Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Þrjátíu ára afmæli Dvalar- heimilisins Sólvalla á Selfossi var fagnað sunnudaginn 5. nóvember með opnu húsi. Þar mættu fjölmargir gestir til að kynna sér starfsemina og samfagna tímamótunum með starfsfólki og heimilisfólki. Á heimilinu búa 19 manns, allir í einstaklingsherbergjum. 16 konur starfa á heimilinu í 12 stöðugildum. Heimilið var formlega stofnað 1. nóvember 1987 þegar fyrstu heimilismenn fluttu inn á heimilið. Fjöldi manns hefur komið að uppbyggingu heimilisins í gegnum árin og hefur starfsemi þess mætt mikilli velvild Eyrbekkinga og annarra. Fjölmargir hafa styrkt heimilið með einum eða öðrum hætti en að öðrum ólöstuðum má þó segja að Kvenfélag Eyrarbakka sé einn af sterkustu bakhjörlum heimilisins. Fljótlega eftir opnun Sólvalla kom í ljós að húsnæðið var ekki mjög hentug rekstrareining og var því ráðist í viðbyggingu árið 1990. Hún var svo tekin í gagnið þann l. maí 1993. Árið 2007 var svo enn ákveðið að ráðast í viðbyggingu við heimilið og var fyrsta skóflustungan að nýrri álmu tekin í nóvember það ár. Með þeirri viðbyggingu, sem tekin var í gagnið í desember 2009, varð mikil breyting á aðbúnaði bæði heimilismanna og starfsfólks, fjölnota salur í kjallara bættist við ásamt nýju þvottahúsi og 8 nýjum herbergjum. /MHH Dvalarheimilið Sólvellir á Eyrarbakka 30 ára Það fer vel um Guðrúnu Valdimarsdóttur á Sólvöllum enda er hún alltaf hress og í góðu skapi. Guðrún er 97 ára gömul. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá hluta af Sólvöllum sem stendur við aðalgötuna á Eyrarbakka. Hörpukórinn á Selfossi kom og söng nokkur lög á opna húsinu 5. nóvember. Kristín Helgadóttir er elsti íbúi Sólvalla en hún verður 100 ára næsta vor. Hér er hún með Gunnari Ein- arssyni sem búsettur er á Selfossi. Að sjálfsögðu var gestum og gangandi boðið upp á glæsilega afmælistertu. Sauðfjárbændur sem slátruðu fé sínu hjá Norðlenska í nýliðinni sláturtíð tóku þó nokkuð meira heim af lömbum en í fyrrahaust, segir Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri. Hann telur að af því megi draga þá ályktun að þeir ætli sér í ríkari mæli að selja afurðir sínar beint til neytenda. Það flokkist þá sem sala beint frá býli, afurðastöðin sé þeirra vinnsla, en þeir sjái sjálfir um söluna. Sláturtíð er nýlokið hjá Norðlenska og var alls lógað um 95.500 kindum á Húsavík. Sigmundur segir að aldrei hafi fleira fé verið lógað á einu haust og nú. Meðalþyngd lamba var 16,43 og er tæplega hálfu kílói minni en var haustið 2016. Í sláturhúsi Norðlenska á Höfn var lógað um 20.700 kindum og þar var meðalþyngd lamba 15,92 kg, sem er 0,46 kg minna en árið 2016. Slátrun á fullorðnu fé var nokkuð meiri en í fyrra en 8.302 fullorðnum kindum var slátrað í ár sem er 1.583 kindum meira en í fyrra. Starfsfólk frá 16 þjóðlöndum Í nýliðinni sláturtíð starfaði hjá Norðlenska fólk frá 16 þjóðlöndum, fjölbreytileikinn er mikill og skemmtilegur, segir Sigmundur, en margt af fólkinu komi ár eftir ár og sé félaginu mikilvægt í sinni starfsemi. „Verkefni eins og sláturtíð gengur aldrei nema samstarfið sé gott í allar áttir, það er til að mynda nauðsynlegt að skipulag á milli bænda og afurðastöðvar sé sem best til að tryggja sem besta nýtingu á starfsfólki, húsnæði og akstri á fénu. Allt gekk vel að þessu sinni og fyrir það erum við þakklát,“ segir Sigmundur. /MÞÞ Aldrei meira slátrað hjá Norðlenska en í haust: Heimtakan talsvert meiri en áður Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Sauðfjárbændur sem slátruðu fé sínu hjá Norðlenska í nýliðinni sláturtíð tóku þó nokkuð meira heim af lömbum en í fyrrahaust. Jónas Þór glaðbeittur í Matarskemmunni á Laugum. Ábúendur í Árdal tóku sölumálin í sínar hendur og seldu 130 lambsskrokka á tveimur dögum. Mynd / 641.is Fengu um 100% hærra verð fyrir kílóið Hjónin Jónas Þór Viðarsson og Salbjörg Mattíasdóttir, sauðfjárbændur í Árdal í Kelduhverfi, stóðu frammi fyrir mjög mikilli afurðaverðslækkun á lambakjöti eins og aðrir sauðfjárbændur í landinu nú í haust. Þau ákváðu að vinna allt kjötið sjálf og taka sölumálin í sínar hendur. Seldu þau alla sína lambakjötsframleiðslu á tveimur dögum, 130 skrokka alls. Fram kemur í spjalli við Jónas Þór á vefsíðunni 641.is að öllum lömbunum hefði verið slátrað hjá Norðlenska á Húsavík eins og áður, en þetta árið hefðu þau tekið alla skrokkana heim, unnið þá og pakkað til sölu í Matarskemmunni á Laugum í Reykjadal. Þrátt fyrir að vinnslan á Laugum sé í um 90 kílómetra fjarlægð frá Árdal reiknaðist Jónasi það til að þau hefðu fengið meira en 100% hærra verð fyrir hvert kíló af dilkakjötinu miðað við verðskrá Norðlenska, að frádregnum öllum tilkostnaði. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.