Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL Rannsóknir benda til að maðurinn hafi fyrst farið að hafa teljandi áhrif á umhverfi sitt og vistkerfi fyrir um tólf þúsund árum með veiðum, söfnun og ræktun. Í öðrum kafla skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ástand jarðvegs og landnytja í heiminum, Global Land Outlook, er fjallað um sögu landnytja í heiminum. Smám saman breytast samfélög manna úr hirðingjasamfélögum í samfélög með fasta búsetu og stöðugra fæðuframboð. Sums staðar leiddi föst búseta til skógareyðingar, aukinnar eldhættu, eyðingar gróðursvæða og breytinga á vistkerfum vegna tilkomu nýrra tegunda og uppblásturs Fyrir átta öldum jókst ræktun og landbúnaður hratt á nokkrum stöðum á Jörðinni um svipað leyti. Í Mesapótamíu, Frjósama hálfmánanum, sem nær frá Persaflóa meðfram ánum Efrat og Tíkris að botni Miðjarðarhafsins, í Indusdalnum, við Yangtze-ána í Kína, hluta Afríku og í Andesfjöllum Suður-Ameríku. Landbúnaðarbyltingin, eins og þessi þróun er kölluð, leiddi til borgarmyndunar og flóknari samfélagsgerðar og frjósamt land til aukinnar ræktunar og kynbóta á villiplöntum Fyrir um það bil sex þúsund árum hafði landbúnaður náð fótfestu í flestum heimsálfum og leitt til breytinga á gróðursvæðum vegna ræktunar og fækkunar villtra dýra vegna veiða og aukins fjölda búfjár. Hluti náttúrulegs vistkerfis var skipt út fyrir ræktun nytjagróðurs og búfjár í samræmi við aukinn fólksfjölda. Mikil aukning varð á eftirspurn eftir landi fyrir landbúnað um miðja átjándu öld og hefur sú eftirspurn vaxið gríðarlega síðan þá. Nútíminn Við upphaf okkar tímatals var um 60% af öllu landi í Evrópu nytjað. Sveiflur í landnýtingu voru miklar og sum svæði ónýtt í langan tíma vegna styrjalda, plága eða hungursneyða sem höfðu áhrif á fólksfjölda. Á miðöldum, fjórtándu og fimmtándu öld, jókst landnotkun til muna í Evrópu og Asíu vegna útþenslu borga og bæja. Á sama tíma fækkaði frumbyggjum í Suður- og Norður- Ameríku um 90% vegna slátrunar og sjúkdóma sem leiddi til mikillar náttúrulegrar endurheimtar lands á Amasónsvæðinu, Andesfjöllum, Mið- og Norður-Ameríku. Breytingar á landnýtingu fyrir miðja átjándu öld voru að mestu staðbundnar og minna afgerandi en þær sem á eftir fylgdu. Þrátt fyrir það voru skógar ruddir, jarðvegi umbylt og stór landsvæði brennd til að auðvelda nytjar á því og á sama tíma dró úr líffræðilegri fjölbreytni þess. Á liðnum þrjú þúsund árum hafði þannig tiltölulega fámennur hópur fólks mikil áhrif umhverfi sitt. Landakortið sem breytti heiminum Árið 1564 teiknaði kortagerðar- maðurinn Abraham Ortelius fyrsta landakortið sem sagt er marktækt. Kortið, sem kallast Theatrum Orbis Te r r a r u m , e r ekki óskeikult en óneitanlega líkt heimskortinu eins og við þekkjum það í dag. Á kortið vantar Ástralíu en Evrópubúar voru ekki búnir að uppgötva álfuna þegar það var teiknað. Ný landakort leiddu til nýrra uppgötvana, nýrra lenda og nýrra viðskipta með vörur og að lokum nýlendustefnunnar og aukinnar nýtingar náttúruauðlinda um allan heim. Mæling heimsins og kortagerð hafði mikil áhrif á sjálfsmynd mannsins og viðhorf hans til náttúrunnar. Áður hafði maðurinn verið hluti af náttúrunni en nú varð hann henni aðskilinn og æðri. Náttúran var metin eftir gagnsemi hennar fyrir manninn og slíkt leiddi til endurmats á samskiptum landa og samfélaga víða um heim. Vísindabyltingin á sautjándu öld ruddi sér til rúms með það sem Francis Bacon og René Descartes kölluðu sigra og