Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Stór og vegleg landbúnaðarsýning verður haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík á næsta ári dagana 12.–14. október. Ár og dagar eru síðan áþekk sýning var haldin í höfuðborginni en það er fyrirtækið Ritsýn sf. sem heldur utan um viðburðinn. Markmið sýningarinnar er að kynna íslenskan landbúnað og leiða saman fyrirtæki og einstaklinga sem starfa í atvinnugreininni. Ólafur M. Jóhannesson hjá Ritsýn er framkvæmdastjóri „Íslensks landbúnaðar 2018“ en hann hefur haldið fjölmargar sýningar í gegnum tíðina, meðal annars Sjávarútvegssýninguna 2016 og síðast Stóreldhúsið 2017 þar sem fagaðilar í veitingageiranum báru saman bækur sínar. Ólafur hefur metnaðarfullar áætlanir en hann hefur á síðustu mánuðum rætt við fjölda fyrirtækja og hagsmunaaðila innan landbúnaðarins. „Sýningin verður að uppistöðu kynning á sölu- og þjónustuaðilum landbúnaðargeirans en líka blanda af fræðslu og fyrirlestrum um greinina,“ segir Ólafur sem er þessa dagana ásamt samstarfsfólki sínu að hefja sölu á sýningarplássi í Laugardalshöllinni, bæði inni og á útisvæði. Að sögn Ólafs eru viðtökurnar góðar og ekki við öðru að búast en að sýningin verði myndarleg. „Markmið sýningarinnar er meðal annars að kynna fjölbreytni íslensks landbúnaðar og hreinleika matvælaframleiðslunnar. Að kynna fyrir bændum og öðrum gestum tæki og tól til landbúnaðar og hvers kyns rekstrarvörur og aðrar vörur sem til þarf,“ segir Ólafur. Öllum félagsmönnum BÍ boðið á sýninguna Landbúnaðarsýningin verður öllum opin og gert er ráð fyrir að þúsundir gesta láti sjá sig. „Við munum senda prentaða boðsmiða til allra félagsmanna Bændasamtakanna, en við höfum gert samkomulag við Bændablaðið um samstarf. Sýnendur fá einnig frímiða svo þeir geti boðið sínum viðskiptavinum á staðinn. Þannig næst afar góð markaðssetning beint til réttra aðila innan landbúnaðarins. Almenningi gefst einnig tækifæri á að heimsækja sýninguna gegn vægu gjaldi,“ segir Ólafur. Sérhannað sýningarhúsnæði Dagskrá sýningarinnar er í mótun en fyrirlestradagskrá og aðrar uppákomur verða kynntar þegar nær dregur. Bændablaðið mun gefa út sýningarblað og senda til allra bænda landsins og annarra áskrifenda í aðdraganda sýningarinnar. Að sögn Ólafs er Laugar- dalshöllin eina sérhannaða sýningarhúsnæðið fyrir stærri sýningar á Íslandi með þægilegu aðgengi fyrir gesti. Áhugasamir þátttakendur geta haft samband í netfangið olafur@ritsyn.is eða í síma 587-7826 eða Ingu í síma 898- 8022 eða netfangið inga@athygli. is. /TB Íslenskur landbúnaður 2018: Landbúnaðarsýning verður haldin í Laugardalshöllinni haustið 2018 Í kjölfar dómsuppkvaðningar í Héraðsdómi Suðurlands 1. nóvember 2016 (mál nr. S-17/2016), þar sem ökumaður var sakfelldur fyrir að hafa óskráðan eftirvagn í eftirdragi á þjóðvegi, vöknuðu spurningar um túlkun á 1. mgr. 63. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þar er m.a. kveðið á um undanþágu frá skráningarskyldu fyrir eftirvagna dráttarvéla og bifreiða, sem gerðir eru fyrir meira en 750 kg að heildarþyngd, enda séu þeir nær eingöngu notaðir utan opinberra vega. Bændasamtök Íslands hafa talið þörf á nánari skýringu þess hluta ákvæðisins er snýr að undanþágu frá skráningarskyldu, þ.e. í hvaða tilvikum eftirvagnar teljist nær eingöngu notaðir utan opinberra vega. Nánari útfærslu á ákvæðinu sé hvorki að finna í lögskýringargögnum né reglugerð. Af því tilefni sendu samtökin fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þann 24. febrúar sl. Var þess óskað að ráðuneytið svaraði erindinu sem fyrst ásamt leiðbeinandi afmörkun eða nánari skilgreiningu á orðalaginu „sem nær er eingöngu notaður utan vega“. Svar við fyrirspurninni barst skriflega þann 8. september sl. en ráðuneytið hafði leitað til Samgöngustofu eftir umsögn. Aðeins ætlað vögnum utan vega Í svari ráðuneytisins sagði að með lögum nr. 130/2015 hafi umferðarlögum verið breytt á þá leið að í 2. mgr. 63. gr. væri ráðherra veitt heimild til að setja reglugerð og kveða þar á um undanþágu frá skráningu ökutækis sem er ætlað til aksturs utan almennrar umferðar. Í athugasemdum með greinargerð frumvarpsins segði að eftirvagn bifreiða á beltum eða dráttarvélar sem alfarið væri notaður utan vega og ökutæki ætluð til aksturs á afmörkuðum skilgreindum svæðum og ekki til notkunar á almennri umferð væru dæmi um ökutæki sem falla myndu undir ákvæðið. Þá væri ákvörðun um að veita undanþágu frá skráningu í verkahring Samgöngustofu. Ekki væri vafamál að eftirvagnar sem alfarið eru notaðir utan vega og ekki í almennri umferð séu undanþegnir skráningarskyldu samkvæmt ákvæðinu. Svokölluð „bændaleyfi“ gilda ekki á opinberum vegum Varðandi það hvað teldist „nær eingöngu utan opinberra vega“ væri rétt að hafa í huga að samkvæmt frumvarpi til umferðarlaga nr. 50/1987 er undanþága frá skráningu ákveðin með hliðsjón af öryggissjónarmiðum. