Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 fengum fyrir ekkert í Egyptalandi, gúrkunum, melónunum, blað- laukunum, laukunum og hvít- laukunum.“ Þetta bentir til að gúrkur hafi verið ræktaðar í Egyptaland á þeim tíma sem gyðingar flúðu landið með Móses í broddi fylkingar. Til eru heimildir um ræktun agúrku í Frakklandi á níundu öld. Sólkonungurinn, Loðvík XIV, af Frakklandi hélt mikið upp á agúrkur og voru þær ræktaðar fyrir hann í sérstökum gróðurhúsum við hallir hans. Á Englandi er getið um gúrkur á fjórtándu öld en svo virðist sem gúrkurækt hafi lagst af þar í 250 ár því þeirra er ekki getið aftur fyrr en liðið er fram á átjándu öldina. Lengi vel voru gúrkur álitnar skepnufóður og bestar fyrir nautgripi í Englandi. Kristófer Kólumbus flutti með sér agúrkufræ yfir Atlantshafsála. Indíánar Norður-Ameríku lærðu fljótt að rækta agúrkur af evrópsku nýbúunum og þær dreifðust hratt út sem nytjaplanta. Spánverjar fluttu með sér agúrkur til Haítí 1494. Nafnaspeki Grikkir kalla gúrkur síkyon en á mörgum Evrópumálum er nafnið dregið af angoúri sem mun þýða óþroskaður á grísku. Á arabísku kallast þær xiyar, hiyar, á tyrknesku og xiyar á kúrdísku. Á pólsku er heitið ogórek, uborka á ungversku og gurke á dönsku og þýsku en kurkku á finnsku. Á ensku er það cucumber, castravete á rúmensku, cocomero á ítölsku og cohombro á spænsku. Mér er sagt að ég hafi sem barn kallað agúrkur ulullur. Súrar og niðurskornar gúrkur eru stundum kallaðar asíur en nafnið er hingað komið úr dönsku en þar er asie notað um niðurskorna og súrsaða gúrku í edikslegi. Danska orðið er hugsanlega afbökun orðsins achar sem er haft um hvers kyns súrsað og kryddað grænmeti og ávexti. „Cool as a cucumber“ Á ensku er til orðatiltækið „cool as a cuccumber“, eða svalur eins og gúrka. Áhugavert vegna þess að hitastigið inni í gúrkum getur verið lægra en umhverfishitinn. E. coli í gúrkum Í maí 2011 kom upp alvarleg E.coli sýking í Evrópu sem rakin var til agúrka frá Spáni án þess að slíkt þætti fullsannað. Sýkingin var svo slæm að hún olli dauða að minnsta kosti tíu manns og varð til þess að agúrkur frá Spáni voru innkallaðar víða úr verslunum í Evrópu. Í framhaldi af sýkingunni lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin því yfir að hún stafaði af nýjum og áður óþekktum stofni E. coli baktería. Agúrkur í trúarbrögðum og bókmenntum Í júlí á hverju ári fer fram í Búddahofi í Kyoto í Japan athöfn sem felst í því að blessa agúrkuuppskeru ársins og hjá kristnum söfnuði einum á Simbabve eru agúrkur hluti af helgihaldinu. Bannað er að rækta agúrkur í héraði í Japan sem kallast Fukui. Ástæða bannsins er þjóðtrú sem segir að sintóguðir sem kallast Susanoo hafi ekki þolað agúrkur og hótað íbúum héraðsins öllu illu ef þeir hættu ekki að rækta þær. Á ferðalagi Gúllívers um ævintýraheima heimsækir hann auk Puttalands eyjuna Balnibarbi þar sem íbúarnir gera allt eins óhagkvæmilega og hugsast getur. Íbúar sem sýna vott af praktískri hugsun eru með félagslegum þrýstingi neyddir til að sýna ópraktíska hegðun. Fyrirmynd hugsanagangs íbúanna er að finna í akademíunni í höfuðborginni Lagadó sem stöðugt þarf á hærri fjárveitingum að halda. Rannsóknarverkefni eins fræðimanns akademíunnar fólst í því að finna leið til að vinna sólarljós úr agúrkum. Sólarljós sem setja átti í innsigluð glös og nota síðan hitann af því til að auka lofthita á sumrin. Helsta vandamálið við rannsóknina var skortur á agúrkum, að sögn fræðimannsins. Í fjölmiðlum er stundum talað um gúrkutíð og átt við að lítið sé í fréttum og því fjallað um gúrkuuppskeruna eða annað sem ekki þykir fréttnæmt öðrum stundum. Gúrkur til neyslu Gúrkum er stundum skipt í þrennt eftir neyslu