Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Fyrirtækið Vallarnaut, sem flutt hefur inn Solis dráttarvélar frá Indlandi, hefur nú fengið örlitla nafnbreytingu og heitir Vallarbraut. Eru eigendur að hætta nautaeldi sem þeir hafa stundað um árabil og eru búnir að taka að sér umboð fyrir tyrknesku dráttarvélarnar Hattat. Nafnbreytingin er að sögn Jóns Vals Jónssonar framkvæmdastjóra einungis til komin vegna breyttrar áherslu í rekstri þar sem hætt verður með nautaeldið en kennitalan verður sú sama og hingað til. Þá þurfi síður að útskýra nafnið fyrir viðskiptavinum, en meginstarfsemin er nú í kringum sölu á dráttarvélum og ýmiss konar tækjum fyrir landbúnað og verktaka. Meiri breidd fæst með Hattat Ingvar Sigurðsson sölumaður segir að salan á Solis vélunum frá Indlandi hafi gengið mjög vel og mikil aukning hafi verið í sölu. Með umboði fyrir Hattat dráttarvélarnar frá Tyrklandi verði breiddin þó meiri auk þess sem Hattat vélarnar séu enn einfaldari og lausar við allan tölvubúnað og stýringar sem oft vilja bila. „Við vorum á Hvolsvelli á viðburðinum Hey bóndi fyrir skömmu. Þar kynntum við 102 hestafla Hattat vél sem fékk góðar viðtökur. Eins og Solis vélarnar eru Hattat ódýrar, en með þeim komust við upp fyrir 90 hestafla stærðina. Ég myndi segja að gæðastaðallinn sé mjög svipaður í þessum vélum, en í Hattat eru Perkins mótorar, en verksmiðjurnar framleiða þá mótora fyrir Breta. Þá er A-línan af Valtra dráttarvélunum framleidd á sama stað. Ég myndi því segja að Hattat vélarnar séu kynslóð á undan Solis hvað hönnun varðar, t.d. á húsi, en sumir eru samt hrifnari af Solis. Móðurfélagið framleiðir líka íhluti fyrir bíla og flugvélar „Móðurfélag Hattat heitir Hema og framleiðir íhluti fyrir bíla og flugvélar og fleira fyrir ólík fyrirtæki um allan heim. Nafnið Hattat er ættarnafn eigendanna sem hófu framleiðslu undir eigin merki í framhaldi af framleiðslunni fyrir Valtra. Áður voru þeir að framleiða fyrir Ford og hafa einnig framleitt eldri týpur af Massey Ferguson fyrir heimamarkað sem ekki stenst lengur Evrópustaðla. Í Hattat er notast við ýmislegt úr Valtra, eins og framhásingu, skiptingu og fleira. Þeir sem kynnt hafa sér vélarnar segja að þarna sé eiginlega um að ræða vél sem er sambærileg Valmet dráttarvélunum í kringum síðustu aldamót.“ Ingvar segir að margir sem hrifnir hafa verið að einfaldleika Solis dráttarvélanna séu jafnvel enn hrifnari af Hattat. Þar er t.d. ekki um að ræða Commonrail olíukerfi og því engar tölvustýringar sem geta truflað það. Sparneytnin verði kannski ekki alveg jafn mikil, en þeim mun auðveldara að eiga við viðgerðir. Þá er verðið á nýrri dráttarvél af Hattat gerð líka mun lægra en gengur og gerist. „Þú ert að fá 102 hestafla vél með lyftikrók að aftan á 4,5 milljónir fyrir utan virðisaukaskatt. Með moksturstækjum að framan er verðið í kringum 5,7 milljónir króna,“ segir Ingvar. Tæki sem hægt er að fá á Hattat vélarnar koma frá framleiðanda á Írlandi. /HKr. FRÉTTIR Fyrirtækið Vallarnaut heitir nú VALLARBRAUT: Komið með umboð fyrir tyrknesku dráttarvélarnar Hattat Ingvar Sigurðsson sölumaður og Jón Valur Jónsson, framkvæmda- stjóri Vallarbrautar. Mynd /HKr. Mynd / MÞÞ Stjórnir fjögurra félaga sauðfjárbænda: Skora á Norðlenska að hækka afuðaverð þegar í stað – Tökum ákvörðun ef forsendur leyfa „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um breytingu á áður útgefinni verðskrá. Komi til breytinga þarf að liggja fyrir vissa um að þær séu vegna bættrar stöðu og að hún hafi þá raungerst. Slíkt liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Stjórnir félaga sauðfjárbænda í Eyjafirði, Suður-Þingeyjarsýslu og sem og félög þeirra á Austurlandi hafa skorað á stjórn, framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur Norðlenska að hækka þegar í stað afurðaverð til sauðfjárbænda. Fram kemur í bréfi frá félögunum að fyrirtækið hafi sýnt metnað í vöruþróun og framsetningu, innleggjendur þess framleiði gæðavöru, ekkert í birgðastöðu eins og hún blasti við í upphafi sláturtíðar réttlæti svo afgerandi lækkun afurðaverðs og því sé óásættanlegt að rekstrargrundvöllur lambakjötsframleiðslu sé að fullu og öllu brostinn á svæðinu. Greiðslufall og fjöldagjaldþrot „Afleiðingarnar þarf vart að tíunda; stórfellt hrun í