Bændablaðið - 30.11.2017, Page 7

Bændablaðið - 30.11.2017, Page 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Hinn 16. nóvember var árlegt kaffihúskvöld Víkurskóla haldið. Löng hefð er fyrir að nemendur bjóði heim gestum á þessu kvöldi og fái rithöfund í heimsókn eða undirbúi sjálfir dagskrá ásamt kennurum. Síðastliðið vor gerðist Víkurskóli jarðvangsskóli, þar sem hann er einn af þremur skólum í Kötlujarðvanginum. Í jarðvangsskólanum hugum við enn betur en áður að því sem tengist jarðfræði svæðisins. Þar á meðal er menningar- og söguarfur. Fossar og óskasteinar settu því svip sinn á kvöldið að þessu sinni. Bekkir 1.–4. b fluttu lagið Vorvindar glaðir og sömdu dans með. 5.–6. bekkur settu á svið leikritið Gullkistan sem byggist á sögunni um gullkistuna í Skógarfossi. 7.–8.b sömdu örsögur um óskasteina og stúlknakór eldri bekkinga söng lagið Óskasteinar. 9.–10. bekkingar léku sér með tungumálið á skemmtilegan hátt, sviðsettu málshætti og áhorfendur gátu upp á. Nemendur bökuðu fyrir kvöldið og gefin var út uppskriftabók. Þetta var gefandi, lærdómsrík og skemmtileg samvera, þar sem íslenskan var í hávegum höfð og nemendur sýndu í verki að þeir kunna sannarlega að bjóða heim gestum. MÆLT AF MUNNI FRAM M ikið auglýsingaflóð dynur á landsmönnum þessi dægrin, bæði í sjónvarpi og blöðum. Á heilli síðu Bændablaðsins eru auglýst undralyf sem nánast allt ná að bæta. Kaupfélag eitt auglýsir undraefni sem gagnast kann í fjölda tilfella. Davíð Hjálmar Haraldsson umorðaði auglýsinguna í ofurlítið knappara form: Augnpokar og ygglibrá, ekki held ég þetta batni nema karlinn komist á kálfaskituduft í vatni. Linnulaus lurkur hefur legið yfir landi samfellt í vikutíma. Sigmundur Benediktsson, sem búsettur er á Akranesi, hefur undanfarið dvalið á Vatnsenda í Eyjafjarðarsveit, og haft hægt um sig í ótíðinni. Fullkomlega verklaus var hann þó ekki, allavega hugurinn starfandi. Þann 19. nóv. fæddist staka: Vetur kelur blóm í blund, brynjast melar ljósir. Fýkur él um freðna grund, fæðast hélurósir. Þann 21. nóv. herti verulega á veðrahamnum: Kólgubakki hreykist hátt hristir makka framan. Hríðarklakkar herða mátt, hjörðum pakkar saman. Þann 23. nóv. skall svo á grimmdar stórhríð: Hvin frá tindum, hvæs í skor hvassir vindar magna. Kóf í skyndi kefur spor, kátar lindir þagna. Það sem lifir þessa þáttar verður í líkum anda og vísur Sigmundar. Kristján Benediktsson frá Stóramúla í Dalasýslu orti: Nóttin huldi vatnsins veg, vetrar buldi kliður. Nóttin kulda- og kólguleg kafald muldi niður. Vorið 1979 verður lengi í minnum haft. Vetrarveður geisaði langt fram á vor. Hallveig Guðjónsdóttir á Dratthalastöðum orti: Kuldalegt er Kára bak og klakaskeggið snúna. Herðir‘ ann óspart hálsatak á Héraðsbúum núna. Kristín Andrésdóttir orti þessa vetrarvísu: Gluggar frjósa, glerið á grefur rósir vetur. Falda ljósu fjöllin há; fátt sér hrósar betur. Svo ein kostuleg vetrarstemma eftir Káin: Út í skóg var hvasst og kalt, krummi og tófa „þjáddist“. Þá var „snjóur“ yfir allt, engin lóa „sjáddist“. Ein af systkinunum frá Grafardal var Guðný Beinteinsdóttir, fædd í Grafardal 1915. Eftir Guðnýju kom út ljóðabókin „Ég geng frá bænum“ og þar er að finna þessa vetrarvísu: Snjóar á Fróni, snúast vindar, snarpan gerir hríðarbyl. Frýs nú vatnið Litlulindar, leggst í klaka Stóragil. Þessi mergjaða vísa Benedikts Valdemars- sonar frá Þröm í Eyjafirði er eins og lifandi lýsing liðinnar viku: Syngur tíðin sorgarlag sæld og blíðu dylur. Á mér níðist nótt og dag norðanhríðarbylur. Þórmundur Erlingsson frá Stóra-Botni á Hvalfjarðarströnd kvað í illviðri: Skjálfa tindar, skefur snæ, skjól og yndi þrýtur. Kófið blindar, kelur fræ, krap á lindum flýtur 191 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Hér eru svipmyndir úr Víkurskóla í Vík í Mýrdal, en krakkarnir buðu gestum í veglega dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu. LÍF&STARF Dagur íslenskrar tungu í Vík

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.