og þá átt við gúrkur eins og algengastar eru hér og borðaðar hráar, yfirleitt ofan á brauð eða í salati. Agúrka er neytt á meðan þær eru grænar og óþroskaðar en full- þroskaðar verða þær gular og súrar. Súrsaðar gúrkur í ediki eru mjög vinsælar í Þýskalandi, Austur-Evrópu og Rússlandi enda bragðgóðar og auk þess eykur pæklunin geymsluþol þeirra. Í Rússlandi þykir pækilvökvinn einstaklega góður til að slá á timburmenn. Einnig er talað sérstaklega um smáar gúrkur sem annaðhvort eru súrsaðar eða borðaðar hráar sem snakk. Þær hafa þynnri húð en venjulegar matargúrkur og eru sætari á bragðið. Auk ofangreindra gúrka eru til það sem kallast líbanskar gúrkur sem eru litlar og mildar þrátt fyrir að hafa einstakt bragð. Gúrkur sem vaxa í Asíu austanverðri eru minni en þær sem við þekkjum, með þynnri og hornótta húð og mildar á bragðið. Í Mið-Austurlöndum er að finna ræktunarafbrigði sem kallast Beit Alpha sem eru sætar og vel aðlagaðar þurru loftslagi og á Nýja- Sjálandi vaxa kringlóttar og gulgrænar gúrkur sem líkjast eplum að stærð. Dosakei er gulgræn kúlulaga gúrka frá Indlandi sem líkist lítilli melónu og oft er matreidd með karrí og á Sri Lanka finnst afbrigði sem kallast Kekiri og er ílangt og appelsínugult á litinn. Svo er einnig vert að minnast á svokallaðar sítrónugúrkur sem er gamalt ræktunarafbrigði sem er gulskræpótt og hnattlaga. Agúrkuát veldur sumu fólki þembu og vandræðalegum vindgangi. Ræktun á agúrkum Fræ af gúrkum eru yfirleitt fljót að spíra og eftir um það bil fjórar vikur eru plönturnar orðnar þokkalega stórar. Æskilegt hitastig við spírun er 22 til 25° á Celsíus, sé sáð snemma að vori, þegar enn er stuttur dagur er nauðsynlegt að rækta plönturnar undir lýsingu. Eftir að plönturnar ná um 30 sentímetra hæð þurfa þær stóran pott með góðri ræktunarmold og tímabært að veita þeim stuðning út ræktunartímabilið. Gúrkur eru hraðvaxta og þurfa því mikið vatn og áburð, sérstaklega meðan á aldinmyndun stendur. Agúrkur á Íslandi Í skýrslu Schierbeck, landlæknis og formanns hins Íslenska garðyrkjufélags, um nokkrar tilraunir til jurtaræktunar á Íslandi í Tímariti Hins íslenska bókmenntafélags 1890, segir um fyrstu tilraunir til gúrkuræktunar á Íslandi: „1887 og 1888 tókst mjer dálitlu betur en áður að rækta agúrkur. Jeg fjekk 5 smáar salatagúrkur í glugga einum. Ef jeg hefði haft ráð og rúm til að rækta þær í 5 eða 6 heitum samanhangandi gluggum, hefði jeg vafalaust komizt lengra áleiðis með ræktun þeirra. 1889 og 1890 lagði jeg enga stund á rækt þeirra.“ Ræktun gúrka hófst fyrir alvöru hér á landi snemma á síðustu öld, eða upp úr 1925, og eru nú ræktaðar í gróðurhúsum árið um kring. Í bókinni Hvannir sem kom út 1926 talar Einar Helgason um ræktun á tómötum og gúrkum í djúpum vermireitum. Gúrkuframleiðsla á landinu hefur aukist jafnt og þétt í gegnum árin. Árið 1945 var hún 15 tonn en fimm árum seinna, 1950 var hún komin í 210 tonn og 1980 er hún 400 tonn. Árið 2016 var innanlandsframleiðslan 1.868 tonn. Agúrku- og ginkokteill • Þrjár til fjórar sneiðar af gúrkum • Sletta af sítrónusafa • 45 millilítrar af gini • 100 millilítrar ávaxtasafa eða Sprite eftir smekk • Ein gúrkusneið til að skreyta brún glassins • Hristið vökvann saman í kokteilhristara • Kreistið sítrónuna yfir agúrkusneiðarnar • Hellið vökvanum úr hristaranum í glas með ís og hrærið í til að kæla vökvann. • Berið fram. Ólík afbrigði af agúrkum og melónum. Kekiri-gúrka frá Sri Lanka. Sítrónugúrkur eru gamalt ræktunar- afbrigði sem er gulskræpótt á litinn og hnattlaga. Horngúrka með blómi. í heimunum og framleiddu um 54,5 milljón tonn árið 2015 sem er nálægt 76% heimsframleiðslunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.