greininni, greiðslufall og fjöldagjaldþrot sauðfjárbúa með tilheyrandi byggðaröskun og harmleikjum fjölda fjölskyldna. Slíkt hrun hefði auk þess sterk neikvæð áhrif á aðra framleiðendur á innlendum kjötmarkaði og afurðafyrirtækin sjálf“, segir í bréfi stjórnarmanna fjögurra félaga sauðfjárbænda á Norður- og Austurlandi. Fyrirtækið standi með bændum Skorað er á Norðlenska að standa með sauðfjárbændum, sýna metnað og taka ábyrgð með því að hækka afurðaverð til sauðfjárbænda þegar í stað. Ágúst Torfi segir að stjórn og stjórnendur Norðlenska muni fylgjast vel með næstu vikur og mánuði og taka ákvarðanir þegar og ef forsendur leyfa. /MÞÞ Forsendur veitingar nýliðunarstyrkja í landbúnaði: Stigagjöf samkvæmt vinnureglum Búnaðarstofu Matvælastofnunar Í síðasta Bændablaði var greint frá veitingu nýliðunarstyrkja í landbúnaði sem voru veittir í fyrsta sinn 13. október. Nokkrar umræður sköpuðust meðal bænda á samfélagsmiðlum um forsendur styrkveitinganna, en Matvælastofnun forgangsraðaði umsóknum eftir stigagjöf sem unnið var eftir. Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, segir að þrír þættir hafi verið lagðir til grundvallar stigagjöfinni. Veitt var úr 130 milljóna króna potti, annars vegar í samræmi við ákvæði um nýliðunarstyrki í landbúnaði í reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði og hins vegar vinnureglur Búnaðarstofu Matvælastofnunar um forgangsröðun umsókna. Áhersluatriði Samtaka ungra bænda Jón Baldur segir að forgangsraðað hafi verið í samræmi við ákvæði fyrrnefndrar reglugerðar með vísun til menntunar, jafnréttissjónarmiða og eignarhlutar í búrekstrinum sem nýliðunarfjárfestingin nær til. Þetta hafi verið þeir þættir sem Samtök ungra bænda lögðu áherslu á að yrðu til grundvallar. „Við útfærðum síðan sérstakar vinnureglur til að meta þessa þætti til stiga, sem við kynntum í Framkvæmdanefnd búvörusamninga og birtum síðan áður en opnað var fyrir umsóknir til að tryggja jafnræði umsækjenda og fullt gegnsæi. Í svarbréfum til allra umsækjenda veittum við síðan upplýsingar um stigagjöfina,“ segir Jón Baldur. Vinnureglurnar kváðu á um, að sögn Jóns Baldurs, að beitt yrði svokölluðum jákvæðum mismun til að tryggja að jafnréttissjónarmiðið næði fram að ganga. Það þýddi að nú þegar færri konur sóttu um en karlar þá fengu þær fleiri stig. Hann segir að vinnureglurnar um forgangsröðun verði endurmetnar í ljósi reynslunnar og unnið út frá nýrri reglugerð um almennan stuðning við landbúnað sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gæfi út fyrir næsta ár. Spennandi tímar framundan á Akri Einn nýliðanna sem fengu styrki er Linda Björk Viðarsdóttir á garðyrkjubýlinu Akri í Blá skógar- byggð. Þar býr hún með manni sínum, Gunnari Þórðarsyni, og tveimur börnum. „Við ræktum grænmeti eftir lífrænum aðferðum með sjálfbærni að leiðarljósi. Við ræktum undir gleri í upphituðum húsum, erum með þrjú gróðurhús, alls 2.000 fermetra,“ segir Linda um búskapinn. Foreldrar Gunnars hófu lífræna ræktun á Garðyrkjustöðinni Akri árið 1991. „Gunnar ólst því upp í þessu umhverfi og við keyptum stöðina af þeim. Við höfum undanfarin ár unnið við skrifstofu- og þjónustustörf og fundum það að okkur langaði frekar að eyða tímanum í að byggja eitthvað upp, rækta eigin mat og hafa sveigjanlegri vinnutíma,“ segir Linda um ástæður þess að þau söðluðu um og tóku við Akri. Færanleg gróðurhús Gunnar er menntaður þrívíddar- og hreyfimyndahönnuður frá Norges Kreative Faghøgskole. Einnig hefur hann stundað nám við margmiðlun í Danmörku. Linda er með BS-gráðu í ferðamálafræði frá Universitetet i Stavanger og stundar nú nám við Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem hún er að læra lífræna matjurtaræktun. Linda segir að það skipti miklu máli fyrir þau að fá nýliðunarstyrkinn. „Styrkurinn mun nýtast okkur vel þegar kemur að rekstri, viðhaldi og uppbyggingu garðyrkjustöðvarinnar,“ segir hún. „Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur. Við erum að vinna í að þróa og byggja færanleg gróðurhús, fikra okkur áfram í aquaponics [sameldi plantna og fiska] og taka á móti fleiri hópum til að sýna almenningi og áhugafólki hvað fer fram í gróðurhúsum okkar,“ bætir Linda við um framtíðarsýnina á Akri. /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.