Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017
Rjúpnaveiðar hafa gengið ágætlega
en misvel eftir landshlutum hvað
veiðitölur og magn varðar.
Mest hefur líklega veiðst á
Norðurlandi. En samt er erfitt að
segja til um það með einhverri vissu.
Eitthvað hefur verið um að „sumir“
veiðimenn hafi skotið aðeins of
mikið. Þá er verið að tala um hundrað
upp í tvö hundruð fugla á þrjá til fjóra
veiðimenn saman í hóp.
„Ég er kominn með níu fugla og
náði þeim á Jökuldal, það er gott
í jólamatinn,“ sagði Hinrik Ingi
Guðbjarnarson um rjúpnaveiðina hjá
sér í ár. Maður þarf ekkert meira,
þetta er gott,“ sagði Hinrik enn
fremur.
„Já, drengur, ég er búinn að veiða
víða í sumar, en við höfum farið í
Veiðivötn í mörg ár og það er meiri
háttar, Veiðivötnin eru frábær og
rosalega fallegt þarna innfrá.
Þar höfum við oft fengið fína
veiði og væna silunga,“ sagði
Kristján Jóhannsson er við heyrðum
í honum og það var klikkað að gera
í söngum hjá honum.
„Já, það er mikið að gera. Ég
er að syngja allar helgar og ætlaði
að reyna að komast á rjúpu en
veit ekki hvort það tekst. Ég hef
farið á rjúpu í mörg ár. Það er viss
punktur í tilverunni að skjóta rjúpur
í jólamatinn.
Ég fór mikið í silung í sumar og
víða og veiddi vel. Silungurinn er
svo skemmtilegur og gaman að veiða
hann. Víða vænir silungar eins og
fyrir norðan. Svo dettur einn og einn
laxveiðitúr inn eins og í Aðaldalinn.
Það er topp staður,“ sagði Kristján
enn fremur, hás eftir söng kvöldið
áður, en allur að koma til.
„Það var kvöldið fyrir veiðitúr í
Eystri Rangá og ég var hugsa um
flugur og hvað ég verði að gera
til fá góða veiði,“ sagði Robert
Nowak í samtali við Bændablaðið,
en Robert veiðir mjög mikið og er
hreinlega alltaf að.
„Ég er alltaf með nýja flugu í
hverjum veiðitúr og þessi mátti ekki
vera öðruvísi. Þá fékk ég hugmynd
að flugu. Hún var hnýtt í þremur
stærðum. Næsta dag byrjaði ég með
týpískum flugum sem ég er alltaf
að nota. Það var í lagi en samt ekki
neitt ótrúleg veiði. Set síðan undir
fluguna sem ég hnýtti um kvöldið
og fékk fisk í fyrsta kasti.
Þennan dag gekk vel. Næst fimm
sinnum í Eystri Rangá. Já, þessi fluga
gaf mér alltaf mjög vel. Hún gaf
mér líka ótrúlega vel á lokadaginn
í Ytri Rangá. Ef einhver spyr hvort
þessi fluga sé að virka, þá er svarið
einfaldlega já.
Ég er búinn að prófa í Eystri- og
Ytri Rangá, Hólsá, Þverá, Þjórsá og
í Elliðaánum. Hún veiðar alltaf vel.
Svo gaf hún mér líka sjóbirtinga í
Vatnamótum. Besta fluga í heimi
…? Pottþétt ekki, enn veiðileg
fluga samt. Já, mjög veiðileg,“ segir
Robert enn fremur.
Í ritinu Veðrið sem Veðurstofa
Íslands gaf út á árunum 1956–
1978 er að finna eitt og annað
um gamla veðurspeki sem Jón
Eyþórsson tók saman.
Ef sjórinn gefur af sér
undirhljóð nær hann er brimlaus
í stilliveðri, merkir það regn og
storm sem tíðast á norðan. Þá
menn sjá sjóinn ókyrrast í góðu
veðri og er ólgumikill svo hver
aldan ríður upp á annarri, boðar
það storm og rosa. Ef sjórinn sést
mórauður að lit með moski og
ögnum, boðar það storm.
Um fuglana
Þegar mávur og svartbakar
setjast saman í miklun hópum
á fjörusker, boðar það storm og
óveður. Nær hrafnar saman í
hópa safnast leikandi sér í lofti
með litlu og ljótu krunki, þá bera
þeir vitni um að gott veður komi.
Þá svanir fyrst fljúga af landi til
sjávar kemur oftast langgæfur
stormur og harður vetur.
Nær haninn galar oft og
óvanalega áður en hans réttur
vani er til, merkir það snjó.
Þegar fuglar og mý safnast
saman í stórum hópum í lofti
um sólarlag lítið eitt frá jörðu,
merkir það varmt veður að
morgni komandi.
Um kvikindi
Þá fiskar og smáseiði stökkva
upp úr sjó og vatni, boðar það
regn. Nær hundar grafa holur í
jörð, boðar það langa úrkomu af
snjó og regni. Þá menn sjá sauði
stangast með flæstum nösum í
loft upp, boðar það regn og snjó.
Um tunglið
Sé sá upplýsti tunglsins partur
tunglsins klár og skír og bjartur,
sýnir skírt veður og gott, einkum
til þess hálfvaxið er tungl. Ef
sunnanvindur er, þá menn sjá
þriggja nátta gamalt tungl,
þá kemur regn á þeim fjórða
degi. Ungt tungl, þriggja eða
fjögurra nátta, skal í heiðríku
lofti skoða einni stundu eða
nokkru síðar eftir sólsettur. Sé
sá upplýsti partur rauður með
hvössum hornum, þýðir vind
og frost um vetur, einkum á
öðrum kvarternum. Safnist
mikill, þykkur hringur í kringum
tungl líkast sem regnboginn á
nóttu og hafi hlið á sér, þýðir
það veðráttuskipti til snjóar og
regns.
