Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Hinir árlegu „hrútafundir“ búnaðarsambandanna eru nú á næsta leiti þar sem hrútakostur sæðingastöðvanna verður kynntur. Talsverð endurnýjun hefur orðið á hrútaflotanum en teknir hafa verið inn 20 nýir hrútar. Heildarfjöldi hrúta í Laugardælum og í Borgarnesi, sem kynntur verður í nýrri hrútaskrá, telur 45 hrúta. Meðal nýju hrútanna má finna magnaða lambafeður, úrvals ærfeður, mórauðan kollóttan hrút, tvo nýja hrúta með verndandi arfgerð m.t.t. riðumótsstöðu, hreinhvíta hrúta ásamt forystuhrútum og feldfjárhrút svo eitthvað sé nefnt. Afkvæmarannsóknir vegna sæðingastöðvanna voru á fleiri stöðum en áður hefur verið eða á 8 stöðum á landinu sl. vetur og koma 10 hrútar í gegnum það val. Þá voru valdir 8 hrútar sl. vor sem flestir eru komnir með einhverja reynslu sem ærfeður. Tekinn var inn nýr forystuhrútur, Nikulás 15-977 frá Brakanda í Eyjafirði og nýr feldfjárhrútur, Melur 12-978 frá Melhóli í Meðallandi. Þrír hrútar verða áfram á stöðinni í Laugardælum sem ekki fá sérstaka kynningu í skránni. Það eru forystuhrúturinn Ungi 13-938, feldfjárhrúturinn Lobbi 09-839 og Lækur 13-928. Þeir tveir fyrrnefndu hafa lokið sínum skyldum og nýir hrútar leysa þá af en þar sem þeir eru við góða heilsu verða þeir í boði áfram á sauðfjársæðingastöð Suðurlands. Lækur verður nýttur í sérverkefni tengt rannsóknum á erfðagallanum bógkreppu. Bændur eru hvattir til að láta ekki deigan síga í sæðingum þótt móti blási í búgreininni því megin tilgangur ræktunarstarfsins er jú að auka verðmæti og hagkvæmni framleiðslunnar. Ljóst er að talsverður munur er á afkomu búa eftir því hversu afurðasamur fjárstofninn er. Þá eru bændur hvattir til að mæta sem flestir á „hrútafundina“ því þeir eru einnig vettvangur umræðna um ræktunarstarfið. Hingað til hefur mæting almennt verið góð á þessa fundi og megi svo áfram vera. Stefnt er að því að ný hrútaskrá líti dagsins ljós mánudaginn 20. nóvember. Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt ee@rml.is Búnaðarsamtök Vesturlands Mán. 20. nóv. Breiðabliki, Snæfellsnesi kl. 20:30 Búnaðarsamtök Vesturlands Þri. 21. nóv. Hvanneyri kl. 20:30 Búnaðarsamtök Vesturlands Mán. 27. nóv. Grunnskólinn Reykhólum kl. 15:30 Búnaðarsamtök Vesturlands Mán. 27. nóv. Dalabúð, Búðardal kl. 20:00 Búnaðarsamtök Vesturlands Þri. 28. nóv. Ásgarði, Kjós 21:00 Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Fös. 24. nóv. Sal BHS Húnabr. 13, Blönduósi kl. 13:30 Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Mán. 27. nóv. Sævangur, Ströndum kl. 13:30 Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Mán. 27. nóv. Ásbyrgi, Miðfirði Kl. 20:00 Búnaðarsamband Skagfirðinga Fim. 23. nóv. Tjarnarbær kl. 20:00 Búnaðarsamband Eyjafjarðar Mið. 22. nóv. Hlíðarbæ kl. 20:00 Búnaðarsamband S-Þingeyinga Þri. 21. nóv. Breiðamýri kl. 13:00 Búnaðarsamband N-Þingeyinga Þri. 21. nóv. Svalbarði, kl. 20:00 Búnaðarsamband Austurlands Mið. 22. nóv. Hótel Valaskjálf (Þingmúli), Egilsstöðum kl. 20:00 Búnaðarsamband Suðurlands Mán 20. nóv. Smyrlabjörg kl. 13:30 Búnaðarsamband Suðurlands Mán 20. nóv. Hótel Klaustur kl. 20:00 Búnaðarsamband Suðurlands Þri. 21. nóv. Smáratún, Fljótshlíð kl. 13:30 Búnaðarsamband Suðurlands Þri. 21. nóv. Félagslundur kl. 20:00 Hrútafundir 2017 Þeir sauðfjárræktendur sem lagt hafa upp með afkvæma- prófun á hrútum sínum eru hvattir til að ganga frá uppgjöri afkvæmarannsóknarinnar í Fjarvís.is sem fyrst og senda tilkynningu á ee@rml.is um að uppgjöri sé lokið. Tilkynningar þurfa helst að berast fyrir 1. des. Líkt og síðasta haust er veittur styrkur af fagfé sauðfjárræktarinnar á hvern veturgamlan hrút (hrútar fæddir 2016) sem prófaður er. Að lágmarki þurfa að vera 5 hrútar í samanburðinum og þar af a.m.k. 4 veturgamlir en ekki er um hámarksfjölda að ræða. Hver hrútur þarf að hafa að lágmarki 8 gimbrar (eða hrúta ef unnið er með hrútlömb) ómældar og stigaðar og 15 afkvæmi með kjötmat. Athuga þarf þegar uppgjör er vistað að nákvæmlega sömu hrútar séu á bakvið líflambahlutann og kjötmatshlutann, fyrr verður heildarskýrslan ekki til. Markvissar prófanir á veturgömlum hrútum er, líkt og bændur þekkja, skilvirk leið til þess að velja bestu gripina til áframhaldandi ræktunar m.t.t. skrokkgæða og bráðþroska. Að lokum er minnt á að nú er sá tími sem undirbúningur hefst fyrir næstu afkvæmaprófun og ræktendur hvattir til að framkvæma slíkt með markvissum hætti. Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt Forystuhrúturinn Nikulás 15-977 frá Brakanda er einn af þeim 20 nýju hrútum sem verður á sæðingastöðv- unum í vetur. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins því mun afkvæmadómur nautanna nást mun fyrr en áður og munar þar allt að 15 mánuðum auk þess sem niðurstöður hans sýna mun hærra arfgengi fyrir þessa eiginleika en verið hefur. Upptaka þessa líkans mun því hraða erfðaframförum verulega og hraða afkvæmadómi nautanna. Í vetur er verið að vinna að mati á hagrænu vægi eiginleika í nautgriparækt og er áætlað að þeirri vinnu verði lokið í júní 2018. Þetta verkefni er mjög brýnt og ein af grundvallarforsendum þess að geta nýtt erfðamengisúrval á skynsamlegan hátt þegar þar að kemur. Ætlunin er að niðurstöður þessarar vinnu verði lagðar til grundvallar við breytingar á heildareinkunn kynbótamatsins. Hafinn er undirbúningur að nýju mati fyrir frjósemi en í dag er það eingöngu metið út frá bili milli burða. Sá eiginleiki er í sjálfu sér mjög traustur og öruggur til mats á frjósemi en hefur þó þann galla að matið skilar sér seint. Ætlunin er því að þróa nýtt mat fyrir frjósemi er byggi á eiginleikum sem skila mati fyrr en bil milli burða. Samkvæmt fyrstu áætlunum gæti slíkt mat komið til innleiðingar á árinu 2020. Nú í lok nóvember eða byrjun desember mun íslenskum kúabændum að öllum líkindum standa SpermVital-sæði til boða. Í þessari viku eru norskir sérfræðingar við frystingu á sæði með þessari tækni á Nautastöð BÍ á Hesti í fyrsta skipti. Þetta sæði gæti því komið til dreifingar við næstu áfyllingar á kúta frjótækna. Við viljum biðja menn að ganga hægt um gleðinnar dyr og kynna sér vel leiðbeiningar og tilmæli er varða notkun á þessu sæði sem birtast í næstu nautaskrá sem kemur út innan tíðar. Hér er um að ræða tækni sem getur nýst vel ef rétt er á málum haldið en ekki er neinna byltinga í fanghlutfalli að vænta. Að lokum er svo rétt að nefna að síðasta föstudag komu fósturvísar úr norskum Angus-nautgipum til landsins. Þeir verða settir í kýr á nýju einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti sem verður tilbúin innan nánast örfárra daga. Gangi áætlanir eftir gæti það orðið í byrjun desember og fyrstu kálfar því fæðst í ágúst 2018. Að lokinni 9 mánaða einangrun væri hægt að selja þá til bænda um eða upp úr miðju ári 2019. Af þessari upptalningu má sjá að margt er í gangi er kemur að framkvæmd ræktunarstarfsins og kynbótum nautgripa hérlendis, bæði hvað snertir mjólkur- og kjötframleiðslu. Til sölu er jörðin Pálmholt í Reykjadal. Mjög áhugaverður kostur sem bíður upp á ýmsa möguleika bæði í hefðbundnum búskap auk ferðaþjónustu. Mikill húsakostur og stutt í margar náttúruperlur og afþreyingu á svæðinu. Pálmholt er um 8 km norðan við Laugar, einungis 32 km til Mývatns, 48 km til Akureyrar eftir að Vaðlaheiðargöng verða tekin í notkun og 32 km til Húsavíkur. Hægt er að fá grunnteikningar af 60 kúa róbótafjósi. Jörðin selst án bústofns og tækja. Eigninni fylgir hlutdeild í veiðiréttindum í Reykjadalsá og Vestmannsvatni. Mikil gæsaveiði. Allar nánari upplýsingar veitir Björn á fasteignasölunni Byggð í síma 897-7832. Tilboð óskast PÁLMHOLT Í REYKJADAL - TIL SÖLU - Norðurljósastofa Frá Jötni Byggingum Ný upplifun - meiri gæði fyrir þig og þína gesti! Glæsileg viðbót við bústaðinn sem eykur á notagildi hússins vetur sem sumar. Verð aðeins: 1.480.000 án vsk Án hurða kr. 1.180.000 án vsk Tilboð 3 eða fleiri: 1.380.000 án vsk Án hurða kr. 980.000 án vsk Glerhýsið er framleitt úr hágæða álrömmum ( Reynaers CW 50) með tvöfaldri hurð. Þak er með tvöfalt gler, ytra byrði er hert gler og innra byrði er gert úr samlímdu öryggisgleri. Tvöfalt gler í veggjum og hurðum. Hægt að sérpanta öryggisgler. Litir hvítt og állitað, hægt að sérpanta aðra RAL liti. Húsið er afhent í 4 einingum. Flutningur, uppsetning, undirstaða og áfellur ekki innifaldar í verði. Austur vegur 69 - 800 Selfoss Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.