Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Brynjar Ómarsson, forstöðumaður plöntusjúkdómasviðs Matvælastofnunar: Tvenns konar veirusmit finnst í tómatarækt á skömmum tíma – Ekki skaðlegt mönnum en Matvælastofnun biður kartöfluræktendur að gæta að mögulegu krosssmiti Frá og með 2022 verður öll notkun á illgresiseitrinu glyfosat bönnuð í landbúnaði í löndum Evrópusambandsins. Glyfosat er meðal annars virka efnið í Roundup sem margir Íslendingar þekkja. Leyfi til að nota efnið verður ekki endurnýjað innan aðildarríkja Evrópusambandsins þar sem hreinn meirihluti fyrir endurnýjun þess náðist ekki í atkvæðagreiðslu. Lönd sem meðal annarra voru hliðholl áframhaldandi notkun efnisins voru Danmörk, Bretland og Holland en lönd á móti meðal annarra, Belgía, Frakkland, Ítalía og Lúxemborg. Málið fer fyrir áfrýjunarnefnd í nóvember, en að öllu óbreyttu mun leyfið renna út 15. desember næstkomandi. Rannsóknir sýna að leifar af efninu finnast í um 45% af ræktunarjarðvegi í Evrópu og rannsóknir á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar og Alþjóðastofnunar um krabbameinsrannsóknir benda til að efnið geti verið krabbameinsvaldandi. /VH Staðfest hefur verið tvenns konar veirusmit í tómötum hér á landi á skömmum tíma. Í seinna tilfellinu er um að ræða veirung sem kallast Potato spindle tuber viroid, eða spóluhnýðissýking, sem getur smitast í kartöflur. Eins og greint hefur verið frá í Bændablaðinu kom fyrr í haust upp veirusýking í tómötum sem kallast Pepino mósaík vírus og sú sýking staðfest á flestum tómatabýlum á Suðurlandi. Staðfest er að önnur sýking Potato spindle tuber viroid hafi verið greind á tómatabýli á Suðurlandi. Potato spindle tuber viroid getur lagst bæði á tómata og kartöflur en Pepino mósaík vírus er bundinn við tómata. Samkvæmt heimildum Bænda- blaðsins greindist PSTV sýkingin nánast fyrir tilviljun við athugun á smiti vegna PMV. Mast ætlar í yfirgripsmikla sýnatöku Brynjar Ómarsson, forstöðumaður plöntusjúkdómasviðs Matvæla- stofnunar, sagði í samtali við Bændablaðið að Matvælastofnun sé að fara af stað með yfirgripsmikla sýnatöku hjá tómataræktendum og skima kartöfluræktendur á Suðurlandi. „Mast hefur einungis fengið tilkynningu um spóluhnýðissýkingu á einu tómatabýli og er það á Suðurlandi en málið á allt eftir að skýrast betur með sýnatökunni. Niðurstaða sýnatökunnar ætti svo að gefa skýra mynd af sjúkdómastöðunni á hverjum stað.“ Yfirlýsing frá Matvælastofnun „Matvælastofnun hefur verið upplýst um tilkynningaskyldan plöntusjúkdóm sem greinst hefur í tómatrækt hérlendis. Sjúkdómurinn nefnist Potato spindle tuber viroid, spóluhnýðissýking, og er um veirung að ræða. Veirungurinn leggst á kartöflur og tómata og getur valdið afföllum í ræktun. Veirungurinn er hvorki skaðlegur mönnum né dýrum. Einkenni sýkingar í tómatrækt geta verið mismunandi og fer alvarleiki eftir sýkingarafbrigði. Í sumum tilfellum eru engin einkenni. Einkenna verður yfirleit fyrst vart í efri hluta plöntu þar sem lauf verða gulleit með brúnleitum flekkjum á meðan stærri æðar plöntunnar haldast skærgrænar. Vöxtur laufblaða getur einnig verið takmarkaður. Einkenni geta líka birst á ávöxtum en sýktir ávextir geta verið litlir, dökkgrænir, harðir og vöxtur afbrigðilegur. Veirungurinn dreifist gjarnan með snertingu og er besta vörnin fólgin í auknu hreinlæti og sóttvörnum. Matvælastofnun beinir því til tómatræktenda að gæta fyllstu varúðar varðandi mögulegt smit og efla sóttvarnir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Jafnframt beinir Matvælastofnun því til kartöfluræktenda að gæta að mögulegu krosssmiti frá einstaklingum og aðföngum sem borið gætu smit úr tómatrækt. Aðgerðir Matvælastofnunar vegna veirusýkinga í tómatrækt fela í sér leiðbeiningar um sóttvarnir við ræktun, tilmæli um nauðsynleg skref í sóttvörnum, skipulagða rannsókn á sýnum til að greina mögulega sjúkdóma í ræktun auk kortlagningu og greiningu á útbreiðslu. Matvælastofnun hefur birt leiðbeiningar um hvernig koma skal á sóttvörnum í ræktun og hvetur stofnunin alla ræktendur til að innleiða sem flesta þætti leiðbeininganna eins og fljótt og auðið er. Atvinnu- og Nýsköpunar- ráðuneytið mun á næstunni birta reglugerð í Stjórnartíðindum þar sem fjallar er um málið. Hér að neðan má sjá reglugerðina. Matvælastofnun hvetur alla sem málið varðar til að kynna sér reglugerðina.