Bændablaðið - 16.11.2017, Side 28

Bændablaðið - 16.11.2017, Side 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Vörusmiðja BioPol á Skagaströnd eykur tækifæri matvælaframleiðenda: Opnar nýja möguleika á vöruþróun og framleiðslu án mikilla fjárfestinga Vörusmiðja BioPol var opnuð á Skagaströnd nú í haust en smiðjan er afrakstur verkefnis sem hófst 2016 og miðaði að því að efla byggðaþróun, fjölga atvinnutækifærum og efla fjárfestingu á svæðinu. Árið 2016 hófst verkefni sem miðaði að því að koma upp frumkvöðlamiðstöð í tengslum við rannsóknastofu BioPol ehf. á Skagaströnd. Framkvæmdir við Vörusmiðjuna hófust um miðjan nóvember 2016. Var vinnslurýmið svo tekið í notkun í gamla frystihúsinu á staðnum í september síðastliðnum, en verkefnið var upphaflega fjármagnað af atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu í kjölfar svokallaðrar NV nefndar. Þórhildur María Jónsdóttir matreiðslumeistari var ráðin til þess að sjá um rekstur Vörusmiðjunnar. Henni er ætlað að veita ráðgjöf og styðja við viðskiptavini smiðjunnar t.d. við að þróa vörur sínar í markaðshæft form. Vörusmiðjan leigir einstaklingum og fyrirtækjum aðstöðuna með tækjum og tólum ýmist í einn og einn dag í einu eða í nokkra daga samfellt. Jákvætt og viðbrögðin góð „Þetta er komið í fullan gang og hafa bændur á Norðurlandi vestra verið að nýta sér smiðjuna núna í haust. Þetta er mjög jákvætt og viðbrögðin góð,“ segir Þórhildur. „Hér hefur fólk verið að vinna með lambakjöt, ærkjöt og geitakjöt. Þá hafa menn líka verið að þreifa sig áfram með framleiðslu á fiski. Þetta er því margbreytilegt. Þá er fólk að þróa vöruflokka, prófa sig áfram með vörur, eins og varðandi krydd og annað. Það er þannig að búa til aukin verðmæti úr hráefninu. Mér finnst einkennandi í þessari vinnu hvað bændur eru mikið að hlusta á sína viðskiptavini og vinna vöruna að óskum hvers og eins. Það varðar m.a. að sníða pakkningar eftir þörfum fjölskyldustærðar og hvernig fólk vill fá skrokkana hlutaða í sundur.“ Komið í veg fyrir krossmengun milli ólíkra matvæla Öll vinna í húsinu er skipt þannig að einungis er verið að framleiða á einu matvælasviði í einu og síðan þrifið og sótthreinsað á milli. Þannig er komið í veg fyrir krossmengun á milli ólíkra greina eins og í kjötiðnaði og fiskvinnslu. Þórhildur segir að þótt hver og einn þrífi og sótthreinsi að lokinni vinnslu, þá sé áhersla lögð á að framleiðendurnir séu sjálfir alltaf ábyrgir fyrir sinni eigin framleiðslu. Því sé æskilegt að þeir hefji sína vinnslu alltaf á því að þrífa. Þá sé ekki verið að taka áhættuna á að sá sem síðast var að framleiða í húsinu hafi mögulega ekki þrifið nægilega vel. Með öll tilskilin leyfi Smiðjan hefur öll tilskilin leyfi til matvælavinnslu og er búin fjölbreyttu úrvali matvinnslutækja og áhalda. Aðstaðan er því sérsniðin fyrir frumkvöðla í matvælavinnslu og smáframleiðendur sem eru að taka fyrstu skref framleiðslu og þróunar á vörum sínum. Leyfilegt er þó að vinna með fleira en matvæli, s.s. öll hráefni til olíugerðar í snyrtivörur og eða sápur. Einnig verður hægt að leigja aðstöðuna til að undirbúa veislur og bakstur fyrir stór tilefni. Þá verður hægt að leigja aðstöðuna undir námskeiðahald. „Við erum með öll leyfi fyrir húsið og búnaðinn og það er allt vottað. Þeir sem koma svo og framleiða í húsinu þurfa líka að vera með sín framleiðslu- og söluleyfi. Allt sem þau gera hér í Vörusmiðjunni og vörurnar sem þau framleiða eru algjörlega á þeirra ábyrgð. Góður tækjabúnaður Þórhildur segir að búnaður Vörusmiðjunnar sé mjög góður. Það megi þó endalaust bæta við og auðvelt sé að missa sig í tækjakaupunum. Í þeim efnum hafi þó fyrst og fremst verið miðað við líklegustu þarfir þeirra einstaklinga sem til þeirra leiti. Árið 2016 hófst verkefni sem miðaði að því að koma upp frumkvöðlamiðstöð í tengslum við rannsóknastofu BioPol ehf. á Skagaströnd. Úr varð Vörusmiðja BioPol sem staðsett er í gamla frystihúsinu við höfnina. Þórhildur María Jónsdóttir matreiðslumeistari var ráðin til þess að sjá um rekstur Vörusmiðjunnar. Búnaður Vörusmiðjunnar er mjög góður. Þar er t.d. ofn sem bæði er hægt að kaldreykja og heitreykja í, ásamt því að þurrka, sjóða og steikja, farsvél, hakkavél, kjötmixer, pylsusprauta, vacum-vél og kjötsög. Frá höfninni á Skagaströnd. Athafnasvæði Vörusmiðjunnar blasir við í gamla frystihúsinu í baksýn. Mynd / HKr. Sigrún Indriðadóttir á Stórhóli að saga lambaskrokk. Í vörusmiðjunni er allt til alls, líka kæli- og frystiklefar.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.