Um sólina
Ef undan sólu gengur einn úlfur,
er vér Gýl nefnum, og gangi út
af honum langur hali eða rauður
geisli, merkið það ætíð storm.
Nær sólin í sinni uppgöngu er
aldeilis hrein og klár, og séu
engin ský eður loftsins dampur
kringum hana, þá verður sá
dagur og nótt með blástur.
Um eldinn
Þá maður sér á vetur að eldur er
mjög rauður og sárheitur, merkir
það kulda. Viðarkol og glæður
mjög eldrauðar sýna skært og
gott veður. Rauðleitur eldur í
lofti er mjög skaðlegur en æsist
mest í regni og vatni og brennir
það hann snertir.
Nær maður sér í votviðri að
ljósið logar spart þá er loftið
hneigt til úrkomulegs veðurs.
Um vindinn
Vindur sá sem kemur með
degi plagar harðari eða
verra en sá sem kemur með
nóttu. Norðanvindurinn er
heilsusamari en aðrir vindar.
Mikill stormur þurr, lyktar oft
með regni. Stormur vaxandi um
miðdegi, merkir þráviðri nokkra
daga. /VH
Veðurspeki
STEKKUR
Gunnar Bender
gunnarbender@gmail.com
HLUNNINDI&VEIÐI
Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson við opnun Norðurár fyrir tveimur árum. Þeir hafa báðir veitt víða í
sumar. Mynd / G.Bende
„Ég er búinn að veiða helling í sumar“
– segir stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson
Flugan góða, Galdraloftur.
„Hún gaf mér ótrúlega vel“
Margir búnir að fá í jólamatinn
Mynd / Eggert
„Við feðgar fórum síðasta
laxveiðitúrinn núna í endaðan
október og varð Ytri Rangá fyrir
valinu,“ sagði Reynir Friðriksson
er hann rifjaði upp síðasta
stangveiðitúrinn á sumrinu.
„Kosturinn við að fara þangað er
að ég hef verið leiðsögumaður þar
um árabil og á þeim tíma hef ég lært
vel inn á hvernig laxinn hegðar sér
þegar kemur fram á haust.
Þar sem nóttin hafði verið mjög
köld þá ákváðum við að taka því
rólega og vorum komnir á bakkann
upp úr hádegi. Veðurspáin var góð
með mildu stilltu veðri enda hlýnaði
vel þegar sólin náði að skína á
okkur og frábært að upplifa þessar
hauststillur og njóta þess að vera
úti í þannig aðstæðum.
Við áttum að fara í Stallmýrar-
fljótið og var ekki laust við að við
værum mjög spenntir. En þar sem
við vissum að þar væri talsvert
af laxi var ætlunin að reyna við
hann. Við settum sexuna saman
hjá Jakobi (11 ára) og völdum
klassíska rauðan Frances sem agn.
Hafði ungi maðurinn óbilandi trú
á henni, enda leið ekki á löngu að
ég heyrði kallað; HANN ER Á. Þá
varð ég að hlaupa upp í bíl og ná í
háfinn. Eftir snarpa en skemmtilega
viðureign lá flottur 2,5 kg hængur
í háfnum og þetta varð jafnframt
síðasti lax sumarsins hjá okkur
feðgum.
Það er frábært að fara inn í
veturinn og ylja sér við frábæra
minningu og byrja að hlakka til
næsta sumars,“ sagði Reynir um
síðasta veiðitúrinn.
Síðasti túrinn og rauður Frances
sumarsins á. Mynd / Reynir.
Þær hafa ekki verið margar
laxveiðiárnar á lausu þetta árið en
þó tvær góðar. Það eru Hafralónsá
í Þistilfirði og Straumfjarðará
í Eyja- og Miklaholtshreppi.
Veiðifélagið Hreggnasi fékk
Hafralónsá og Stangaveiðifélag
Reykjavíkur Straumfjarðará.
Stangaveiðifélagið leigir ána til
fimm ára og greiðir fyrir pakkann
175 milljónir sem eru 35 milljónir
á ári. Ástþór Jóhannesson var áður
búinn að vera með ána í fjölda ára.
Samningar á mi l l i
Veiðifélags Straumfjarðarár og
Stangaveiðifélags Reykjavíkur um
leigu á veiðirétti í Straumfjarðará
frá árinu 2018 til og með 2022 voru
undirritaðir 1. nóvember.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
hefur nú þegar hafið sölu á
veiðileyfum og skipulag fyrir næsta
ár. Eru allir áhugasamir hvattir til
að hafa samband við félagið til að
bóka veiðileyfi í ánni sumarið 2018.
Straumfjarðará er ein af flottustu
laxveiðiám landsins. Veitt er á 4
stangir á tímabilinu 20. júní til 20.
september og hefur meðalveiði
í ánni verið um 440 laxar á ári.
Stórglæsilegt veiðihús er við ána
en þar er svefnpláss fyrir 10 manns
og boðið er upp á fulla þjónustu.
Áin er aðeins 150 km frá Reykjavík
og því stutt að fara ef farið er frá
Reykjavík.
Við hjá Stangaveiðifélaginu
fögnum því að búið er að ganga
frá samningum um veiðiréttinn og
gleðjumst yfir því að geta nú boðið
félagsmönnum okkar og öðrum
veiðimönnum veiðileyfi í þessari
frábæru laxveiðiá.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur leigir Straumfjarðará:
35 milljónir í leigu á ári