“ /VH Glyfosat bannað í löndum ESB Spóluhnýðissýking stafar af veirungi sem kallast Potato spindle tuber viroid. Veirungar eru minnsta smitandi eining sem þekkt er og samsett úr stuttum hringlaga og einstengdum RNA kjarnasýrum án próteinhjúps. Potato spindle tuber viroid er fyrsti veirungurinn sem greindist og eru tómatar og kartöflur náttúrulegir hýslar hans. Veirungar hafa einungis greinst í háplöntum. Til eru mismunandi afbrigði Potato spindle tuber viroid og allir valda þeir sýkingum í háplöntum og uppskeruminnkun í nytjaplöntum. Sýkingareinkenni mismunandi Potato spindle tuber viroid eru allt frá því að vera vægar yfir í að vera mjög alvarlegar. Einkenni geta verið misalvarleg eftir umhverfisaðstæðum. Þau aukast við hærra hitastig og eftir því hversu lengi veirungurinn fær að grassera óáreittur. Almenn einkenni eru að blöðin verða minni, verpast og taka á sig gulan eða fjólubláan lit. Undirvöxtur í kartöflum verður minni og tómatar líka og þeir fá á sig gulleitar skellur. Spóluhnýðissýking er landlæg víða um heim, í Norður-Ameríku, bæði Bandaríkjunum og Kanada, Kína, mörgum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna og mörgum Evrópuríkjum. Þrátt fyrir það hefur tekist að útrýma sýkingunni á mörgum svæðum. Sýkingin getur breiðst út með blaðlús en hér á landi er mest hætta á að hún berist út með fjölnotaumbúðum og vörubrettum. /VH Veirungur í tómötum sem getur borist í kartöflur: Spóluhnýðissýking gæti valdið alvarlegri uppskeruminnkun í kartöflum – Komi upp smit gætu bændur þurft að hætta kartöflurækt í tvö ár Veirungur sem kallast Potato spindle tuber viroid, eða spóluhnýðissýking, og greinst hefur í tómötum á býlum á Suðurlandi getur borist í kartöflur og valdið verulegri uppskeruminnkun. Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands kartöflubænda og bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi, sagði í samtali við Bændablaðið að hann og flestir kartöflubændur séu búnir að fá allt um það beint í æð. „Í fyrstu sýnist mér ekkert annað fyrir okkur að gera annað en að reyna að verja okkur eins vel og við getum fyrir þessu. Til dæmis með því að koma ekki með tómata nálægt neinu sem snertir kartöflurækt.“ Veirungurinn er hvorki skaðlegur mönnum né dýrum. Gætu þurft að hætta kartöflurækt í tvö ár Bergsveinn segir að uppskerubrestur í kartöflum geti verið gríðarlegur í kartöflum berist veirungurinn í útsæði og í kartöflugarða. „Alvarleikinn er svo mikill að það verður að hætta kartöflurækt á viðkomandi býli í, að mér skilst, að minnsta kosti tvö ár og hreinsa út úr húsum og sótthreinsa allan búnað. Það er svo alltaf mikið bras að byrja aftur ef menn þurfa að hætta vegna svona lagaðs. Þrátt fyrir að við séu nýlega búnir að frétta af möguleikanum á smiti erum við að sjálfsögðu á tánum yfir þessu.“ Bergsveinn segist ekki vita til þess að enn hafi verið tekin sýni úr kartöflum eða kartöflugörðum til að athuga hvort veirungurinn hafi borist í þá. „Komi fram einkenni skilst mér að þau komi fyrst fram á kartöflunum sjálfum og ég á ekki von á að slíkt komi fram fyrr en á næsta ári fari allt á versta veg.“ Vörubretti varasöm Að sögn Bergsveins getur veirungur inn borist í kartöflur með hlutum eða fólki sem hefur verið í mikilli snertingu við tómata en sérstaklega eru tómatarnir sjálfir og vörubretti varasöm. Hann segir að kartöflubændur hafi ekki, að minnsta kosti hingað til, ákveðið að fara út í sameiginlegar aðgerðir til að varna því að veirungurinn berist í kartöflur. „Ég held satt best að segja að þetta sé eitthvað sem hver og einn kartöflubóndi verði að eiga við sjálfur.“ Melónur líka varasamar Ekki er nóg með að sýking geti borist úr tómötum í kartöflur heldur er einnig varað við því að vera með melónur innan um kartöflur. „Á yfirborði melónanna víða um Evrópu getur verið óværa sem hæglega getur borist í kartöflur og aðrar nytjaplöntur verði ekki gætilega farið, segir Bergsveinn Jóhannsson, formaður Landssambands kartöflubænda, að lokum /VH Spóluhnýðissýking, smitandi veirungar FRÉTTIR Brynjar Ómarsson. - - -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.