Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Nú eru komin til notkunar fimm ný reynd naut úr árgangi 2011 og hafa þá alls 9 naut af 26 í þessum árgangi komið til notkunar sem reynd naut. Til samanburðar komu 12 af 28 nautum í árgangi 2010 til dreifingar sem reynd naut. Í 2011 árgangnum er að finna fyrstu syni nautsfeðranna frá 2004 en Ári 04043 átti 3 syni í þessum árgangi og Stássi 04024 einn. Fleiri syni þeirra er svo að finna í 2012 árgangnum sem og syni Stíls 04041. Við fyrstu sýn eru efnahlutföllin veiki hlekkur Árasona og kemur svo sem ekki á óvart hafandi hann sjálfan í huga. Þau naut sem áður voru komin til dreifingar úr þessum árgangi hafa styrkt sína stöðu og hækkað í mati. Þannig er Kunningi 11002 kominn með 109 í heildareinkunn og með geysigott mat fyrir efnahlutföll. Gýmir 11007 er alhliða naut, sterkur í afurðum og skapi með 111 í heildareinkunn. Stólpi 11011 bætir vel í og stendur nú með 111 í heildareinkunn, öflugur í mjólkurmagni og júgurgerð en efnahlutföll og mjaltir í tæpu meðallagii verða til þess að hann er ekki tekinn í hóp nautsfeðra. Skalli 11023 bætir í og er kominn með 113 í heildareinkunn. Hann flyst í hóp nautsfeðra enda geysisterkur í mjólkurmagni, júgurgerð og skapi en efnahlutföllin mættu vera hærri. Þessi naut verða áfram í dreifingu í vetur. Ný reynd naut Ef við víkjum svo að þeim nautum sem koma ný til dreifingar í flokki reyndra nauta þá eru þau eins og áður sagði fimm talsins. Hér á eftir fer nánari lýsing á þeim. Laxi 11050 er frá Laxamýri í Reykjahverfi undan Síríusi 02032 og Safíru 206 Laskadóttur 00010. Dætur Laxa eru stórar og mjólkurlagnar kýr með fituhlutfall í mjólk um meðallag en próteinhlutfall nokkru lægra. Þetta eru háfættar, boldjúpar og útlögumiklar kýr með eilítið veika yfirlínu. Malirnar eru mjög breiðar og vel gerðar. Fótstaða er góð, bein, sterkleg og gleið. Júgurgerðin er góð og júgrin ákaflega vel borin, júgurfesta í meðallagi en júgurband fremur lítt áberandi. Spenar eru vel gerðir, hæfilegir að lengd og þykkt en of gleitt settir. Mjaltir eru úrvalsgóðar og lítið er um galla í mjöltum. Þá er skap þessara kúa gott. Um helmingur afkvæma Laxa er einlitur þar sem rauðir og kolóttir litir eru algengastir en allir grunnlitir koma fyrir. Af tvílitum er huppóttur mest áberandi. Undan Laxa geta komið hyrndir gripir. Heildareinkunn 107. Roði 11051 er frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi undan Ára 04043 og Kolu 522 Koladóttur 06003. Dætur Roða eru mjög mjólkurlagnar kýr en efnahlutföll eru frekar lág. Þetta eru meðalstórar og í góðu meðallagi háfættar kýr, boldjúpar með meðalútlögur og sterka yfirlínu. Malirnar eru meðalbreiðar, beinar og þaklaga. Fótstaða er góð, bein, sterkleg og nokkuð gleið. Júgurgerðin er í tæpu meðallagi, aðeins vantar á júgurfestu og þau eru meðalvel borin. Spenar eru vel gerðir, aðeins í lengri kantinum en hæfilega þykkir og vel settir. Mjaltir eru um eða yfir meðallag og lítið er um galla í mjöltum. Skapið er í meðallagi hjá þessum kúm. Meirihluti afkvæma Roða er tvílitur þar sem mest er um huppóttan og skjöldóttan. Af grunnlitum eru rauðir litir langalgengastir þó