Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 62

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Uppl. í síma 893-8424 / set@velafl.is og á 694-3700 / gk@velafl .is www.velafl.is Hitachi ZX350LC-1 Árg. 2005, 13.800 vst. Hraðtengi/skófla og smurkerfi. Fleyglagnir, undirvagn góður. Verð 4.750.000 + vsk. Volvo EC360BLC Árg. 2003, 8.700 vst. Hraðtengi, gómskófla. Verð 6.000.000 + vsk. Caterpillar M313D Árg. 2013, 2.000 vst. Rótortilt, 3 skóflur. Verð 13.500.000 + vsk. Liebherr R934 Árg. 2005, 9.900 vst. Smurkerfi, hraðtengi og 2 skóflur. Verð 5.000.000 + vsk. Bomag BW213 DH-4 Árg. 2011, 2.800 vst. Þjöppumælir, þjöppur að aftan. Verð 7.900.000 + vsk. Hinowa HS1200E beltavagn Árg. 2008, ónotaður. Mokar upp í sig sjálfur. Verð 1.500.000 + vsk. HATTAT A 110 102 hö perkins mótor. Nýtt merki sem byggir á gömlum grunni. Verð: 4.490.000 + vsk. HATTAT B3050 Lipur 50 hestafla 4x4 vél. Verð: 2.980.000 + vsk. SOLIS 90 CRDI Vél með ámoksturstækjum og skóflu. Verð: 3.900.000 + vsk. SOLIS 26 með húsi Sýningarvél árg. 2016. Tilboðsverð: 1.350.000 + vsk. SOLIS 60 Sýningarvél árg. 2016. Notkun: 110 tímar Tilboðsverð: 2.550.000 + vsk. Nugent rúllugreipar Einfaldar og tvöfaldar. Með eða án festinga. Mikil gæði gott verð. GT Flatvagn, Þriggja öxla á tvöföldu. Fremsti öxull lyftanlegur. Verð: 4.800.000 + vsk. GT Grjótvagn Hardox 450, með vör og hlera. 8 mm í botni og 6 mm í hliðum. Verð: 4.800.000 + vsk. www.vallarbraut.is vallarbraut@vallarbraut.is S: 841-1200 & 841-7300 Fjarbúaspenna er mjög breytileg meðal íslenskra sveitarfélaga, eða frá tæplega 4% og upp í rúmlega 40%, en það þýðir að frá 4 og upp í um 40% íbúða í viðkomandi sveitarfélögum á landsbyggðinni eru ekki til ráðstöfunar fyrir fólk sem þar vill setjast að, m.a. vegna vinnu eða varanlegrar búsetu. Þetta kemur fram í skýrslunni Fjarbúar og fasteignamarkaður á landsbyggðunum eftir Vífil Karlsson, dósent við Háskólann á Akureyri, hagfræðing og forstöðumann atvinnuráðgjafar hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. RHA aðstoðaði við gagnaöflun í rannsókninni og sá um viðtöl í völdum bæjarfélögum. Á íbúð í sveitarfélagi en hefur lögheimli annars staðar Hugtakið „fjarbúaspenna“ var í brennidepli í skýrslunni, en þar er fjölda annarra heimila deilt með heildarfjölda íbúða. Önnur heimili eru skilgreind sem íbúðir í tilteknu sveitarfélagi sem eru í eigu „fjarbúa“ og bjóðast ekki á almennum markaði til leigu eða sölu. Í skýrslunni kallast fólk fjarbúar tiltekins sveitarfélags ef það á íbúð í sveitarfélaginu en lögheimili í öðru sveitarfélagi. Meginniðurstaðan er sú að fjarbúaspennan er mjög breytileg meðal íslenskra sveitarfélaga, eða á bilinu 3,9–40,2%. Þær íbúðir eru ekki til ráðstöfunar fyrir það fólk sem vill setjast að í viðkomandi sveitarfélagi vegna vinnu eða til varanlegrar búsetu. Fjarbúaspenna setur vinnumarkaði skorður víða Kannað var í hvaða sveitarfélögum fjarbúaspenna setti vinnumarkaðnum skorður og samkvæmt ýmsum vísbendingum virðist hún almennt gera það á landsbyggðunum. Mest í Skagabyggð, Kjósarhreppi, Húnavatnshreppi, Fljótsdalshreppi, Helgafellssveit, Skaftárhreppi, Hrunamannahreppi, Rangárþingi eystra, Borgarfjarðarhreppi og Eyja- og Miklaholtshreppi. Þó fjarbúaspenna virðist setja öllum sveitarfélögum skorður þarf hreinn samfélagslegur ábati þeirra allra ekki að vera neikvæður þar