Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 verndun vistkerfa í þeirri trú að greiðslurnar muni tryggja varðveislu þeirra. Sprengjur og dráttarvélar Þróun iðnaðar síðustu þrjár aldir hefur verið áhrifamikill drifkraftur í átt til manngerðra breytinga á heimsvísu, þar með talið landnýtingar og breytinga á vistkerfum. Frá upphafi nítjándu aldar tók ekki nema hundrað ár fyrir mannfjöldann að tvöfaldast og eftirspurn eftir timbri, orku, málmum og dýrmætum steinefnum margfaldaðist. Iðnbyltingin var upphafið og hún átti eftir að breyta heiminum. Við erum nú að takast á við afleiðingar hennar og munum gera það áfram langt fram eftir tuttugustu og fyrstu öldinni. Þrátt fyrir að vinnsla á dýrmætum málum hæfist í Egyptalandi 3000 árum fyrir Kristburð var vinnslan í takmörkuðum mæli og háð handafli. Gríðarleg aukning var í námuvinnslu snemma á sautjándu öld. Árið 1627 var sprengiefni kynnt til sögunnar og varð til að námuvinnsla jókst til muna. Tilkoma gufuvélarinnar nokkrum árum seinna leiddi svo til gríðarlegrar aukningar í eftirspurn eftir eldsneyti, kolum og járni. Iðnbyltingin samhliða auknum fólksfjölda leiddi til betri lífsgæða og krafðist breytinga á landnýtingu og vinnslu auðlinda. Steinefni eins og gull og gimsteinar jukust að verðgildi og urðu mikilvægir gjaldmiðlar þrátt fyrir að hafa lítið raunverulegt gildi. Þó að hægt sé að rekja fyrstu merki um landbúnað rúm tíu þúsund ár aftur í tímann var það iðnaður, með auknum fólksfjölda, hærri launum og aukinni eftirspurn eftir ódýrum matvælum og orku, sem jók umfang landbúnaðar á sautjándu og átjándu öld. Gríðarlegar breytingar urðu á landbúnaði á þeim tíma og má þar benda á síaukna jarðvinnslu, kynbætur á dýrum og plöntum, auknar girðingar, vélvæðingu og iðnvæðingu matvælaframleiðslunnar. Aukin eftirspurn eftir ódýrum matvælum, orku og vatni leiddi til breytinga í landnýtingu og landbúnaði. Framfarir í vélbúnaði gerðu þessar breytingar mögulegar og hvöttu til aukinnar f r a m l e i ð s l u . Fyrsta vélknúna d r á t t a r v é l i n var kynnt til sögunnar 1901 og smám saman tók hún við af dráttardýrum og tími orkufreks búskapar hófst. U n d a n f a r i n hundrað ár hefur vísindum verið beitt í síauknum mæli í landbúnaði til að bregðast við aukinni þörf fyrir matvælum. Græna byltingin snemma á áttunda áratug síðustu aldar leiddi til verulegrar aukningar í uppskeru og leysti þá aðsteðjandi fæðuskort. Á sama tíma leiddi aukin framleiðsla óæskilegra umhverfisáhrifa með aukinni landnotkun til búfjárhalds og ræktunar og aukinni notkun tilbúins áburðar og eiturefna í landbúnaði. Ekki er dregið í efa að nútíma landbúnaður hefur náð miklum árangri í að auka matvælaframleiðslu í heiminum. Öfugt við kenningu Thomas Malthus hefur matvæla- framleiðsla aukist jafnhliða fólksfjölgun og jafnvel farið fram úr henni. Samhliða þessu hefur um það bil helmingur þurrlendis á jörðinni verið tekið undir landbúnað, til ræktunar nytjaplantna og beitar fyrir búfé. Þessi útþensla landbúnaðarlands hefur leitt til gríðarlegra umhverfisspjalla bæði á afmörkuðum stöðum og í alþjóðlegu tilliti. Til dæmis hefur um helmingur allra frumskóga í heiminum verið felldur vegna þessa. Öld landnýtingar og breytinga Margir og ólíkir þættir hafa valdið því að fólk hefur flutt úr dreifbýli til þéttbýlis og aukinnar þéttbýlismyndunar. Aðstæður í borgum eru fjölbreyttar og þjónusta þar og möguleikar til starfa meiri en í dreifbýli. Þrátt fyrir það þrífast borgir og þéttbýli og starfsemi í þeim, flutningar, verslun og fjármálaþjónusta, á umframframleiðslu í landbúnaði. Borgir hafa alltaf haft tilhneigingu til að myndast miðsvæðis, nálægt góðu landbúnaðarlandi, þar sem verslun er möguleg og þaðan sem hægt er að koma við stjórnsýslu og vörnum. Stærð, hraði og eðli þéttbýlismyndunar hefur verið skilgreint sem helsta einkenni tuttugustu og tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Þrátt fyrir að hraði þéttbýlismyndunar á síðustu öld hafi verið mikill og einungis 3% af yfirborði jarðar skilgreint sem þéttbýli hafa áhrif þéttbýlismyndunar verið mikil í alþjóðlegu