Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Vörusmiðja BioPol á Skagaströnd eykur tækifæri matvælaframleiðenda: Opnar nýja möguleika á vöruþróun og framleiðslu án mikilla fjárfestinga Vörusmiðja BioPol var opnuð á Skagaströnd nú í haust en smiðjan er afrakstur verkefnis sem hófst 2016 og miðaði að því að efla byggðaþróun, fjölga atvinnutækifærum og efla fjárfestingu á svæðinu. Árið 2016 hófst verkefni sem miðaði að því að koma upp frumkvöðlamiðstöð í tengslum við rannsóknastofu BioPol ehf. á Skagaströnd. Framkvæmdir við Vörusmiðjuna hófust um miðjan nóvember 2016. Var vinnslurýmið svo tekið í notkun í gamla frystihúsinu á staðnum í september síðastliðnum, en verkefnið var upphaflega fjármagnað af atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu í kjölfar svokallaðrar NV nefndar. Þórhildur María Jónsdóttir matreiðslumeistari var ráðin til þess að sjá um rekstur Vörusmiðjunnar. Henni er ætlað að veita ráðgjöf og styðja við viðskiptavini smiðjunnar t.d. við að þróa vörur sínar í markaðshæft form. Vörusmiðjan leigir einstaklingum og fyrirtækjum aðstöðuna með tækjum og tólum ýmist í einn og einn dag í einu eða í nokkra daga samfellt. Jákvætt og viðbrögðin góð „Þetta er komið í fullan gang og hafa bændur á Norðurlandi vestra verið að nýta sér smiðjuna núna í haust. Þetta er mjög jákvætt og viðbrögðin góð,“ segir Þórhildur. „Hér hefur fólk verið að vinna með lambakjöt, ærkjöt og geitakjöt. Þá hafa menn líka verið að þreifa sig áfram með framleiðslu á fiski. Þetta er því margbreytilegt. Þá er fólk að þróa vöruflokka, prófa sig áfram með vörur, eins og varðandi krydd og annað. Það er þannig að búa til aukin verðmæti úr hráefninu. Mér finnst einkennandi í þessari vinnu hvað bændur eru mikið að hlusta á sína viðskiptavini og vinna vöruna að óskum hvers og eins. Það varðar m.a. að sníða pakkningar eftir þörfum fjölskyldustærðar og hvernig fólk vill fá skrokkana hlutaða í sundur.“ Komið í veg fyrir krossmengun milli ólíkra matvæla Öll vinna í húsinu er skipt þannig að einungis er verið að framleiða á einu matvælasviði í einu og síðan þrifið og sótthreinsað á milli. Þannig er komið í veg fyrir krossmengun á milli ólíkra greina eins og í kjötiðnaði og fiskvinnslu. Þórhildur segir að þótt hver og einn þrífi og sótthreinsi að lokinni vinnslu, þá sé áhersla lögð á að framleiðendurnir séu sjálfir alltaf ábyrgir fyrir sinni eigin framleiðslu. Því sé æskilegt að þeir hefji sína vinnslu alltaf á því að þrífa. Þá sé ekki verið að taka áhættuna á að sá sem síðast var að framleiða í húsinu hafi mögulega ekki þrifið nægilega vel. Með öll tilskilin leyfi Smiðjan hefur öll tilskilin leyfi til matvælavinnslu og er búin fjölbreyttu úrvali matvinnslutækja og áhalda. Aðstaðan er því sérsniðin fyrir frumkvöðla í matvælavinnslu og smáframleiðendur sem eru að taka fyrstu skref framleiðslu og þróunar á vörum sínum. Leyfilegt er þó að vinna með fleira en matvæli, s.s. öll hráefni til olíugerðar í snyrtivörur og eða sápur. Einnig verður hægt að leigja aðstöðuna til að undirbúa veislur og bakstur fyrir stór tilefni. Þá verður hægt að leigja aðstöðuna undir námskeiðahald. „Við erum með öll leyfi fyrir húsið og búnaðinn og það er allt vottað. Þeir sem koma svo og framleiða í húsinu þurfa líka að vera með sín framleiðslu- og söluleyfi. Allt sem þau gera hér í Vörusmiðjunni og vörurnar sem þau framleiða eru algjörlega á þeirra ábyrgð. Góður tækjabúnaður Þórhildur segir að búnaður Vörusmiðjunnar sé mjög góður. Það megi þó endalaust bæta við og auðvelt sé að missa sig í tækjakaupunum. Í þeim efnum hafi þó fyrst og fremst verið miðað við líklegustu þarfir þeirra einstaklinga sem til þeirra leiti. Árið 2016 hófst verkefni sem miðaði að því að koma upp frumkvöðlamiðstöð í tengslum við rannsóknastofu BioPol ehf. á Skagaströnd. Úr varð Vörusmiðja BioPol sem staðsett er í gamla frystihúsinu við höfnina. Þórhildur María Jónsdóttir matreiðslumeistari var ráðin til þess að sjá um rekstur Vörusmiðjunnar. Búnaður Vörusmiðjunnar er mjög góður. Þar er t.d. ofn sem bæði er hægt að kaldreykja og heitreykja í, ásamt því að þurrka, sjóða og steikja, farsvél, hakkavél, kjötmixer, pylsusprauta, vacum-vél og kjötsög. Frá höfninni á Skagaströnd. Athafnasvæði Vörusmiðjunnar blasir við í gamla frystihúsinu í baksýn. Mynd / HKr. Sigrún Indriðadóttir á Stórhóli að saga lambaskrokk. Í vörusmiðjunni er allt til alls, líka kæli- og frystiklefar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.