Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 201758
Nýlega sendi bókaforlagið
Bókstafur á Egilsstöðum frá sér
bókina „HESTAR“ með máli og
myndum eftir Pétur Behrens.
Bókina prýða um það bil 100
teikningar og málverk ásamt
texta sem segja stuttlega frá hverri
mynd.
Á langri starfsævi hefur Pétur
fengist við teikningar og listmálun
og hefur hesturinn verið vinsælt
viðfangsefni. Í þessari bók birtast
margar hans bestu teikningar,
gerðar á ýmsum tímum allt frá
árinu 1958. Myndirnar hafa ýmist
sögulega skírskotun, sýna hesta í
keppni, glæsilega verðlaunafáka,
gangtegundir, áhrif veðurfars á líðan,
fjölbreytt geðslag og lýsa einnig
aðferðum við notkun lita og efnis. Þá
má finna nokkrar landslagsmyndir,
en höfundur bjó lengi í Breiðdal, og
fjöllin þar eru mikið og fjölbreytt
viðfang skapandi listamanna. Einnig
er stutt myndaröð um Hrafnkelssögu
Freysgoða þar sem hesturinn
Freyfaxi er að sjálfsögðu í forgrunni.
Öllu þessu er lýst í stuttum en lýsandi
textum sem fylgja hverri mynd.
Við flettingu bókarinnar gengur
lesandinn þess ekki dulinn að hún er
einstætt og heildstætt listaverk þar
sem mynd og texti kallast á. Myndir
Péturs lýsa nánum kynnum hans af
íslenska hestinum og bókin gefur
hugmynd um langan listamannsferil
hans auk þess sem hið ritaða mál
er sett inn af smekkvísi og hjálpar
lesandanum að skynja hverja mynd.
Sem dæmi má nefna eftirfarandi
tilvitnanir:
„Ég sá stóðið koma úr skóginum
á stökki, í góðu skapi, með
rassaköstum, leikur í snjónum, von
á heyi.“
Höfundur kynntist hestum í æsku
Pétur Behrens kynntist íslenskum
hestum þegar í æsku á heima-
slóðum. Meðan hann var enn í
listnámi ferðaðist hann í fyrsta
sinn til Íslands. Með þessu úrvali
mynda kynnir höfundurinn verk
sín frá löngum starfsferli fyrir
öllum þeim sem unna fögrum
listum og hafa heillast af íslenska
hestinum bæði hérlendis og
erlendis, en lesmálið er á þrem
tungumálum; íslensku, ensku og
þýsku.
Pétur er fæddur í Hamborg
árið 1937. Hann útskrifaðist með
hæstu einkunn í „Meisterschule
für Grafik“ í Berlín. Eftir listnám
í heimaborg sinni og í Berlín flutti
hann til Íslands. Hann hefur unnið
hér að list sinni og sem grafískur
hönnuður og kenndi við Mynd- og
handíðaskólann, síðar Listaháskóla
Íslands. Jafnframt stundaði hann
hestamennsku og vann í mörg ár
sem tamningamaður.
Pétur er stofn- og heiðursfélagi
í Félagi tamningamanna og
heiðursfélagi í Landssambandi
hestamanna Hann stofnaði ásamt
öðrum frumkvöðlum hesta-
fagtímaritið EIÐFAXA, sem nú
hefur lifað í fimmtíu ár.
Pétur er þekktur sem þýðandi
íslenskra faggreina og bóka um
íslenska hestinn. Hann hefur
lengi búið á Austurlandi og
hefur ásamt Mariettu konu sinni
veitt heimamönnum innsýn í
heimsmenninguna með listsköpun
sinni auk þess sem árangur þeirra
beggja í hrossarækt hefur skilað
mörgum gæðingnum til ánægðra
kaupenda víða um heim.
Bókin fæst í öllum helstu
bókabúðum, auk þess sem hægt er
að panta hana beint á heimasíðu
forlagsins, www.bokstafur.is
MENNING&LISTIR
HESTAR – Listaverkabók af landsbyggðinni
Drápa gefur út sálarspennu tryllinn
Örvæntingu eftir B.A. Paris. Cass
Anderson nam ekki staðar til að
hjálpa konunni í hinum bílnum
– og nú er hún dáin. Síðan þá fær
Cass síendurtekin þögul símtöl og
er viss um að einhver sé að fylgjast
með sér.
Hún er þjökuð af sektarkennd
og nú er hún í ofanálag farin að
gleyma hlutum. Hvort hún tók
töflurnar sínar, hvert lykilorðið sé að
þjófavarnarkerfinu heima hjá henni
og hvort hnífurinn í eldhúsinu hafi í
raun og veru verið blóðugur.