tilliti. Um 78% af losun koltvísýrings, 60% af vatnsnotkun til heimila og 76% af viði sem brenndur er vegna iðnaðar má rekja til þéttbýlis. Áætlanir gera ráð fyrir að um miðja nítjándu öld hafi 4 til 7% íbúa heimsins búið í borgum eða bæjum. Í fyrstu var útþensla borga lárétt og áætlað að á sama tíma og íbúum borga eins og London og París fjölgaði tuttugufalt jókst landfótspor þeirra tvö hundruð sinnum. Breytingar á landnýtingu til að byggja borgir og styðja við sívaxandi fjölda íbúa í þéttbýli hefur einnig annars konar áhrif á umhverfið. Árið 2007 varð sú breyting á að í fyrsta sinn í sögunni voru íbúar í þéttbýli fleiri en íbúar dreifbýlisins. Íbúar þéttbýlis eru háðir framleiðslugetu vistkerfa utan þéttbýlisins. Það sem kallað er vistspor byggir á framleiðslu, magni og flæði vöru og þjónustu sem þarf til að viðhalda góðum lífsgæðum manna. Vistspor íbúa í þéttbýli er tíu til hundrað sinnum stærra en landið sem þéttbýlissvæðið stendur á. Lausnin á þessu hefur falist í að nýta frjósamasta og afkastamesta landið til landbúnaðar samkvæmt reglum iðnvæðingarinnar og auknum vöruskiptum. Þrátt fyrir að íbúar þéttbýlissvæða hafi alla tíð treyst á umframleiðslu í landbúnaði sér til framdráttar hefur þörfin aldrei verið meiri en í dag. Þörfin fyrir auknar landbúnaðarafurðir hefur því verið helsti drifkrafturinn til breytinga á landnýtingu. Land án markaðsvirðis Gildi lands er mun meira en bara efnahags- og fjárhagslegt. Víða er að finna fólk sem skilgreinir sig og menningu sína út frá landinu sem það býr á. Frumbyggjar hafa söguleg og oft náin tengsl við landið. Auk þess sem land hefur víða ómetanlegt andlegt, trúarlegt, fagurfræðilegt gildi eða gildi til afþreyingar og útivistar. Fólk metur því oft land án tillits til markaðsgildis þess. Nánast allar þjóðir heims hafa í einhverjum mæli afmarkað landsvæði heima fyrir og friðað þau til varðveislu um ókomna framtíð. Tilgangur verndunarinnar er að varðveita lönd og vötn fyrir komandi kynslóðir. Elstu þjóðgarðar heims, í Afríku, Indlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum, voru settir á stofn undir lok nítjándu aldar. Í heildina eru þjóðgarðar og náttúruverndarsvæði um 15% af heildaryfirborði þurrlendis og vatnasvæða á Jörðinni. Þetta sýnir áhuga á verndun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika og virðingu fyrir fegurð náttúrunnar. Vaxandi fjöldi verndarsvæða njóta alþjóðlegra viðurkenningar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að sum svæði feli í sér mikilvægt gildi umfram það sem telst fjárhagslegt. Heimsminjaskrá Mennta-, vísinda- og menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóðanna, heimsminjaskrá Unesco, hefur viðurkennt yfir 1000 staði sem hafa menningarlegt, náttúrufræðilegt, félagslegt, andlegt eða trúarlegt gildi. Ríflega 200 af þessum svæðum njóta verndar vegna framúrskarandi náttúrufegurðar eða líffræðilegrar fjölbreytni. Niðurstaða Skilningur á að náttúruauðlindir eru takmörkuð auðlind er nauðsynlegur eigi mannkynið að halda áfram að vaxa og dafna. Einnig er mikilvægt að auka vitund fólks á því hversu hratt gengur á auðlindirnar og breyta því hvernig þær eru nýttar í dag. Hugmyndafræði sjálfbærrar nýtingar vex fiskur um hrygg og nýtur sívaxandi viðurkenningar þekkingarsamfélagsins. Loftslags- breytingar undafarinna áratuga eru stór hvati í átt til betri landnýtingar manninum til heilla. Mannkynið nálgast hratt þá stund sem það verður að gera upp við sig hvernig það ætlar að nýta og stjórna nýtingu þeirra auðlinda sem Jörðin hefur upp á að bjóða. Eftirspurnin á aðeins eftir að aukast. Sjálfbær nýting lands er ekki bara nauðsynleg til að tryggja félagsleg og efnahagsleg tækifæri í dag heldur einnig til að tryggja komandi kynslóðum tækifæri til góðra lífskjara. Að leita jafnvægis er áskorun tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Árið 1564 teiknaði kortagerðar maðurinn Abraham Ortelius fyrsta landakortið sem sagt er marktækt. Árið 2007 varð sú breyting á að í fyrsta sinn í sögunni voru íbúar í þéttbýli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.