Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 15
15Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017
Sláturfélag Suðurlands svf. • Fosshálsi 1 • 110 Reykjavík • Simi 575 6000 • www.ss.is
Vitlick Soft Sheep - Bætiefnafata
• Steinefna- og snefilefnaríkt og hentugt með vetrarfóðrun
• Inniheldur A-vítamín, D-vítamín og E-vítamín
• Án kopars
• Hátt seleninnihald
• Inniheldur hvítlauk
- 15 kg fata
Salto får - Saltsteinn fyrir kindur
• Inniheldur stein og snefilefni
• Ekkert koparinnihald
• Inniheldur selen
• Inniheldur náttúrulegt bergsalt
• Má notast við lífræna ræktun
-10 kg steinn Vitfoss
Hafið samband við sölumenn Sláturfélags Suðurlands um land allt.
Ærblanda SS - Óerfðabreytt kjarnfóður
framleitt af DLG fyrir íslenska sauðféð
• Orkurík kjarnfóðurblanda með 17,2% hrápróteini
• Inniheldur fjölbreytt hráefni með góðan lystugleika
• Inniheldur tormelt prótein fyrir hámarks ullarvöxt
• Gott jafnvægi í steinefnum og snefilefnum
• Rík af kalsíum, fosfór og magnesíum
- 15 kg pokar / 750 kg sekkir
Sláturfélag Suðurlands
Leiðandi í óerfðabreyttu fóðri
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra:
Íhugar að loka N1 á Hvammstanga
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands
vestra íhugar að loka bensínstöð
N1 á Hvammstanga frá og með
1. febrúar næstkomandi þar sem
hún starfar ekki í samræmi við
reglugerð.
Ófullnægjandi afgreiðsluplan og
skortur á mengunarvarnarbúnaði
veldur því að heilbrigðiseftirlitið
fer í þessar aðgerðir. Sagt er frá
þessu á vefnum huni.is.
Vitnað er í bréf heilbrigðis-
eftirlitsins til forsvars manna N1
en þar segir að umrædd bensínstöð
hafi hafið rekstur án starfsleyfis
og hafi því eftirlitið fyrst stöðvað
starfsemina í apríl 2015. Í framhaldi
af þeirri stöðvun sótti N1 um
starfsleyfi og gaf heilbrigðiseftirliti
loforð um að gengið yrði frá
málum í samræmi við þágildandi
reglugerð. Samkvæmt mati
heilbrigðiseftirlitsins vantar
tilskilinn mengunarvarnabúnað á
stöðina.
N1 sendi eftirlitinu bréf dagsett
2. október og óskaði eftir því að
fá að halda áfram rekstri til loka
júní á næsta ári án þess að uppfylla
skilyrði um mengunarvarnir.
Hafnaði heilbrigðiseftirlitið þeirri
umleitan. /MÞÞ
Íþróttahúsið á Hellu:
Skötumessa
1. desember
Föstudaginn 1. desember verður
haldin þjóðleg Skötumessa í
Íþróttahúsinu á Hellu og hefst hún
kl. 20.00. Tilefnið er að fólk hittist
og eigi góða stund saman þar sem
í boði verða þjóðlegir réttir, kæst
skata og saltfiskur með tilheyrandi
kartöflum, rófum og hamsatólg.
Í eftirrétt verður boðið upp
á ábresti með kanil að góðum
íslenskum sið. Að loknu borðhaldi
verður boðið upp á happdrætti
með stórglæsilegum vinningum og
glæsilegri skemmtidagskrá. Blítt
og létt hópurinn frá Eyjum heldur
úti dúndrandi stuði og allir syngja
með. Forsala aðgöngumiða verður
á höndum Fimleikadeildarinnar á
Hellu. Eins má greiða aðgangseyri við
innganginn. „Undirbúningsnefndin
hefur fundið fyrir miklum áhuga
fólks um allt Suðurland og til
höfuðborgarinnar svo það er vissara
að tryggja sér miða í tíma á eitt
glæsilegasta skötukvöld ársins á
Íslandi.
Allur hagnaður rennur til
samfélagsins á Suðurlandi“,
segir Ásmundur Friðriksson
alþingismaður, sem á sæti í
undirbúningsnefnd veislunnar.
/MHH
Þistill – leiðrétt
netfang
Smávægileg mistök urðu við
skráningu netfangs í síðasta
Bændablaði vegna kynningar
á ritinu Þistill, sem er saga
sauðfjárræktarfélagsins Þistils í
Svalbarðshreppi í Þistilfirði. Rétt
netfang fylgir hér.
Þeir sem óska eftir að verða
áskrifendur eru vinsamlegast
beðnir um að senda nafn, kennitölu,
heimilisfang og hvort nafn á
að birtast í bókinni í netfangið
thistill1940@gmail.com eða senda
bréf til Soffíu Björgvinsdóttur,
Garði, 681 Þórshöfn. /VH
Nýr auglýsingastjóri Bændablaðsins
Guðrún Hulda Pálsdóttir er nýr
auglýsingastjóri Bændablaðsins.
Hún er lesendum blaðsins að
góðu kunn en áður sinnti hún
meðal annars sumarafleysingum og
skrifum um hross og hestamennsku.
Guðrún Hulda er með BA-próf í
bókmenntafræði og er að ljúka
meistaranámi í umhverfis- og
auðlindafræði við Háskóla
Íslands. Hún hefur áður starfað við
rannsóknir hjá Landbúnaðarháskóla
Íslands, sem ritstjóri Eiðfaxa og
blaðamaður á Morgunblaðinu.
Guðrún Hulda hefur þegar hafið
störf á blaðinu og hefur aðsetur
í Bændahöllinni á skrifstofum
Bændasamtakanna.
Tímarit Bændablaðsins á áætlun
Meðal fyrstu verka nýs auglýsingastjóra
verður að taka þátt í útgáfu Tímarits
Bændablaðsins sem kemur út 4.
mars á næsta ári og verður prentað
í 8 þúsund eintökum. Þar er tekið á
helstu málefnum landbúnaðarins og
eru efnistökin fjölbreytt. Ritinu verður
dreift til allra áskrifenda, á öll lögbýli
landsins og í fyrirtæki sem tengjast
landbúnaðinum. Boðið er upp á
hefðbundnar auglýsingar í ritinu en
í seinni hluta þess verður pláss fyrir
kynningarefni frá fyrirtækjum sem
unnið er í samvinnu við blaðamenn.
Sala á auglýsingum og kynningum
er hafin og eru viðskiptavinir
hvattir til að hafa samband. Nánari
upplýsingar eru veittar í síma 563-
0303 og netfangið ghp@bondi.is
Guðrún Hulda Pálsdóttir.