Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 7

Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Hinn 16. nóvember var árlegt kaffihúskvöld Víkurskóla haldið. Löng hefð er fyrir að nemendur bjóði heim gestum á þessu kvöldi og fái rithöfund í heimsókn eða undirbúi sjálfir dagskrá ásamt kennurum. Síðastliðið vor gerðist Víkurskóli jarðvangsskóli, þar sem hann er einn af þremur skólum í Kötlujarðvanginum. Í jarðvangsskólanum hugum við enn betur en áður að því sem tengist jarðfræði svæðisins. Þar á meðal er menningar- og söguarfur. Fossar og óskasteinar settu því svip sinn á kvöldið að þessu sinni. Bekkir 1.–4. b fluttu lagið Vorvindar glaðir og sömdu dans með. 5.–6. bekkur settu á svið leikritið Gullkistan sem byggist á sögunni um gullkistuna í Skógarfossi. 7.–8.b sömdu örsögur um óskasteina og stúlknakór eldri bekkinga söng lagið Óskasteinar. 9.–10. bekkingar léku sér með tungumálið á skemmtilegan hátt, sviðsettu málshætti og áhorfendur gátu upp á. Nemendur bökuðu fyrir kvöldið og gefin var út uppskriftabók. Þetta var gefandi, lærdómsrík og skemmtileg samvera, þar sem íslenskan var í hávegum höfð og nemendur sýndu í verki að þeir kunna sannarlega að bjóða heim gestum. MÆLT AF MUNNI FRAM M ikið auglýsingaflóð dynur á landsmönnum þessi dægrin, bæði í sjónvarpi og blöðum. Á heilli síðu Bændablaðsins eru auglýst undralyf sem nánast allt ná að bæta. Kaupfélag eitt auglýsir undraefni sem gagnast kann í fjölda tilfella. Davíð Hjálmar Haraldsson umorðaði auglýsinguna í ofurlítið knappara form: Augnpokar og ygglibrá, ekki held ég þetta batni nema karlinn komist á kálfaskituduft í vatni. Linnulaus lurkur hefur legið yfir landi samfellt í vikutíma. Sigmundur Benediktsson, sem búsettur er á Akranesi, hefur undanfarið dvalið á Vatnsenda í Eyjafjarðarsveit, og haft hægt um sig í ótíðinni. Fullkomlega verklaus var hann þó ekki, allavega hugurinn starfandi. Þann 19. nóv. fæddist staka: Vetur kelur blóm í blund, brynjast melar ljósir. Fýkur él um freðna grund, fæðast hélurósir. Þann 21. nóv. herti verulega á veðrahamnum: Kólgubakki hreykist hátt hristir makka framan. Hríðarklakkar herða mátt, hjörðum pakkar saman. Þann 23. nóv. skall svo á grimmdar stórhríð: Hvin frá tindum, hvæs í skor hvassir vindar magna. Kóf í skyndi kefur spor, kátar lindir þagna. Það sem lifir þessa þáttar verður í líkum anda og vísur Sigmundar. Kristján Benediktsson frá Stóramúla í Dalasýslu orti: Nóttin huldi vatnsins veg, vetrar buldi kliður. Nóttin kulda- og kólguleg kafald muldi niður. Vorið 1979 verður lengi í minnum haft. Vetrarveður geisaði langt fram á vor. Hallveig Guðjónsdóttir á Dratthalastöðum orti: Kuldalegt er Kára bak og klakaskeggið snúna. Herðir‘ ann óspart hálsatak á Héraðsbúum núna. Kristín Andrésdóttir orti þessa vetrarvísu: Gluggar frjósa, glerið á grefur rósir vetur. Falda ljósu fjöllin há; fátt sér hrósar betur. Svo ein kostuleg vetrarstemma eftir Káin: Út í skóg var hvasst og kalt, krummi og tófa „þjáddist“. Þá var „snjóur“ yfir allt, engin lóa „sjáddist“. Ein af systkinunum frá Grafardal var Guðný Beinteinsdóttir, fædd í Grafardal 1915. Eftir Guðnýju kom út ljóðabókin „Ég geng frá bænum“ og þar er að finna þessa vetrarvísu: Snjóar á Fróni, snúast vindar, snarpan gerir hríðarbyl. Frýs nú vatnið Litlulindar, leggst í klaka Stóragil. Þessi mergjaða vísa Benedikts Valdemars- sonar frá Þröm í Eyjafirði er eins og lifandi lýsing liðinnar viku: Syngur tíðin sorgarlag sæld og blíðu dylur. Á mér níðist nótt og dag norðanhríðarbylur. Þórmundur Erlingsson frá Stóra-Botni á Hvalfjarðarströnd kvað í illviðri: Skjálfa tindar, skefur snæ, skjól og yndi þrýtur. Kófið blindar, kelur fræ, krap á lindum flýtur 191 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Hér eru svipmyndir úr Víkurskóla í Vík í Mýrdal, en krakkarnir buðu gestum í veglega dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu. LÍF&STARF Dagur íslenskrar tungu í Vík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.