Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Ef loft innandyra verður snautt af mínusjónum er hætta á truflunum á heilsufari. Það er margrannsakað að skortur á mínusjónum getur leitt af sér truflanir á líðan. Það er mikilvægt að stemma stigu við þessum hleðslum því það má leiða líkur því að þetta geti ýtt undir myglu. Myglan fær einnig meiri viðloðun og er líklegra að gróin rati á rök svæði á veggjum. Það sama getur átt við bakteríur og hlýtur það að vera mikilvægt í matvælaiðnaði. Mikilvægt er að gera ráðstafanir til þess að hús sé sem mest hlutlaust í hleðslu og beri sömu spennu og jarðvegur í kring um húsið, utan við drenmöl. Nauðsynlegt er að hús hafi góð jarðskaut til að hindra hleðslur í veggjum. Reynslan hefur sýnt að stafskaut virka vel og jafnvel plötuskaut en vír grafin í jörðu er heldur lakari kostur. Nauðsynlegt er að skautið sé neðan við frost og í eins rökum jarðvegi og kostur er. Jafnframt er mikilvægt að hver leiðandi eining í húsi hafi bara samband við jarðtengingu á einum stað. Þetta myndi kallast stjörnufrágangur/tenging. Ástæðan er að jarðsambönd tengjast alltaf jarðsambandi orkuveitu og myndast hætta á flökkustraumum sé tengt á fleiri stöðum en einu. Bætt jarðtenging getur leitt til bættrar heilsu manna og dýra hvort sem um heimili er að ræða, iðnaðarhúsnæði eða gripahús. Flökkustraumar - rafsegulsvið Flökkustraumar eru hvimleiður fylgikvilli 3ja fasa rafkerfa. Þegar mæling á rafsegulsviði er framkvæmd er gjarnan byrjað að leita geislunar frá stofnlögnum. Það er vel þekkt vandamál að ákveðin taug (PE taug) í rafkerfum húsa sem hefur hlutverk sem snertispennuvörn veldur oft á tíðum miklu segulsviði innan mannvirkja sem tengd eru við rafmagn. Sviðið getur orðið töluvert mikið og önnur hlið á þessu sviði er sú staðreynd að styrkur sviðsins fellur lítið við fjarlægð. Því er dreifingin geislunar mikil frá þessari taug. Taugin er tengd í hitaveiturör og sökkulskaut og getur þá rafstraumur fundið sér farveg um járnabindingu húsa og vatnsrör án þess að nokkur hafi hugmynd um. Í húsum sem eru með flökku- strauma getur rafstraumur í blöndunartækjum orðið allnokkur og hefur undirritaður séð allt að 2A straum í blöndunartækjum baðkers. Það skal þó tekið fram að rafstraumur af þessum toga er oftast með mjög lága spennu og langt frá því að teljast hættulegur sé horft til spennu. Hér er aðallega verið að reyfa geislun rafsegulsviðs en það vilja margir njóta vafans gagnvart slíkri geislun. PE taugin er flestum íbúum ósýnileg og hefur því ekki sjónræn áhrif eins og til dæmis spennistöðvar eða háspennulínur sem oft á tíðum vekja óhug ef þær standa nálægt húsum. Umrædd taug getur gefið frá sér meira segulsvið en þokkaleg spennistöð í 5 metra fjarlægð. Þegar verið er að bæta jarðsamband í húsum þarf að huga að þessum þætti til að tryggja að flökkustraumar séu ekki að þvælast um skautin. Rafal ehf. hefur fundið upp lausn við þessu vandamáli sem er sennilega einstök á heimsmælikvarða. Tæki sem kallast Straumbeinir (straumbeinir.is) er sett í rafmagnstöflu og tengt inn á svokallað núllunarband. Tækið hindrar að flökkustraumar myndist milli rafkerfis og jarðbindingar hússins og er nauðsynlegt að huga að þessu þegar verið er að bæta jarðskaut húsa. 02.08.2017 Valdemar Gísli Valdemarsson Höfundur er rafeindavirkja- meistari með ódrepandi áhuga á rafmagni, náttúrulegu sem manngerðu, og mögulegum áhrifum þess á líðan manna og dýra. Á FAGLEGUM NÓTUM Tryggjum sem bestan árangur sauðfjársæðinganna Sæðingar sauðfjár eru mikilvægur þáttur ræktunarstarfsins. Öllum hlýtur að vera verulegt kappsmál að tryggja sem bestan árangur þeirra, ekki síst bændunum sem nota þær og borga að mestu. Á undanförnum árum hefur í hrútaskrám og greinum í Bændablaðinu verið sýnt skýrt að mesti breytileikaþáttur um árangur, munurinn á milli búa, er þáttur sem bændur ráða mestu um. Þeir ráða líka mestu um val sæðingahrúta þar sem þeir hafa aðstoð af hrútaskránum og kynningarfundum stöðvanna. Þar verður þáttur heppninnar ætíð nokkur vegna þess hve lítið er sætt með hverjum hrúti. Í um áratug þá hafa upplýsingar um sæðingar verið skráðar í FJARVIS. Þar hefur myndast verulegur upplýsingabanki sem til þessa hefur verið of lítið notaður. Ætlun mín er að birta örfáar upplýsingar og um leið benda á umhugsunarefni í því sambandi sem mögulega getur hjálpað til að auka enn árangur sauðfjársæðinganna. Á fyrstu myndinni (mynd 1) þá er sýnd þróun í fjölda sæðinga á landinu síðustu árin. Aldrei hefur farið fram nákvæm rannsókn á því hvert hagkvæmasta