allir litir nema gráir komi fyrir. Undan Roða geta komið hyrnd afkvæmi. Heildareinkunn 107. Skellur 11054 er frá Lágafelli í A-Landeyjum undan Ára 04043 og Míu 214 Ássdóttur 02048. Dætur Skells eru mjólkurlagnar kýr en efnahlutföll eru undir meðallagi. Þetta eru fremur stórar og háfættar kýr, boldjúpar með góðar útlögur og sterka yfirlínu. Malirnar eru breiðar, aðeins hallandi en fremur flatar. Fótstaða er góð, bein, sterkleg og gleið. Júgurgerðin er mjög góð, mikil festa, áberandi júgurband og júgrin eru mjög vel borin. Spenar eru vel gerðir, stuttir en hæfilega þykkir og vel settir. Mjaltir eru mjög góðar og gallar í mjöltum fátíðir. Skap þessara kúa er mjög gott. Meirihluti afkvæma Skells er tvílitur og ber þar mest á huppóttum og skjöldóttum. Af grunnlitum eru rauðir og kolóttir litir langmest áberandi þó allir grunnlitir komi fyrir. Ekki er þekkt að Skellur gefi hyrnd afkvæmi. Heildareinkunn 109. Öllari 11066 er Ölkeldu 2 í Staðarsveit á Snæfellsnesi undan Ófeigi 02016 og Jönu 432 Stígsdóttur 97010. Dætur Öllara eru mjög mjólkurlagnar kýr en efnahlutföll eru undir meðallagi. Þetta eru meðalstórar og í góðu meðallagi háfættar kýr, boldjúpar með meðalútlögur og sterka yfirlínu. Malirnar eru fremur grannar, beinar og þaklaga. Fótstaða er góð, bein og sterkleg. Júgurgerðin er úrvalsgóð, mjög mikil festa, áberandi júgurband og júgrin eru mjög vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega langir, vel settir en grannir. Mjaltir og skap þessara kúa eru í meðallagi og koma seinar mjaltir aðeins fyrir. Allmikill meirihluti afkvæma Öllara er tvílitur þar sem mest ber á huppóttum og skjöldóttum. Af grunnlitum koma rauðir litir langoftast fyrir þó allir litir nema gráir finnist. Ekki er þekkt að Öllari gefi hyrnd afkvæmi. Heildareinkunn 107. Bryti 11070 er frá Akurey 2 í V-Landeyjum undan Gylli 03007 og Búbót 580 Stígsdóttur 97010. Dætur Bryta eru mjólkurlagnar kýr en efnahlutföll eru undir meðallagi. Þetta eru meðalstórar og í góðu meðallagi háfættar kýr, boldýpt og útlögur eru í meðallagi en yfirlína aðeins veik. Malirnar eru meðalbreiðar, aðeins hallandi og þaklaga. Fótstaða er aðeins hokin og veik. Júgurgerðin er góð, mikil festa, áberandi júgurband og júgrin eru vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega langir, mjög vel settir en frekar grannir. Mjaltir þessara kúa eru úrvalsgóðar og mjaltagallar fátíðir. Skapið er í tæpu meðallagi. Meirihluti afkvæma Bryta er einlitur og koma rauðir litir oftast fyrir en allir nema gráir finnast. Af tvílitum koma huppóttur og skjöldóttur oftast fyrir. Ekki er þekkt að Bryti gefi hyrnd afkvæmi. Heildareinkunn 106. Önnur reynd naut í dreifingu Þau naut sem áfram verða í dreifingu og ekki er áður getið eru fædd 2010. Strákur 10011 stendur með 108 í heildareinkunn og sækir styrk sinn öðru fremur í mjólkurlagni og góðar mjaltir. Fossdal 10040 er nú með 109 í heildareinkunn en kostir hans liggja öðru fremur í gríðargóðri júgurgerð og mikilli júgurhreysti. Kústur 10061 er með 109 í heildareinkunn en þarna er á ferðinni afurðanaut, bæði hvað varðar magn og efni. Lúður 10067 styrkir sína stöðu vel og stendur í 116 