Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Arnheiðarstaðir er gömul landnámsjörð að talið er og þar að auki gömul kristfjárjörð sem ábúendur jarðarinnar keyptu árið 2002. Foreldrar Eiríks, núverandi ábúanda, þau Jón E. Kjerúlf og Guðrún Einarsdóttir, bjuggu þá á jörðinni. Eiríkur tekur við búinu árið 2005, en síðar rugla þau Eiríkur og Matthildur saman reitum og árið 2010 kemur hún í búskapinn. Árið 1991 voru byggð ný fjárhús fyrir 300 fjár en þá voru fyrir gömul fjárhús sem voru rifin vegna allsherjar riðuniðurskurðar á svæðinu. Árið 1999 var byggt nýtt íbúðarhús og flutt í það árið 2000. Árið 2006–2007 var byggð rúlluaðstaða og fjárhús fyrir 200 fjár. Árið 2012 og 2013 var svo mokað út úr 300 kinda fjárhúsinu – sem var taðhús og steyptur kjallari – og smíðaðar grindur. Býli: Arnheiðarstaðir. Staðsett í sveit: Fljótsdalur á Héraði. Ábúendur: Eiríkur J. Kjerúlf og Matthildur Erla Þórðardóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eiríkur og Matthildur. Matthildur á tvö uppkomin börn; Þórarin Pál Andrésson, 30 ára, bóndi á Fljótsbakka í Eiðaþinghá, og Birna Sólrún Andrésdóttir, 27 ára, bóndi á Skipanesi í Hvalfjarðarsveit. Á hún líka ótrúlegan fjölda af barnabörnum. Svo eru smalatíkurnar Katla og Týra, og veiðikötturinn Pjakkur. Stærð jarðar? Eitthvað í kringum 3.000 ha. Gerð bús? Sauðfjárbúskapur og 25 ha skógrækt. Fjöldi búfjár og tegundir? 436 vetrarfóðraðar kindur, sex hestar notaðir við smalamennskur og svo níu íslenskar varphænur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Misjafnt eftir árstíðum. Fénu gefið tvisvar á dag allan veturinn, sólarhringsvakt allan sauðburðinn. Mislangir dagar við smalamennskur og heyskap. Frá miðjum nóvember fram í miðjan apríl vinnur Eiríkur hjá Skógrækt ríkisins á Hallormsstað við skógarhögg og ýmislegt annað. Matthildur sér um búið á meðan. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll störf eru skemmtileg, kannski misskemmtileg. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, en vonandi með betri afkomu. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höldum og vonum að allir séu að gera sitt besta eins og hægt er. En þetta er ekki alltaf þægileg staða að vera í forsvari fyrir bændur þegar lítils skilnings gætir hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef rétt er haldið á spilunum. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í kjöti og mjólkurvörum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, egg, ostur, kæfa, smjör, sulta og slátur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steikt kindalæri, eða bógur, með brúnni sósu, rabarbarasultu og ora grænum baunum. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar flutt var í nýja íbúðarhúsið árið 2000, og þegar taðfjárhúsunum var breytt í grindahús. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Kjúklingalundir „katsu“ ættaðar frá Japan Steiktur kjúklingur er einstaklega bragðgóður. Hér er notast við aðferð sem ættuð er frá Japan og kallast „katsu“. Kjúklingalundir „katsu“ með hrásalati › 8 kjúklingalundir eða bringur skornar í sneiðar › 2 bollar brauðraspur › 1 bolli hveiti › 2 egg með svolítilli mjólk › 1 msk ristuð sesamfræ Katsu-sósa › ¹⁄4 bolli sojasósa › ¼ bolli tómatsósa › 2 msk hunang › 2 msk hvítvínsedik › 1 rif hvítlaukur, saxaður eða marinn Hrásalat › 2 bollar fínt rifið hvítkál eða gulrætur › 2 bollar rifið rauðkál › 1 gulrót, rifin eða annað grænmeti (flottar nýjar marglitar gulrætur) › 4 msk fínt söxuð steinselja › ¹⁄4 bolli saxaðar ristaðar hnetur › ¹⁄4 bolli majónes, skyr eða sýrður rjómi Meðlæti › 1 msk olía › 1 msk sykur › 1 pakki hrísgrjón › 2 tsk fiskisósa Aðferð Veltið hverri lund upp úr hveiti, svo eggi og endið á brauðraspi helst (Pankó-raspi). 