Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Ný áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma: Heildarkostnaður tæpir 5 milljarðar Ný áætlun um byggingu 155 hjúkrunarrýma á landinu til ársins 2022 til viðbótar þeim 313 rýmum sem þegar eru á framkvæmdastigi samkvæmt eldri áætlun liggur nú fyrir. Alls munu því verða byggð eða endurgerð 468 hjúkrunarrými á tímabilinu ýmist til fjölgunar rýma eða til að bæta aðbúnað. Alþingi samþykkti í júní síðastliðnum nýja fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Með henni skapaðist svigrúm til aukinnar uppbyggingar hjúkrunarrýma sem áætlunin miðast við. Á höfuðborgarsvæðinu verður hjúkrunarrýmum fjölgað um 80 umfram gildandi áætlun og um 10 í Árborg. Uppbygging miðar einnig að því að bæta aðbúnað íbúa á nokkrum hjúkrunarheimilum þar sem þörf er á að færa aðbúnaðinn til nútímalegs horfs. Áætlað er að byggja 23 rými á Húsavík, 24 á Höfn í Hornafirði og endurgera 18 hjúkrunarrými í Stykkishólmi. Áform um fjölgun rýma byggist á mati velferðarráðuneytisins á því hvar þörfin er mest og taka mið af fjárhagslegu svigrúmi gildandi fjármálaáætlunar. Áætlaður heildarkostnaður við uppbyggingu 155 hjúkrunarrýma er tæpir fimm milljarðar króna. Í áætluninni er miðað við lágmarksþátttöku hlutaðeigandi sveitarfélaga í framkvæmdakostnaðinum, þ.e. 15% á móti 85% kostnaði ríkissjóðs. Af þeim 313 hjúkrunarrýmum sem nú eru á framkvæmdastigi eru 219 hjúkrunarrými til fjölgunar rýma en önnur til að bæta aðbúnað. Fjölgunin er fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Reykjavík, í Kópavogi, í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi. Einnig fjölgar rýmum á Suðurlandi með uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Árborg. /MÞÞ Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is HESTAKERRUR - GRIPAVAGNAR VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI HESTAKERRA HB 610 - FYRIR 5-6 HESTA VERÐ 2.190.000 með vsk. GRIPAFLUTNINGAKERRA TA 510 - FYRIR 4-5 HESTA VERÐ - 1.570.000 með vsk. TA 510 – FYRIR 4-5 HESTA VERÐ – 1.850.000 með vsk. TA 5 – FYRIR 2-3 HESTA VERÐ – 1.200.000 með vsk TILBOÐ! Mannol koppafeiti 18 kg fata á aðeins 13.950 kr. + vsk. OLÍUVÖRUR Olíur, frostlögur, glussi og aðrir vökvar. RAFGEYMAR Mikið úrval af rafgeymum í öllum stærðum og gerðum. Automatic ehf. Smiðjuvegi 11, 200 Kóp. Sími: 512 3030 pantanir@automatic.is Sjá nánar á www.automatic.is Næsta Bændablað kemur út 30. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.