leikni mannsins til að stjórna náttúrunni að leiðarljósi. Trúin á að tækniframfarir gætu sigrast á öllum fyrirstöðum varð alls ráðandi og kennisetning í pólitískri og efnahagslegri hugmyndafræði. Í upphafi voru einungis útlínur landa þekktar og lítið vitað hvað lá utan strandlengju þeirra og í óbyggðum Afríku, Ameríku og Ástralíu. Áætlað er að íbúafjöldi heimsins alls á sautjándu öld hafi verið um 500 milljón. Átta manns á ferkílómetra miðað við 57 í dag. Landbúnaður og námuvinnsla var takmörkuð, skógar hitabeltisins voru víðast ósnortnir. Um leið og nýjar lendur opnuðust til nytja var það á kostnað þjóðfélagslegrar uppbyggingar samfélagsins og umhverfisins og þótti slíkt sjálfsagður fórnarkostnaður. Það er ekki fyrr en í seinni tíð að mönnum hefur skilist hversu alvarlegar þessar breytingar á samskiptum, umhverfinu og fæðukerfum, hafa verið og hversu stuttan tíma þær hafa tekið. Nýr efnahagslegur skilningur Öflum vísinda og hagfræði tókst á stuttum tíma að breyta hugmyndum manna um náttúruna og hugmyndin um fullkominn manngerðan heim varð allsráðandi og styrkt með landafundum og landvinningum Evrópumanna. Nýlendurnar virtust vera endalausar uppsprettur auðlinda og ríkidæmis án tillits til afleiðinga rányrkjunnar. Á sama tíma umbreyttist efnahagsleg hugmyndafræði í átt að heimspeki frjálsra viðskipta og verslunar og hámarksgróða einstaklingsins. Land sem var áður uppspretta auðs samkvæmt klassískri hagfræði var skipt út og í staðinn kom hugmyndin um framleiðni og takmarkaða gagnsemi. Munur var gerður á auði og gildi og gildi nytja og gengisverð lands endurskoðað. Víðtækar breytingar urðu á umhverfinu á tímabilinu milli 1700 til 2000 í átt frá náttúrulegu lífríki til manngerðs. Út frá hugmyndafræði kapítalistanna er land ókeypis gjöf náttúrunnar manninum til handa og oft vísað til ókeypis gæða náttúrunnar í nútíma hagfræði. Slík hugmyndafræði leiddi til arðrásar alþýðunnar og umhverfislegrar hnignunar. Saga siðmenningarinnar er vörðuð dæmum um slæma landnýtingu, skógar- og jarðvegseyðingu og hruns samfélaga. Þrátt fyrir það voru ný viðskiptasambönd, endurúthlutun auðs og iðnvæddur landbúnaður það sem ruddu brautina til aukinnar landnýtingar. Land sem náttúruleg auðlind Aukin framleiðsla leiddi til aukinnar neyslu og þess að litið var á hagvöxt sem grundvallarmarkmið og verga landsframleiðslu sem eina raunhæfa mælikvarða árangurs. Hörðustu stuðningsmenn núverandi kerfis neita öllum hugmyndum um endimörk vaxtar þrátt fyrir rök Rómarklúbbsins frá 1970. Það var ekki fyrr en á tuttugustu öld sem almennir hagfræðingar fóru að tala um náttúrulegar auðlindir sem jafngildi manngerðrar hagfræði og nauðsyn þess að skilja gildi auðlindanna og afleiðingar hnignunar þeirra fyrir velferð manna. Samhliða því að skoða kostnað landeyðingar út frá hagfræðilegu tilliti. Þessi þróun er til merkis um spor í rétta átt en á sama tíma fylgir henni mikil hætta á að aukin áhersla verði lögð á nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem eftir eru. Upphaflega var hugmyndin við nálgunina að styðja við fyrirtæki til að auka náttúruvernd og í átt til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda og er enn í fullu gildi. Í sumum tilfellum hefur hugmyndin þróast í þá átt að greitt er sérstaklega fyrir Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Global Land Outlook – II kafli „Ágrip af sögu landnytja”: Áskorun tuttugustu og fyrstu aldarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.