Werndl & Co sem var stofnsett í Ástralíu árið 1864. Skömmu fyrir aldamótin 1900 bætti fyrirtækið við sig framleiðslu á reiðhjólum og 1918 hóf Steyr framleiðslu á bifreiðum. Fyrirtækið óx hratt í fyrri heimsstyrjöldinni og var um tíma með fjórtán þúsund manns í vinnu. Árið 1924 breytti fyrirtækið nafninu í Steyr- Werke AS og tíu árum síðar sameinaðist það Austro-Daimler-Puch og kallaðist eftir það Steyr-Daimler- Puch og jók við framleiðslu sína á bílum. Vinnuafl úr útrýmingarbúðum Í seinni heimsstyrjöldinni, þegar Austurríki var undir stjórn nasista, lagði Georg Meindl, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, til að fangar í útrýmingarbúðum yrðu notaðir sem ódýrt vinnuafl fyrir Steyr við framleiðslu hergagna. Hann mun hafa verið fyrstur þýskra iðnjöfra til að leggja slíkt til og draga þannig úr framleiðslukostnaði. Tillaga Meindl var samþykkt og voru fangar fluttir í lestum milli búanna og verksmiðju Steyr undir eftirliti vopnaðra hermanna. Seinna í bréfi lagði hann til að minni fangabúðir yrðu reistar nær verksmiðjunni til að spara tíma og draga úr kostnaði við að koma föngunum í verksmiðjuna. Seinna fylgdu fyrirtæki eins og Mercedes-Benz og Man í kjölfarið og notuðu einnig fanga sem ódýrt vinnuafl við framleiðslu hergagna. Dráttarvélaframleiðsla Árið 1928 setti fyrirtækið á markað fyrsta traktorinn en framleiðsla á honum var takmörkuð þar til eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Árið 1947 tók dráttarvéla- framleiðslan verulegan kipp og árið 1965 hafði fyrirtækið framleitt 160 þúsund traktora. Dráttarvélarnar voru einfaldar í hönnun og endingargóðar, eins til tveggja strokka og 28 til 30 hestöfl. Steyr 185, sem var settur á markað 1963, var eingöngu framleiddur fyrir Austurríkismarkað og naut mikilla vinsælda þar í landi. Týpan þótti einstaklega vönduð dráttarvél og framleiddi Steyr vélina. Upp úr 1960 hóf Steyr framleiðslu á flóknari og aflmeiri dráttarvélum með Perkins dísilmótor. Týpan 760a sem kom á markað 1974 var fjögurra strokka og 66 hestöfl og ólík eldri týpum í útliti en hún var kassalaga. Um miðjan síðasta áratug síðustu aldar kynnti Steyr til leiks 9000 útgáfuna. Nýja og háþróaða gerð dráttarvél sem fáanleg yrði í fjórum gerðum. Traktorarnir voru 100 til 150 hestöfl og með glussabúnaði með níu tonna lyftigetu. Steyr hannaði sjálft túrbó-dísilmótorinn en hann var framleiddur af Valmet í Finnlandi. Yfirtökur og eignaskipti Sama ár, 1996, og fyrsta 9000 týpan sett á markað var Steyr yfirtekið af Case – International Harvester. Í dag er Steyr hluti af CNH Global sem er í eigu Fiat. /VH Steyr – logóið var skotskífa Talsverðar umræður og skörp skoðanaskipti hafa átt sér stað undanfarið innan bændastéttarinnar í Noregi eftir að afurðastöðin Nortura ákvað að flytja út kindakjöt til Afganistan. Fyrirtækinu lá töluvert á að losa sig við kjötið því það var frá árinu 2015 og erfitt var að selja það í heimalandinu svo þeir skrúfuðu niður verðið og sendu það frá sér. Vegna þessa hefur fyrirtækið fengið mikla gagnrýni á sig. Talsmenn Nortura segja að annar möguleiki hefði verið að henda kjötinu en fyrri kosturinn var valinn. Afganistan er svokallað MUL-land þar sem þróun er ekki nógu hröð og ef Nortura hefði ákveðið að „dumpa“ kjötinu eða selja það á lægra verði en undir markaðsverði þar þá hefði það getað leitt til þess að afganskir bændur og matvælaframleiðendur hefðu einnig fengið lækkun á sínum vörum. Afganar ná ekki að framleiða nóg af lamba-, nauta- og kjúklingakjöti ofan í íbúa landsins og eru þar af leiðandi háðir því að flytja inn til að brauðfæða eigið fólk. Í landinu búa 34 milljónir manna og er sauðfjárstofninn um 6 milljónir gripa. Nortura flutti til landsins 4 þúsund kindur, um 102 tonn á dögunum á markaðsvirði norsks sauðfjárkjöts á þeim tíma. Eftir þennan gjörning hefur fyrirtækið fengið á sig mikla gagnrýni vegna verðsins. Landbúnaðarráðherra Noregs, Jon Georg Dale, skarst í leikinn og kallaði forsvarsmenn fyrirtækisins inn á teppið sem harma mjög í hvaða átt málið hefur farið. /ehg Heimsmarkaðsverð á matvælum lækkaði nokkuð í október samkvæmt úttekt Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Þá voru mjólkurvörur um 27% lægri í verði, en þær voru hæstar í byrjun árs 2011. Matvælavísitala FAO var að meðaltali 176,4 stig í október og hafði þá lækkað um 1,3 stig frá því í september, en