umfang sæðinga í landinu er. Það er breytilegt frá búi til bús. Við höfum trúað því að umfang eins og mest var orðið með rúmlega 30 þúsund sæddar ær á ári í landinu væri nálægt kjörmörkum. Þátttaka er verulega breytileg eftir héruðum og þar sem hún er minnsta hafa fjáreigendur áreiðanlega ávinning af því að auka hana. Á myndinni er með annarri línu sýnt hve stór hluti sæðinganna er skráður í FJARVIS sæðingagrunninn. Því miður vantar enn á milli 2-3 þúsund sæðingar á ári til að þar séu full skil. Þetta er óviðunandi og þarf að laga. Lágmarkskrafa til þeirra sem taka þátt í slíku starfi er að koma upplýsingum til skila sem kostar þá sáralítið. Grunur minn er að vanskilamennirnir séu auk þess mikið úr hópi þeirra sem að öðru leyti leggja minnst til hins sameiginlega ræktunarstarfs. Þegar sæðingarstarfsemi byrjaði að marki hér á landi voru einfaldlega allir sem ekki skiluðu upplýsingum útilokaðir frá frekari notkun á næstu árum. Þá var fyrirhafnameira að koma þeim upplýsingum frá sér. Slóðarnir nú ættu því að sjá sóma sinn í að gera betur í þessum efnum. Á næstu mynd (mynd 2) er sýndur sæðingaárangur eftir árum eftir stöðvunum. Þessar tölur eru fyrir ósamstilltar ær sæddar með nýju sæði sem er um 90% allra sæðinga. Myndin sýnir mjög stöðugan árangur á stöðinni á Suðurlandi en í Borgarnesi koma því miður ár með of mikla sveiflu niður á við. Myndin sýnir samt fyrst og fremst að ákaflega lítið af mun í árangri verður rakið til stöðvanna. Á það hefur margoft verið bent enda þann mun fyrst og fremst að finna heima á búunum. Annað atriði til að benda á er að ekki er að sjá aukningu til bætts árangurs. Það er ekki viðunandi vegna þess að víst er að það má bæta verulega og verður að gerast með átaki hjá þeim sem ekki hafa þegar náð viðunandi árangri. Fyrir þrem áratugum vorum við verulega betri í þessum efnum í samanburði við Norðmenn sem eru þeir einu sem við getum borið okkur saman við. Þeir hafa því miður fyrir nokkrum árum siglt verulega fram úr okkur. Fræðsluefni fyrst og fremst frá Þorsteini Ólafssyni hafa allir í nýrri eða eldri hrútaskrám. Þriðja myndin (mynd 3) sýnir árangur við mismunandi sæðingaaðferðir. Þó að sæðingar á ósamstilltum ám með fersku sæði séu orðið ráðandi þá eru nokkur hundruð jafnvel fá þúsund áa sæddar á annan hátt. Því miður er árangur annarra aðferða afleitur. Því miður hafa engar skýringar fundist á um 20% lakara árangri samstilltra áa og yfirleitt enn meiri mun í fjölda fæddra lamba vegna þess að slökum árangri fylgja yfirleitt færri fædd lömb. Þegar notkun samstillinga hófst fyrir rúmum fjórum áratugum var slíkur munur ekki fyrir hendi. Þeir sem nota samstillingar þurfa því meira en gildar ástæður til að réttlæta það. Nær allir hafa nú orðið þann aðgang að sæðingum að það sem samstillingarnar voru áður að gefa er nú orðið hlutir sem engu skipta. Hver og einn ætti því að reikna mögulegan ávinning að teknu tilliti til hraps í árangri áður en hann grípur til slíkra úrræða. Því miður hefur ekki tekist að þróa viðunandi árangur með notkun á djúpfrystu sæði hér á landi. Þetta verða menn að horfast í augu við og þannig losna við þann mikla kostnað sem þeirri aðferð fylgir. Allir fjárbændur hafa í dag það greiðan aðgang að fersku sæði að það eitt og sér réttlætir ekki að frysta sæðið með þeim afleita árangri sem það skilar yfirleitt flestum notendum. Brugðið er upp mynd sem sýnir sæðingaárgangur flokkað eftir aldri ánna sem sæddar eru (mynd 4). Stuðst er við upplýsingar síðustu þriggja ára. Áhrifin eru skýr. Yngstu ærnar skila bestum árangri og eftir 6 vetra aldur lækkar árangur nokkuð. Augljóslega eiga bændur því að velja yngstu ærnar til sæðinga. Það er aðeins takmarkaður hluti bænda sem lætur sæða gemlingana en árangur er góður. Það er í fullu samræmi við reynslu Norðmanna. Annar þáttur sem skiptir máli við að velja yngri ærnar er að undan þeim á að vænta verulega meira hlutfalls úrvalslamba en undan eldri ánum þegar horft er til þeirra gríðarlegu framfara sem eru víða í fjárstofninum hjá bændum vegna markviss ræktunarstarfs síðustu áratuga. Vonandi hvetur þessi pistill einhverja til að gera átak í að bæta bæði sæðingarárangurinn og ræktunarárangur sæðinganna á eigin búi. Hvoru tveggja er mögulegt og bætir sjálfkrafa hagkvæmni framleiðslunnar. /JVJ 56 58 60 62 64 66 68 70 Borgarnes Þorleifskot Árnagur stöðvanna eftir árum 2017 2016 2015 2014 2013 50 55 60 65 70 75 1v. 2v. 3v. 4v. 5v. 6v. 7v. 8v. 9v 10v Árangur eftir aldri ánna 2017 2016 2015 Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.