í heildareinkunn nú. Lúður hlýtur að teljast öflugt alhiða naut þó athygli veki mjólkurlagni, gríðarhá prótein% og góðar mjaltir. Sólon 10069 er með 106 í heildareinkunn og styrkleikar hans eru fyrst fremst á afurðahliðinni. Dropi 10077 er með 114 í heildareinkunn en hann verður að teljast alhliða þó mestur styrkur liggi í hinni frábæru júgurgerð dætra. Mörsugur 10097 er með 106 í heildareinkunn og er öflugur valkostur vegna hárra efnahlutfalla og góðrar júgurgerðar. Naut úr dreifingu Þau naut sem falla úr dreifingu eru Blómi 08017, Neptúnus 10079, Úranus 10081, Bætir 10086 og Úlli 10089. Þessi naut eru ýmist talin fullnotuð eða sæði er uppurið hjá Nautastöð BÍ. Enn getur þó verið að finna einhver strá úr þessum nautum í kútum frjótækna sem er þá um að gera að nýta standi hugur manna til þess. Nautsfeður næstu mánuði Þau naut sem valin voru sem nautsfeður til notkunar næstu mánuði eru Strákur 10011, Lúður 10067, Gýmir 11007, Skalli 11023 og Skellur 11054 en þeir tvei síðast nefndu eru nýir í þessum hópi. Áfram verður falast eftir nautkálfum undan Dropa 10077, Úranusi 10081 og Úlla 10089. Undanfarnar vikur hefur framboð á nautkálfum verið mikið og gott og því hægt að gera miklar kröfur til þeirra. Full ástæða er til að þakka bændum þann mikla áhuga sem þeir sýna kynbótastarfinu en með góðu og öflugi vali nautkálfa er lagður grunnur að erfðaframförum næstu ára. Val og pörun nautsmæðra Áfram er miðað við að nautsmæður séu ekki með lægri heildareinkunn en 106, 90 fyrir fitu% og 100 fyrir mjaltir. Þessu til viðbótar eru svo skoðaðir fleiri þættir þegar nautkálfur býðst og er þá m.a. litið til afurða, útlits, bils milli burða, mjalta o.fl. Í Huppu hefur nú verið lesin tillaga að pörun fyrir allar kýr og kvígur fæddar til og með 2016 og með 106 í heildareinkunn eða hærra. Þessi tillaga er gerð í forritinu EVA sem reiknar pörunartillögurnar á landsvísu og tekur tillit til lágmörkunar skyldleikaræktar með mestu mögulegu erfðaframförum. Auðvitað þýðir aukin á áhersla á minni skyldleikarækt minni erfðaframfarir til skamms tíma en hins vegar aukinna erfðaframfara til lengri tíma litið. Það er okkar tilmæli að farið sé að þessum pörunartillögum og ef vikið er frá henni að það sé gert í samráði við ráðunauta RML. Þannig eigum við að geta náð enn markvissari og betri pörun en ella og styrkt nautkálfaúrvalið enn frekar. Hæstu naut Við skulum svo til gaman kíkja aðeins á hvaða naut standa hæst fyrir ákveðna eiginleika og tekur þessi umfjöllun eingöngu til nauta sem fengið hafa afkvæmadóm. Í heildareinkunn Stendur Bambi 08049 efstur allra nauta í dag með 119 í heildareinkunn en fast á hæla honum kemur Úranus 10081 með 118. Næst kemur svo Lúður 10067 með 116, Koli 06003 er með 115 og þá kemur Dropi 10077 með 114. Skalli 11023 er með 113 og með 112 eru svo kunnugleg nöfn eins og Kambur 06022, Laufás 08003 og Úlli 10089. Þá eru Frami 05034, Birtingur 05043 og Baldi 06010 með í 111 í dag. „Gömlu matadorarnir“ Kaðall 94017 og Stígur 97010 eru báðir með 108 og Laski 00010 er með 107. Fyrir einstaka valda eiginleika er röðin þessi: Nýjungar í kynbótastarfinu Góðu heilli er langt frá því