1. Hitið ofninn í 180 gráður. 2. Setjið smjörpappír á ofnbakka og bakið í 20 mínútur, eða þar til kjúklingur er soðinn í gegn. 3. Líka má brúna hann á pönnu eða djúpsteikja hann. 4. Á meðan skaltu elda hrísgrjónin eins og sagt er á leiðbeiningum á pakka. 5. Til að gera sósu, setjið sojasósu, tómatsósu, hunang, edik, hvítlauk og 2 msk af vatni í litlum potti á miðlungs hita. Hrærið í 2 mínútur til að það þykkni lítillega. 6. Kryddið yfir kjúklinginn með salt og pipar. 7. Til að gera hrásalatið skal setja hvítkál, gulrót og steinselju í stóra skál. Blandið öllu saman og stráið yfir hnetur. Og kryddið til með smá salti og pipar 8. Framreiðið með hrísgrjónum og katsu-sósu. Skreytið með sesam- fræjum og hrásalati til hliðar. Hvernig á að elda stökkan mjölhjúpaðan kjúkling? Það er einstaklega gott að borða steiktan kjúkling. Algengt er að nota hveiti, en ef þú vilt fá mjög stökka húð á kjúklinginn þá er maísmjöl betri kostur. Kornsterkja er hrein sterkja sem oft er notuð sem þykkingarefni fyrir sósur og súpur og almennt notuð í framandi matreiðslu frá Asíu. Skref 1: Takið kjúklingalundir og þerrið vandlega með pappírsþurrku. Skref 2: Hellið maíssterkju í stóra skál og kryddið með salti, pipar og kryddi eins og hvítlauk og chili-dufti. Skref 3: Setjið kjúklinginn í skál með smá sojasósu eða bræddu smjöri, stráið maíssterkjublöndunni yfir og hrærið og nuddið saman þannig að mjölið hjúpar kjúklinginn. Allar hliðar kjúklingsins ættu að vera að fullu hjúpaðar maíssterkju áður en þær eru eldaðar. Lundirnar eru steiktar á pönnu og bakaðar í ofni eða djúpsteiktar þar til kjúklingurinn er orðinn stökkur. Möndlu- og súkkulaðiorkustykki Náttúruleg sætuefni eru hollari en unninn sykur. Þótt það sé sykur í flestu súkkulaði er hægt að nota dökkt súkkulaði og kakósmjör (sem fæst í betri búðum) og gera hollt orkustykki í anda Snickers með náttúrulegu heilnæmu hráefni. Fyrir grunninn að stykkinu › ½ bolli brætt kakósmjör eða íslenskt smjör › ½ bolli kasjúhnetur › ½ bolli möndluspænir › ½ bolli rifinn kókos › ¼ bolli hunang › 2 msk hnetusmjör › klípa af sjávarsalti Fyrir hnetusmjörskaramellu › 50 g smjör eða kakósmjör › 1 msk hnetusmjör › 2 msk hunang eða maple-síróp › ½ tsk vanilluduft eða þykkni › klípa af sjávarsalti › ½ bolli hnetur að eigin vali, möndlur eða jarðhnetur Fyrir súkkulaði › 200 g gott súkkulaði › 1/4 bolli kókosolía Aðferð fyrir grunninn Blandið saman í matvinnsluvél kasjúhnetum, möndlum, kókos og salti – þar til öll innihaldsefni eru brotin niður í mulning. Setjið hunang og hnetusmjör saman við, smjör eða kakósmjör og vinnið þar til það er orðið blautt eins og ostakökubotn. Ýtið botninum jafnt niður í bökunarpönnuna eða kökuformið með smjörpappír. Setjið í frystinn og látið harðna. Aðferð fyrir hnetusmjörskaramellu Gerið smá karamellu með hunangi eða sírópi, bætið hnetum saman við, hnetusmjöri, vanillu, smjöri og salti í matvinnsluvél – þar til blandan er grófhökkuð. Dreifið karamelluhnetunum yfir botninn. Setjið aftur í frystinn. Aðferð fyrir súkkulaði Hitið kókosolíu í potti yfir lágum hita þar til hún er alveg bráðin. Bætið bræddu súkkulaði við og hrærið saman þar til allt er alveg blandað saman. Hellið smá súkkulaði jafnt yfir karamelluna. Setjið aftur í frystinn í að minnsta kosti tvær klukkustundir. Takið úr frystinum og látið þiðna í 30 mínútur áður en þið skerið í sneiðar. Skreytið með afgangi af súkkulaðinu. Borðið innan 20–30 mínútna eftir að hafa tekið út úr frystinum! MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Arnheiðarstaðir Eiríkur J. Kerúlf og Matthildur Erla Þórðardóttir með barnabarn sitt. Matthildur Svana, ömmu- og afastelpa, í sveitinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.