Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Draumey frá Bólstað er folald sumarsins 2017 HROSS&HESTAMENNSKA Nú útnefnir Bændablaðið í þriðja sinn folald sumarsins. Þetta er leikur okkar að því að gera sögur af folöldum eða fegurð folalda fleirum kunn en bara eigendum og nánustu aðstendendum. Folöld eru heillandi dýr sem hrífa bæði unga og aldna. Sum þeirra verða gjarnan uppáhaldsgripir eigenda sinna einhverra hluta vegna, fegurðar, skapgæða, fjörs, vináttutengsla, einstakrar uppvaxtarsögu eða einhvers annars sem greinir þau frá restinni. Fjórar tilnefningar Að þessu sinni bárust 4 tilnefningar. Það finnst okkur vera lítil þátttaka og hvetjum fólk til að gera betur næst. Folöldin sem tilnefnd voru eru, talin í stafrófsröð: Draumey frá Búlandi Draumey frá Búlandi í Austur- Landeyjum í Rangárvallasýslu. Draumey, IS2017284341, er bleikstjörnótt dóttir Laggar frá Bólstað sem er bleikálótt og Fengs frá sama bæ sem er brúnblesóttur. Draumey er tilnefnd vega sjúkdómssögu hennar sem leiddi til óvenjulega sterkrar vináttu á milli hennar og eigandans, Maríu Svavarsdóttur. Hneta frá Miðju Hneta frá Miðju (Miðja er ræktunar- nafn en ekki bæjarnafn). Hneta, IS2017201121, er jarpskjótt og nösótt undan Lífs-Auði frá Miðju sem er brún og Hákoni frá Ragn- heiðar stöðum sem er rauð skjóttur. Megin sérkenni Hnetu er hvítur b l e t t u r ofan annars augans og smáarða hvít neðan þess líka, rétt eins og kannski hafi átt að verða svona óvenjulega staðsett stjarna, akkúrat þar sem augað er, sjá meðfylgjandi mynd. Köggur frá Ríp Köggur frá Ríp á Hegranesi í Skagafirði. Köggur, IS2017157012, er rauðstjörnóttur sonur Aþenu frá Ríb sem er rauðblesótt og Elds frá Ríp, sem er rauður tvístjörnóttur. Köggur er vetrarfolald og alinn upp innanhúss í upphafi þar sem mikil vinátta skapaðist með honum og fjögurra ára gömlum syni eigendanna, Þórði Braga, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Salka frá Syðri-Reykjum Salka frá Syðri-Reykjum í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Salka, IS2017255512, er leirljós á lit undan Veru frá Syðri-Reykjum sem er brún og Besta frá Upphafi sem er leirljós. Salka var enn í líknarbelgnum þegar Vigdís Alfa, fimm ára stúlka, og amma hennar, Gerður Salóme, komu á vettvang, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Það má benda á þá staðreynd í þessu sambandi að þessi folöld eiga heima í hrossflestu sýslum landsins, þegar Hnetu er sleppt. Þetta þarf náttúrlega ekki að koma á óvart en er samt líklega hrein tilviljun, því folöldin eru tilnefnd samkvæmt mati manna en ekki einhverju úrtaki úr hrossastofninum. Draumey útnefnt folald sumarsins 2017 Útnefninguna folald sumarsins 2017 hlýtur Draumey frá Bólstað. Þar sem þetta er bara leikur okkar, kastar það engri rýrð á hin folöldin. Öll hefðu þau getað hlotið útnefningu, en hún er samt bundin við aðeins eitt folald hverju sinni eðli málsins samkvæmt. Hér á eftir fer bréfið frá eiganda Draumeyjar, Maríu Svavarsdóttur, sem fylgdi tilnefningunni. Þeim er báðum óskað til hamingju með titilinn með von um að vináttan haldist. Hinum tilnefningunum eru færðar þakkir fyrir þátttökuna og góðar óskir um að vel rætist úr skemmtilegum folöldum. „Þetta er hún Draumey mín IS2017284341 sem fæddist 26. júní. Hún er frá Bólstað í A-Landeyjum og er undan Lögg frá Bólstað og Háganssyninum Feng frá Bólstað. Milli okkar Draumeyjar mynduðust strax sterk tengsl og urðum við fljótt mjög góðar vinkonur. Þegar hún var aðeins 8 daga gömul þá fékk hún bakteríusýkingu og fékk út frá því mikla skitu, þurfti hún því að koma heim í Smiðjukot ásamt mömmu sinni og fara á nokkurra daga sýklakúr. Þegar meðhöndlun hófst kom í ljós hve einstakt geðslagið er í þessari elsku. Á öðrum degi kúrsins opnaði hún bara munninn þegar ég kom með lyfið og smjattaði á sýklalyfinu eins og nammi. Eins og sést á myndunum þá fengum við okkur stundum smá kríu saman eftir fjós í góða veðrinu í sumar og stundum fékk ég líka koss. Í öllu þessu dekri hefur hún samt aldrei sýnt neinn yfirgang né frekju eins og vill oft gerast. Þess vegna segi ég því, að hún hefur einstakt geðslag, hún Draumey mín. Kv. María Svavarsdóttir“ /Páll Imsland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.