Bændablaðið - 16.11.2017, Qupperneq 26

Bændablaðið - 16.11.2017, Qupperneq 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Krauma – náttúrulaugar formlega opnaðar í Reykholtsdalnum í Borgarfirði: Vatnið kemur úr vatnsmesta hver Evrópu – Hráefnið á veitingastaðinn kemur úr héraði Þann 2. nóvember síðastliðinn voru Krauma – náttúrulaugar við Deildartunguhver í Reykholtsdal í Borgarfirði formlega opnaðar. Ásamt laugunum verður rekinn veitingastaður á staðnum sem verið er að standsetja þessa dagana. Áformað er að opna hann um miðjan mánuðinn. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka á móti um 140 manns á hverjum tíma; búningsklefarnir rúma 100 manns, veitingastaðurinn um 70 manns í sæti og annað eins á útisvæði. Bræðurnir eru garðyrkjubændur Byggingaframkvæmdir hófust í Deildartungu í apríl 2015 og hafa staðið yfir síðan en þó með allnokkru hléi síðastliðinn vetur. Það voru bræður frá Deildartungu, Sveinn Magnús og Dagur Andréssynir, og fjölskyldur þeirra, sem lögðu af stað með þetta verkefni. Um mitt þetta ár bættist svo fyrirtækið Jökull Invest í eigendahópinn og með nýjum meðeigendum hefur þetta verkefni loksins komist á koppinn. Bræðurnir eru báðir garðyrkjubændur, Sveinn býr í Víðigerði, í næsta nágrenni við Krauma, og ræktar tómata en Dagur bróðir hans býr á Kleppjárnsreykjum, andspænis honum í dalnum, og ræktar þar paprikur. Staðbundið hráefni Nýlega var Jónas Friðrik Hjartarson ráðinn sem framkvæmdastjóri Krauma, en Pétur Jónsson rekstrarhagfræðingur hafði frá því í sumar leitt verkefnið í gegnum uppbyggingarferlið eftir að það fór aftur af stað eftir nokkurt hlé. Jónas, sem áður starfaði á Ríkisútvarpinu sem sölustjóri auglýsinga, segir að nú vanti aðeins lokahnykkinn á framkvæmdirnar og vonar hann að hægt verði að opna veitingastaðinn á allra næstu dögum. „Við ætlum að leggja metnað í veitingareksturinn og sækja hráefni hér í nærumhverfið. Hér er til dæmis nóg úrval grænmetis, ávaxta og kjötafurða. Yfirkokkurinn á Krauma heitir Björn Ágúst Hansson og verður staðurinn í svokölluðum bístró-stíl; yfirlætislaus og vinalegur. Við ætlum að reyna að höfða til sem flestra,“ segir Jónas. Hugmyndin komin frá húsfreyjunni Jónas segir að hugmyndir svipaðar þessu verkefni megi í raun rekja til Sigurbjargar Björnsdóttur, húsfreyju í Deildartungu, en hún féll frá árið 1984, 97 ára að aldri. Þá hafði jörðin Deildartunga verið í eigu sömu fjölskyldu í um 200 ár og var Deildartunguhver í eigu Sigurbjargar þar til hann var tekinn eignarnámi af íslenska ríkinu árið 1979. Var hann Myndir / smh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.