að það ríki stöðnun í kynbótastarfinu og stöðugt er leitað nýrra leiða og tækja til þess að efla það og bæta bændum og neytendum til hagsbóta. Áður hefur verið fjallað um erfðamengisúrval hér í blaðinu og á öðrum vettvangi. Þetta verkefni er í gangi og þegar þetta er skrifað er söfnun lífsýna í fullum gangi. Hún hefur gengið vel, þökk sé miklum áhuga og skilningi bænda á verkefninu. Þeir hafa ekki einungis tekið vel á móti þeim er sýnin hafa tekið heldur beinlínis fagnandi og stutt framkvæmdina vel og dyggilega með leyfi fyrir sýnatökunni og aðstoð við framkvæmd hennar. Slíkt er alls ekki sjálfgefið og ber að þakka með virktum. Í dag standa áætlanir þannig að erfðamengisúrval verði að veruleika hérlendis eftir 3-5 ár. Síðast liðinn þriðjudag varð Jón Hjalti Eiríksson meistararitgerð sína er fjallaði um mælidagalíkan fyrir íslenska kúastofninn. Nú í vetur mun verða unnið að innleiðingu þess við kynbótamatsútreikninga fyrir afurðir og frumutölu. Með Nafn og nr. Mjólk Fitu% Prótein% Afurðir Frjósemi Frumutala Gæðaröð Skrokkur Júgur Spenar Mjaltir Skap Ending Kynbótaeinkunn Hæð dætra Strákur 10011 125 103 93 118 108 93 117 95 97 99 115 96 99 108 5,8 Fossdal 10040 110 88 107 112 92 121 89 98 126 98 91 104 117 109 5,8 Kústur 10061 117 105 108 118 93 113 89 100 106 107 103 90 105 109 5,3 Lúður 10067 122 100 125 131 94 106 102 100 110 101 117 104 99 116 5,6 Sólon 10069 114 96 112 118 95 83 79 100 94 108 104 92 95 106 5,6 Dropi 10077 109 84 117 115 119 118 104 100 128 99 109 111 111 114 5,8 Mörsugur 10097 101 123 111 107 96 105 96 107 115 104 95 110 108 106 5,5 Kunningi 11002 113 116 121 120 96 88 103 102 92 111 101 102 107 109 5,7 Gýmir 11007 117 104 107 117 105 105 93 101 101 101 101 116 116 111 5,9 Stólpi 11011 117 87 96 114 112 113 94 94 111 106 94 110 110 111 5,6 Skalli 11023 127 83 96 121 79 112 98 107 115 104 104 118 111 113 5,3 Laxi 11050 120 97 89 112 98 80 98 108 108 98 122 113 105 107 5,9 Roði 11051 126 84 90 117 75 120 103 103 92 111 105 97 97 107 5,3 Skellur 11054 116 93 89 108 91 105 125 108 122 106 118 115 114 109 5,7 Öllari 11066 121 80 89 113 107 101 106 105 125 99 99 96 93 107 5,4 Bryti 11070 114 97 93 109 88 101 102 102 111 106 120 93 105 106 5,4 Einkunnir reyndra nauta Nautastöðvar BÍ sem fyrirhugað er að nota sæði úr veturinn 2017-18Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgriparækt mundi@rml.is Reyndu nautin styrkja sína stöðu – Um niðurstöður kynbótamats í október 2017 Afurðir Eink. Lúður 10067 131 Úranus 10081 131 Skandall 03034 126 Flói 02029 126 Frumutala Eink. Heiðarás 89014 139 Erró 89026 138 Garpur 98009 135 Dreitill 06001 135 Júgur Eink. Víðkunnur 06034 143 Baldi 06010 137 Kambur 06022 135 Birtingur 05043 134 Spenar Eink. Sorti 90007 145 Glanni 98026 138 Krúsi 08014 131 Náttfari 00035 129 Koli 06003 129 Mjaltir Eink. Bambi 08049 136 Úi 96016 134 Gyllir 03007 131 Úranus 10081 131 Skap Eink Stokkur 01035 134 Bambi 08049 130 Trosi 11026 129 Aðall 02039 127 Pinkill 94013 127 Ending Eink. Birtingur 05043 123 Kambur 06022 122 Taumur 01024 120 Þulur 09069 119 Þráður 86013 119 Koli 06003 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.