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að umferðarlögum kæmi fram að undanþágan væri hugsuð til þess að ekki þurfi að skrá ökutæki sem notuð eru á afmörkuðu vinnusvæði. Ráðuneytið tæki undir með Samgöngustofu sem segði í umsögn sinni að svokölluð „bændaleyfi“, þ.e. flutningur bænda á heyi, áburði, jarðvegi o.fl. innan eigin jarða og einnig stystu leið milli landareigna sem þeir nýti, séu skýrt dæmi um hvenær ökutæki telst nær eingöngu notað utan opinberra vega. Hins vegar verði t.d. flutningur á vinnuvélum og öðrum búnaði á óskráðum eftirvögnum um langar vegalengdir og jafnvel bæjarfélaga á milli á vegi með öðrum skráningarskyldum ökutækjum ekki talið til aksturs nær utan opinberra vega, jafnvel þó að eftirvagninn sé utan þess nær eingöngu notaður utan opinberra vega. Því skyldi skrá slíka vagna. Að lokum kom fram að álitaefnin í fyrirspurn samtakanna væru meðal þess sem haft yrði í huga við endurskoðun umferðarlaganna sem nú standi yfir. Samkvæmt ofangreindum upplýsingum frá ráðuneytinu er því nauðsynlegt að skrá eftirvagna sem notaðir eru víðar en á afmörkuðum vinnusvæðum. Heimilt er að fara með óskráða vagna stutta vegalengd, t.d. ef þvera þarf veg til að komast milli afmarkaðra vinnusvæða. /GVS Bændasamtök Íslands: Undanþága frá skráningar- skyldu eftirvagna – Gildir einungis fyrir nýtingu vagna utan vega Matarauður Íslands: Nýr vefur um mat og matarhefðir FRÉTTIR ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 Landbúnaðarsýningin „Íslenskur landbúnaður 2018“ verður haldin í nýju Laugardalshöllinni 12.–14. október á næsta ári. Sala sýningarpláss mun hefjast á næstu dögum. Mynd / ISH Ólafur M. Jóhannesson framkvæmdastjóri segir að í uppsiglingu sé glæsileg landbúnaðarsýning á besta stað sem mun styrkja ímynd íslensks land- búnaðar. Mynd / TB Á árum áður voru haldnar glæsilegar landbúnaðarsýningar í Laugardalshöllinni. Fræg er sýningin frá 1968 sem var vel sótt af borgarbúum og bændum. Á næsta ári verða 50 ár frá þeirri sýningu. Mynd / Agnar Guðnason Matarauður Íslands er verkefni sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hefur það markmið að upphefja íslenska matvælaframleiðslu og ýta undir verðmætasköpun í matarferðaþjónustu, vöruþróun og ímyndaruppbyggingu. Nýlega opnaði Matarauðurinn vefsíðuna mataraudur.is þar sem finna má fjölbreyttar upplýsingar um mat og matarmenningu Íslendinga fyrr og nú. Tilgangur síðunnar er að vekja athygli á fjölbreytileika og gæðum íslensks matar og þeim ríkulegu hefðum sem við eigum. „Verum þakklát fyrir gjöful mið og fjölbreytilegar landbúnaðarafurðir. Verum þakklát þeim Íslendingum sem brauðfæða okkur og leggja sig fram um að bjóða okkur upp á hreinar afurðir úr faðmi íslenskrar náttúru,“ segir í fréttatilkynningu frá Matarauði Íslands. Á vefsíðunni verða m.a. upplýsingar um ýmsa matartengda viðburði, s.s. matarsýningar, hátíðir og ráðstefnur. Frumkvöðlar í matvælaframleiðslu og öðrum vöruflokkum fá sitt pláss á síðu Matarauðsins en þar er hægt að nálgast upplýsingar um nýsköpunarfyrirtæki og nýjar hugmyndir í matvælaframleiðslu. „Matur er stór hluti af ímynd þjóða og speglar náttúruna, söguna og tíðarandann. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi angi innan ferðaþjónustunnar. Hjá flestum okkur blundar þrá eftir því að tengja það sem við látum ofan í okkur við einhvern uppruna og merkingu. Að sitja á veitingahúsi í Öræfasveit með útsýni yfir stórfenglegan Vatnajökul og drekka bjór sem bruggaður er úr vatni jökulsins eða að snæða ylvolgt hverabakað rúgbrauð með taðreyktum silungi í Mývatnssveit er dæmi um það hvernig hægt er að tengja mat við landið og söguna,“ segir í tilkynningu frá Matarauði Íslands. Samhliða opnun vefsins var glænýtt myndband sett í loftið þar sem matvælaframleiðsla í sátt við náttúruna er í brennidepli. Á vefsíðunni mataraudur.is eru fjölbreyttar upplýsingar um mat og matarmenningu fyrr og nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.