sem fjarbúum fylgja margir kostir og samfélagslegur ábati eins og rakið er í skýrslunni. Viðtöl við forsvarsmenn sex sveitarfélaga, þar sem fjarbúaspenna er einna mest, benda hins vegar ekki til að skorðurnar séu íþyngjandi heimamönnum. Flestir viðmælenda höfðu ekkert við þessa þróun að athuga nema síður sé. Frístundahús gjarnan á smærri þéttbýlisstöðum í námunda við höfuðborgina Fram kemur í skýrslunni að almennt eru hlutfallslega fleiri íbúðir í eigu fjarbúa í fámennari sveitarfélögum og þeim sem eru nær Reykjavík. Að einhverju leyti má því segja að fólk sem er í leit að frístundahúsi eða öðru heimili horfi frekar til smærri samfélaga í þéttbýli en stærri sem séu ekki of fjarri Reykjavík. Flestar íbúðir fjarbúa er 80–100 fermetrar að stærð og ástand þeirra að stærstum hluta gott. Um 45% íbúða fjarbúa í þéttbýli var til sölu, en 15% í dreifbýli. Um 40% þeirra sem áttu íbúð í þéttbýli sögðust ekki vilja selja, en voru til í að skoða sölu fengist nægilega hátt verð. Þetta hlutfall var 21% meðal þeirra sem áttu íbúð í dreifbýli. Samanburður á ferlunum gaf til kynna að eigendur, sem ekki voru með íbúðina sína í sölu, vildu fá á bilinu 29–68% hærra verð en þeir sem voru þegar með eignirnar á sölu. Innan við helmingur eigir íbúðir út Tæplega 40% fjarbúa leigðu íbúð sína út á almennum markaði í þéttbýli, en þeir sem áttu íbúð í dreifbýli í mun minna mæli, eða 12%. Þeir sem ekki leigðu íbúð sína á almennum markaði voru spurðir hvort þeir væru til í það ef þeir fengju nógu hátt verð og voru 18% á þeirri skoðun: 20% í þéttbýli og 16% í strjálbýli. Að jafnaði var sú leiga rúmlega 20% hærri en fékkst á markaðnum. Um 8% þeirra sem höfðu tekið algerlega fyrir að selja eða leigja á almennum markaði voru til í að leigja íbúðina á almennum markaði ef ábyggilegur leigumiðlari sæi um allt umstangið í kringum leiguna fyrir sanngjarna þóknun; 11% í þéttbýli og 5% í dreifbýli. 5,5% íbúða fjarbúa eru leigðar til ferðamanna og 7,5% í dreifbýli. Nýting þeirra íbúða var að jafnaði 21% og meðalleiga 18.600 kr. á dag. Meðalnýting 37 dagar á ári Íbúðir fjarbúa eru nýttar af eigendum sínum að jafnaði 37 daga á ári: 35 í þéttbýli en 41 í dreifbýli. Þá hefur verið tekið tillit til þeirra sem nýta hana ekkert vegna útleigu. Fjöldi gesta er að jafnaði 3,31 þessa daga. Á grundvelli þessa má áætla að ¼ óskráður íbúi fylgi öðru heimili allt árið. Það er vísbending fyrir dulinni búsetu. Eldra fólk dvelur að jafnaði lengur á öðru heimili sínu en það yngra. Konur eru líklegri en karlar til að nýta það. Þá eykur þráðlaust net nýtingu annarra heimila. Ef vinsældir tiltekinna bæja, sveitarfélaga eða landsvæða sem frístundabyggða hækka fasteignaverð er líklegra að barnafjölskyldur flytji brott fremur en aðrir íbúar eftir að vissu hámarki fasteignaverðs er náð. Barnafjölskyldum fjölgar hins vegar þar sem verðið er lægra en viðkomandi hámark. /MÞÞ Fjarbúar og fasteignamarkaður á landsbyggðunum: Vinsælir bæir og landsvæði sem frístunda- byggð hækka fasteignaverð Frá Blönduósi. Kannað var í hvaða sveitarfélögum fjarbúaspenna setti vinnumarkaðnum skorður og samkvæmt ýmsum vísbendingum virðist hún almennt gera það í landsbyggðunum. Mynd / HKr. Siglt á Pollinum á Akureyri. Mynd / HKr. Mynd / HKr. Hvolsvöllur. Mynd / HKr. Eldri blöð má finna hér á PDF:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.