Bændablaðið - 16.11.2017, Side 52

Bændablaðið - 16.11.2017, Side 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Eins og mörgum er í fersku minni tilnefndi Fagráð í hrossarækt alls 11 ræktunarbú eða aðila til sérstakrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi ræktunar- árangur á árinu 2017. Heiðurs- viðurkenninguna ræktunarmenn ársins 2017 hlutu Daníel Jónsson og Hilmar Sæmundsson í Efsta-Seli, á uppskeruhátíð hestamanna þann 28. október síðastliðinn. Mikill fjöldi búa náði afgerandi góðum árangri á sýningaárinu 2017. Val Fagráðs er því aldrei auðvelt, s.s. hvar á að draga mörkin hverju sinni í fjölda tilnefndra búa en þar er ekki um fasta tölu að ræða milli ára enda oft lítið sem aðskilur eftirtektarverð bú og árangur þeirra. Tilnefningar Fagráðs eru fyrst og síðast hvatning og verðskuldað hrós en ekki til þess gerðar að ýta undir „keppnisvæðingu“ í hrossarækt og kynbótadómum. Kynbótadómar hrossa eru alltaf fyrst og síðast dómar búfjár og grunntilgangurinn að afla upplýsinga sem nýtast öllum ræktendum jafnt og eru grunnur að kynbótaspá/kynbótamati íslenskra hrossa hvar sem er í heiminum. Því fleiri hross sem dæmd eru því sterkari og öruggari gagnaöflun og spá um gildi gripa fyrir ræktunarstarfið. Til að afmarka val ræktunarbúa og leiða að niðurstöðu eru fyrst tilgreind öll hrossaræktarbú eða aðilar sem sýnt hafa fjögur eða fleiri hross í fullnaðardómi á árinu. Að auki verða minnst tvö að hafa náð aðaleinkunn 8,0 eða hærra. Þá eru einkunnir leiðréttar eftir aldri og kyni líkt og gert er við kynbótamatsútreikninga. Þetta gerir allar einkunnir samanburðarhæfar áður en búunum er svo raðað upp eftir leiðréttum einkunnum og fjölda sýndra hrossa. Þá reiknast afkvæmaverðlaunahross (stóðhestar og hryssur) til stiga fyrir sína ræktendur samkvæmt föstum reglum þar um. Í meðfylgjandi töflu eru öll búin, 62 að tölu, sem uppfylltu kröfur um fjögur fulldæmd hross og minnst tvö yfir 8 á sýningarárinu 2017. Dálkarnir sýna meðaltal leiðréttrar aðaleinkunnar og fjölda fullsýndra hrossa, þ.e. fjölda hrossa að baki meðaltölum. Þá er sérstaklega tilgreint í síðasta dálknum ef afkvæmahross leggja til stiga fyrir búið á árinu. Efst í töflunni eru þau ellefu bú sem tilnefnd voru til viðurkenningarinnar í ár í þeim sætum sem útreiknuð stig raðaði þeim í en þar fyrir neðan eru búin sem komust auk þeirra til greina í ár í stafrófsröð. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður í hrossarækt thk@rml.is Ræktunarmenn ársins 2017 Bú sem komu til greina við val á ræktunarbúi ársins í hrossarækt 2017 Mt. A.eink Fjöldi Sæti 8,54 6 1 Jón ÁB5:B54rnason og Sigurveig Stefánsdóttir 8,45 7 2 Baldvin Kr. Baldvinsson 8,39 10 3 Anna Dóra Markúsdóttir, Jón Bjarni Þorvarðarson og fjölsk. 8,44 7 4 Bergur Jónsson og Olil Amble 8,32 15 5 - 7 Inga og Ingar Jensen, Prestsbær ehf. 8,47 4 5 - 7 Eva Dyröy, Guðmundur Fr. Björgvinsson, Kristján Ríkharðsson 8,45 5 5 - 7 Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius 8,42 5 8 Lovísa Herborg Ragnarsdóttir og Vignir Siggeirsson 8,37 4 9 Björn Sveinsson og Magnea K. Guðmundsdóttir 8,36 4 10 - 11 Afkv. Mette Mannseth og Gísli Gíslason 8,28 9 10 - 11 Auðsholtshjáleiga Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og fjölskylda 8,17 5 Austurás Haukur Baldvinsson, Ragnhildur Loftsdóttir og fjölskylda 8,20 5 Austurkot Hugrún Jóhannsdóttir, Páll Bragi Hólmarsson, Austurkot ehf. 7,94 4 Álfhólar Sara Ástþórsdóttir 8,00 5 Árbakki Hulda Gústafsdóttir, Hinrik Bragason og fjölsk., Árbakki hestar ehf. 8,02 4 Árbæjarhjáleiga II Marjolijn Tiepen, Kristinn Guðnason og fjölsk. 