Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 svo afhentur Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar til afnota eftir því sem almenningsþörf krefði. Sigurbjörg þekkti vel heilsusamleg áhrif heita vatnsins á líkama og sál og hafði hugmyndir um að almenningi yrði gert kleift að baða sig í steinaefnaríku hveravatninu. Mikil vinna lögð í útlitið Mikil vinna hefur verið lögð í útlit Krauma og eiga arkitektarnir Brynhildur Sólveigardóttir og Arnhildur Pálmadóttir hjá DARK studio heiðurinn af því. Byggingarnar, sem allar eru steinsteyptar, eru klæddar með timbri og á þeim torfþak. Víða eru torfhleðslur upp við veggi og það ásamt dökku yfirbragði bygginganna verður til þess að þær falla afar vel inn í umhverfið. Stíll innanhúss er frekar hrár, svartir veggir og steypugráar flísar á gólfi. Á móti ljósum asklituðum innréttingum er notað dökkt efni sem heitir Viroc, en það er blanda af steypu og timburspæni og er einkum ætlað til klæðninga utanhúss og þar af leiðandi vatnshelt. „Við ætlum að hafa þetta umhverfisvænt – í sátt við náttúruna – og því verður enginn klór notaður og pottarnir þrifnir daglega,“ segir Jónas. „Þá verður byggð upp aðstaða við hverinn sjálfan; salernisaðstöðu komið upp og önnur aðstaða fyrir ferðamenn bætt – en yfir 200 þúsund gestir koma árlega að Deildartunguhver.“ Fimm heitir pottar og einn kaldur Jónas segir að vatnið í laugunum komi úr sjálfum hvernum en sé blandað köldu vatni sem á uppruna sinn við öxl Oks, sem er rétt suðaustan við Reykholtsdalinn. „Pottarnir eru fimm talsins og er hitastigið frá 32 til 43 gráða. Einnig er kaldur pottur á laugasvæðinu en hann er sex til átta gráður. Tvö gufuböð eru á baðsvæðinu og inni í þeim eru notaðar gæða ilmolíur hvort með sínum ilminum; annars vegar Jörð og hins vegar Vatn sem er framleitt hjá Sóley Organics.“ Við pottana er slökunarherbergi, en þar býðst gestum að slappa af í legubekkjum umhverfis arin í miðju rýmisins við ljúfa tónlist. Búningsherbergin eru með læstum skápum og þar eru rúmgóð snyrtiborð með stórum speglum og góðri lýsingu. „Til gamans má nefna að ef ekki væri fyrir agnarsmáa jurt sem vex við hverinn, þá væri Deildartunguhver ekki sá ferðamannastaður sem hann er í dag, né hefði uppbygging Krauma orðið að veruleika. Í hverahólnum vex burknategund af ætt Skollakamba og er hann sérstakt afbrigði þeirrar ættar og ber nafnið Tunguskollakambur. Þegar hverinn var virkjaður í lok áttunda áratugar síðustu aldar, stóð til að steypa yfir hann allan. Það var ljóst að án gufunnar sem leggur frá hvernum myndi burkninn deyja út. Þar sem hann var friðlýstur varð að falla frá fyrirhugaðri hönnun á mannvirkjunum og stór hluti Deildartunguhvers fékk að vera sýnilegur áfram,“ segir Jónas. Laugarnar verða opnar allt árið um kring, alla virka daga frá 10 til 23 á sumrin og 10 til 21 á veturna. Opið er á hátíðardögum frá 10 til 16. /smh Vatnsmesti hver í Evrópu Deildartunguhver er talinn vatnsmesti hver í Evrópu og spúir um 180 lítrum upp á sekúndu af hundrað gráðu heitu vatni. Áður fyrr var hann nýttur til þvotta og eldamennsku. Fyrir um 80–90 árum smíðuðu ábúendur í Deildartungu timbur- stokk til að flytja gufuna að gamla íbúðarhúsinu. Með guf- unni mátti hita upp húsið, sjóða mat í gufupotti, auk þess sem íbúar gátu farið í heita sturtu og gufubað – sem þótti einstök þægindi á þeim tíma. Um 1941 var garðyrkjustöðin Víðigerði reist við hverinn og er hún enn í fullum rekstri þar sem ræktaðir eru tómatar. Matjurtarækt hefur líka verið stunduð víða í nágrenni við hverinn um áratuga skeið og vatn frá honum nýtt til að hita upp garðana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.