samt 2,5 stigum hærri en ári áður. Vísitalan mælir mánaðarlegar hreyfingar á fyrirfram tiltekinni matvælakörfu á heimsvísu. Lækkun vísitölunnar í síðasta mánuði er fyrsta lækkunin síðan í maí. Heldur dró úr eftirspurn eftir mjólkur- og smjörkvótum í október í takt við það að innflytjendur víða um heim héldu að sér höndum vegna væntanlegra nýrra birgða frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Staðan endurspeglar minni eftirspurn í kjölfar þess að birgðir mjólkurdufts frá Evrópusambands- löndunum hefur verið stórlækkað í verði. Vísitala jurtaolíu lækkaði einnig um 1,1 prósent frá því í september samhliða verðlækkun á pálma- og sojaolíu vegna væntinga um góða uppskeru. Þá lækkaði sykurvísitalan um 0,7%, einkum vegna veikingar á gjaldmiðli Brasilíu, sem er stærsti útflytjandi á sykri í heiminum. Þá er lækkunin líka rakin til mikillar sykurrófuuppskeru í ESB-löndunum sem og aukins útflutnings Rússa. Kjötvísitala FAO lækkaði um 0,9% í október vegna harðnandi samkeppni á meðal svínakjötsútflytjenda, samfara minnkandi eftirspurn. Verðvísitalan á kornvöru hækkaði aftur á móti í október um 0,4%. Er það einkum rakið til hækkana á hrísgrjónum og minna framboðs á hveitikvótum. Er því spáð að kornuppskeran á árinu 2017 verði meiri á heimsvísu en á metárinu 2016. Þá er því spáð að bæði framleiðsla á korni og hrísgrjónum muni vera meiri á árinu 2018 en áður hefur sést. /HKr. Umdeildur útflutningur á norsku lambakjöti til Afganistan UTAN ÚR HEIMI FAO vísitala matvælaverðs lækkaði í október Um tíu milljónir manna starfa í landbúnaði í 28 ESB-ríkjum – Um 73% þeirra starfa í sjö ríkjum sambandsins Um 10 milljónir manna störfuðu við landbúnað í ríkjum Evrópusambandsins á árinu 2015 samkvæmt tölum Eurostat. Það er um 4,4% af þeim sem störf höfðu þá í ESB-ríkjunum. Hlutfall starfandi fólks í landbúnaði í Lúxemborg, Bretlandi, Belgíu, Svíþjóð og í Þýskalandi var þá rúmlega 1%. Hlutfallið var svo 18% í Búlgaríu og 26% í Rúmeníu. Í frumatvinnugreinunum í löndum ESB var hlutfall starfandi fólks yfirleitt mjög lágt í fiskiðnaði og skógariðnaði, nema á Möltu þar sem 23,9% störfuðu við fiskveiðar og vinnslu og 5,2% á Spáni. Þá skáru nokkur lönd sig úr varðandi skógrækt og vinnslu. Þar var hlutfallið hæst í frumatvinnugreinunum í Svíþjóð, eða 40,2%. Í Slóvakíu 34,7%, Eistlandi 29,2%, Lettlandi 24,5% og 20,8% í Finnlandi. Um 72,8% af öllu starfandi fólki í landbúnaði í 28 ríkjum Evrópusambandsins var í sjö löndum, þ.e.: Rúmeníu, Póllandi, Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Búlgaríu og í Þýskalandi. Á árinu 2016 var að meðaltali rúmlega þriðjungur starfsfólks í landbúnaði konur, eða 35%. Í Austurríki var hlutur kvenna þó mestur, eða 45%. Þar á eftir kom Rúmenía með 43% hlutfall, Pólland, Grikkland og Slóvenía með 41% hvert land. Hlutur kvenna í landbúnaði var hins vegar lakastur á Írlandi, eða 12% og rétt tæp 20% í Danmörku. Nærri 60% allra þeirra sem starfa í landbúnaði í ESB-ríkjunum er á aldrinum 40 til 64 ára. Þá var 32% vinnuaflsins undir fertugu og 9% yfir 64 ára aldri. Innan Evrópusambandsins var hæsta hlutfall aldraðra yfir 64 ára aldri í landbúnaði starfandi í Portúgal, eða 42%. Á Írlandi var hlutfallið 22% og 19% í Bretlandi. Engar tölur eru frá Íslandi né Sviss í þessari samantekt ESB en aftur á móti er að finna þar tölur frá Noregi þar sem hlutfall starfa í landbúnaði af heildar vinnumarkaði er aðeins hærra en í Þýskalandi og Svíþjóð, en örlítið lægra en í Danmörku. /HKr. Meira af plastögnum á ökrum en í sjó Rannsóknir í Evrópu og Norður-Ameríku benda til að vatn úr fráveitukerfum borga nái ekki að hreinsa plastagnir úr skólpi. Talsverð umræða hefur undanfarið átt sér stað um plast og plastagnir í sjó. Nýlegar rannsóknir í Norður- Ameríku og Evrópu benda til að hreinsibúnaður í fráveitukerfum nái ekki að hreinsa plastagnir úr skólpi. Rannsóknir í Noregi og Svíþjóð sýna að hundruð þúsunda tonna af örfínum plastögnum sé dreift með endurunnu vökvunarvatni yfir akra og ræktunarland og það í meira magni en plast sem fer í sjó. Þrátt fyrir að strangar reglur gildi um magn þungmálma og ýmissa hættulegra efna í vökvunarvatni, gilda ekki neinar slíkar reglur um magn plastagna í vökvunarvatni. /VH Rannsóknir benda til að hundruð þúsunda tonna af örfínum plastögnum sé dreift með endurunnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.