Ef þú getur ekki treyst sjálfri þér,
hverjum getur þú þá treyst?
Örvænting er sálrænn
spennutryllir um konu sem fer að
efast um eigið geðheilbrigði og
fólkið í kringum sig. Örvænting er
frá höfundi metsölubókarinnar Bak
við luktar dyr, sem
hefur farið sigurför
um heiminn.
Örvænting situr
á topp 10 listum
Amazon í Bretlandi
og útgáfurétturinn
hefur verið seldur til
meira en 20 landa
um allan heim. Hún
fór beint á topp 10
lista Eymundsson,
eftir aðeins 2 daga
í sölu.
„ H r i k a l e g a
g r í p a n d i ,
snilldarleg og
spennandi.“ - Lisa
Hall, metsölu-
höfundur.
„Bók sem mig langaði að
lesa strax aftur ... og lét það eftir
mér.“ - Guðríður
H a r a l d s d ó t t i r
blaðakona.
„Sálfræðitryllir
sem þú getur ekki
með nokkru móti
lagt frá þér!“ - Good
Housekeeping
„Guð minn
almáttugur, ég tætti
mig í gegnum þessa.
Hún var alveg jafn
góð og Bak við luktar
dyr, ef ekki betri.
Annar snilldar tryllir
frá B.A. Paris.“ - Mary
Kubica, höfundur The
Good Girl.
Þýðandi er Ingunn
Snædal og Arndís Lilja
Guðmundsdóttir hannar kápu og útlit.
Prentuð hjá Ísafoldarprentsmiðju.
„Annar sláandi góður þriller frá B.A. Paris“
Íslensk öndvegisljóð
Bjartur bókaútgáfa gaf út fyrir
nokkru Íslensk öndvegisljóð
– frá Hallgrími Péturssyni til
Ingibjargar Haraldsdóttur. Á
kápubaki er bókinni lýst með
þessum hætti:
Gullöld íslenskrar ljóðagerðar
má segja að hefjist á 17. öld,
eftir að Hallgrímur Pétursson
kom fram, og rís svo í hæstu
hæðir á miðri 19. öld í kjölfar
rómantísku stefnunnar með Jónas
Hallgrímsson í broddi fylkingar.
Næstu hundrað ár á eftir er
ljóðlistin það bókmenntaform
sem skáld nota framar öðru
til þess að tjá hugsanir sínar,
tilfinningar og lífsviðhorf.
Í þessa glæsilegu bók hefur
verið safnað saman ýmsum
þeirra ljóða sem hæst ber á þessu
blómaskeiði, eftir ástsælustu
skáld þjóðarinnar.
Mörg ljóða bókarinnar,
sem Páll Valsson hefur valið,
eru einhver dýrmætasti
menningararfur sem íslenska
þjóðin á.
Íslensk öndvegisljóð er hönnuð
af Ragnari Helga Ólafssyni og er
kjörgripur öllum þeim er unna
góðum skáldskap.
Veröld hefur gefið út spennu-
tryllinn Þrjár mínútur eftir
Roslund & Hellström
Piet Hoffmann er á flótta
undan sænskum yfirvöldum og
gerist flugumaður bandarískra
stjórnvalda í kólumbísku
kókaínmafíunni. Honum
tekst að komast til metorða í
hrottalegum heimi glæpamanna
sem svífast einskis.
Þegar hát tse t tur
bandarískur stjórnmálamaður er
tekinn í gíslingu lendir Hoffmann
milli steins og sleggju – báðir
aðilar vilja hann feigan. Sænski
lögreglumaðurinn Ewert Grens er
sendur til Kólumbíu til að reyna
að ná sambandi við Hoffmann sem
hefur ákveðið að taka málin í sínar
hendur.
Háspennutryllir úr smiðju þeirra
Roslund & Hellströms sem grípur
lesandann heljartökum og sleppir
honum ekki fyrr en á síðustu síðu.
„Hröð og mögnuð spennusaga,
eins og að horfa á æsispennandi
kvikmynd.“
Dagens Nyheter
„Í senn sérlega haganlega saman-
sett glæpasaga og pólitískur
spennutryllir.“
Borås Tidning
„Spennandi saga um ofsóttasta
mann í heimi í kókaínfrumskógum
Kólumbíu.“
Sveriges Radio, P4
„Skyldulensning sumarsins,
eða kannski bara einfaldlega
skyldulesning fyrir alla.“
Skånska Dagbladet
Þrjár mínútur er 599 blaðsíður að
lengd. Sigurður Þór Salvarsson
þýddi. Jón Ásgeir hannaði
bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson
sá um umbrot. Bókin er prentuð hjá
Nørhaven, Danmörku.
„Hröð og mögnuð spennusaga“