Bændablaðið - 16.11.2017, Page 37

Bændablaðið - 16.11.2017, Page 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Ný áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma: Heildarkostnaður tæpir 5 milljarðar Ný áætlun um byggingu 155 hjúkrunarrýma á landinu til ársins 2022 til viðbótar þeim 313 rýmum sem þegar eru á framkvæmdastigi samkvæmt eldri áætlun liggur nú fyrir. Alls munu því verða byggð eða endurgerð 468 hjúkrunarrými á tímabilinu ýmist til fjölgunar rýma eða til að bæta aðbúnað. Alþingi samþykkti í júní síðastliðnum nýja fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Með henni skapaðist svigrúm til aukinnar uppbyggingar hjúkrunarrýma sem áætlunin miðast við. Á höfuðborgarsvæðinu verður hjúkrunarrýmum fjölgað um 80 umfram gildandi áætlun og um 10 í Árborg. Uppbygging miðar einnig að því að bæta aðbúnað íbúa á nokkrum hjúkrunarheimilum þar sem þörf er á að færa aðbúnaðinn til nútímalegs horfs. Áætlað er að byggja 23 rými á Húsavík, 24 á Höfn í Hornafirði og endurgera 18 hjúkrunarrými í Stykkishólmi. Áform um fjölgun rýma byggist á mati velferðarráðuneytisins á því hvar þörfin er mest og taka mið af fjárhagslegu svigrúmi gildandi fjármálaáætlunar. Áætlaður heildarkostnaður við uppbyggingu 155 hjúkrunarrýma er tæpir fimm milljarðar króna. Í áætluninni er miðað við lágmarksþátttöku hlutaðeigandi sveitarfélaga í framkvæmdakostnaðinum, þ.e. 15% á móti 85% kostnaði ríkissjóðs. Af þeim 313 hjúkrunarrýmum sem nú eru á framkvæmdastigi eru 219 hjúkrunarrými til fjölgunar rýma en önnur til að bæta aðbúnað. Fjölgunin er fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Reykjavík, í Kópavogi, í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi. Einnig fjölgar rýmum á Suðurlandi með uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Árborg. /MÞÞ Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is HESTAKERRUR - GRIPAVAGNAR VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI HESTAKERRA HB 610 - FYRIR 5-6 HESTA VERÐ 2.190.000 með vsk. GRIPAFLUTNINGAKERRA TA 510 - FYRIR 4-5 HESTA VERÐ - 1.570.000 með vsk. TA 510 – FYRIR 4-5 HESTA VERÐ – 1.850.000 með vsk. TA 5 – FYRIR 2-3 HESTA VERÐ – 1.200.000 með vsk TILBOÐ! Mannol koppafeiti 18 kg fata á aðeins 13.950 kr. + vsk. OLÍUVÖRUR Olíur, frostlögur, glussi og aðrir vökvar. RAFGEYMAR Mikið úrval af rafgeymum í öllum stærðum og gerðum. Automatic ehf. Smiðjuvegi 11, 200 Kóp. Sími: 512 3030 pantanir@automatic.is Sjá nánar á www.automatic.is Næsta Bændablað kemur út 30. nóvember

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.