8,21 8 Ármót Ármótabúið ehf. 8,13 6 Ásbrú Vilberg Skúlason 8,12 4 Bessastaðir Guðný Helga Björnsdóttir og Jóhann Magnússon 8,29 4 Blesastaðir 1A Hólmfríður B. Björnsdóttir, Magnús Tr. Svavarsson og fjölsk. 7,98 6 Brautarholt Björn, Snorri og Þrándur Kristjánssynir 8,10 5 Dalland Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir, Hestamiðstöðin Dalur ehf. 8,06 7 Einhamar 2 Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir 8,21 7 Eyri Hjördís Benediktsdóttir og Jón Þ. Eggertsson 8,06 4 Eystra-Fróðholt Ársæll Jónsson, Anna Fía Finnsdóttir og fjölsk. 8,32 4 Eystri-Hóll Halldór H. Sigurðsson, Sigurður G. Halldórsson, Hestar ehf. 8,13 6 Fákshólar Fákshólar ehf. 8,15 4 Fet Hrossaræktarbúið FET ehf. 8,16 15 Flagbjarnarholt Sveinbjörn Bragason, Þórunn Hannesdóttir, Bragi Guðmundsson 8,22 6 Flekkudalur Guðný Ívarsdóttir og Sigurður Guðmundsson 8,04 4 Fornusandar Finnbogi, Magnús Þór og Tryggvi Einar Geirssynir 8,06 5 Grafarkot Fjölskyldan Grafarkoti 8,08 4 Halakot Svanhvít Kristjánsdóttir, Góðhestar ehf. 8,17 5 Hamarsey Hannes Sigurjónsson og Inga Cristina Campos 8,35 4 Herríðarhóll Ólafur A. Jónsson og Renate Hannemann 8,17 4 Hlemmiskeið 3 Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfsdóttir 8,21 7 Afkv. Hof á Höfðaströnd Lilja Sigurlína Pálmadóttir 8,28 4 Hoftún Bára A. Elíasdóttir og Bjarki Steinn Jónsson 8,13 4 Holtsmúli 1 Magnús Lárusson og Svanhildur Hall 7,98 5 Íbishóll Elisabeth Jansen og Magnús Bragi Magnússon 7,94 7 Kirkjubær Ágúst Sigurðsson, Unnur Óskarsdóttir og fjölsk., Kirkjubæjarbúið sf. 8,22 5 Kjarr Helga Sigurðardóttir, Helgi Eggertsson og fjölskylda 8,23 6 Kolsholt 2 Helgi Þór Guðjónsson, Oddný L. Guðnadóttir og Guðjón Sigurðsson 8,01 6 Koltursey Elías Þórhallsson og fjölskylda 8,25 4 Laugarbakkar Kristinn Valdimarsson 8,14 4 Laugavellir Sveinn Ragnarsson, Laugavellir ehf. 8,16 4 Leirubakki Anders Hansen og fjölskylda 8,28 4 Litla-Brekka Vignir Sigurðsson 7,97 8 Lækjamót Fjölskyldan Lækjamóti 8,35 4 Oddsstaðir I Guðbjörg Ólafsdóttir og Sigurður Oddur Ragnarsson 8,09 6 Pula Jóhann Kr. Ragnarsson og Theódóra Þorvaldsdóttir 8,09 5 Sauðárkrókur Guðmundur Sveinsson og fjölsk. 8,16 5 Afkv. Skáney Fjölskyldan Skáney, Borgarfirði 7,96 6 Skíðbakki III Erlendur Árnason og Sara Pesenacker 8,18 4 Skrúður Ragnhildur Guðnadóttir og Sigfús Kr. Jónsson 8,20 4 Steinnes Magnús Jósefsson og fjölsk. 8,08 13 Steinsholt Jakob Svavar Sigurðsson og Sigurður Guðni Sigurðsson 8,21 4 Strandarhjáleiga Þormar Andrésson, Sigurlín Óskarsdóttir og fjölsk. 8,23 6 Strandarhöfuð Auður M. Möller, Guðmundur M. Stefánsson, Strandarhöfuð ehf. 8,15 7 Stuðlar Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson 8,31 4 Þjóðólfshagi 1 Sigurður Sigurðarson og Sigríður Arndís Þórðardóttir 8,14 6 Ræktunarbú/menn Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndar sjóðs sem starf ræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/ eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar. Fagráð tekur ákvörðun um styrk veitingar í desember 2017. Nánari upplýs ingar fást hjá Bænda- samtökunum. Frestur til að skila inn umsóknum er til 8. desember 2017 og skal umsóknum skilað til: Fagráð í hrossarækt, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík. /Fagráð í hrossarækt. Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins – frá Bændasamtökum Íslands:

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.